Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 28
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is UÓSANÓTT hj___________STEMMNING Á UÓSANÓTT Strætó og rútuferðir AVR strætó verður með áætlunarferðir samkvæmt kvöldáætlun frá klukkan 16.00 til 00.30 á lau- gardaginn. Rútuferðir SBK verða sem hér segir: Frá Reykjavík kl. 10.30, 14.30, 18.00 og 21.00. Frá Reykjanesbæ kl: 16.00, 19.30 og aukaferð verður farin klukkan 24.00. Söluborð um allan bæ A laugardaginn verða sölu- vagnar og borð um allan bæ, en þeir verða alls um níu talsins sem er mikil aukning frá því á Ljósanótt í fyrra. Nú geta gestir hátíðarinnar bragðað á vöfllum, kakói, sykurlopa, poppkorni, keypt blóm og biöðrur og margt fleira. Söluvagnarnir verða staðsettir víða um miðbæinn og ættu ekki að fara framhjá neinum. Farþegaskipið Moby Dick lætur úr höfn á Ljósanótt. Farið verður í sérstaka hvalaskoöunarferö á tilboðs- veröi að morgni laugardagsins og um kvöldiö í Ljósanætur- siglingu. Þá verða léttar veitingar í boói, harmonikku- tónlist og dansað á dekkinu ef veður leyflr. Fyrsta ferðin verður farin kl. 10:00. Það er þriggja tima hvala- og höfrungaskoðun á Garðsjó. Brottför verður frá Keflavík- urhöfn. Um kvöldið verður sérstök Ljósanætursigling. Lagt verður af stað frá sömu höfn kl. 21:30 og farið í rúmlega klukkustund- arsiglingu: „Við munum skreyta skipið í tilefni dagsins og bjóða upp á léttar veitingar um borð með hátíðlegu sniði og vera með lifandi tónlist en nikkumar verða á sínum stað og fólk getur dansað við ljúfa harmonikkutóna fram eftir kvöldi. Fólk er hvatt til að mæta í betri fotum eða eftir því sem veður gefur tilefni til og ekki væri úr vegi að dansa á dekkinu. Það verður eflaust ógleymanlegt að upplifa steminguna ffá þessu sjónarhomi þegar kveikt verður á ljósunum á Berginu, horft á flugeldasýninguna og fylgst með þegar víkingaskipið Islendingur siglir inn í höfhina", segir Helga lngimundardóttir sem er einn af eigendum Moby Dick. Verð í kvöldsiglinguna verður kr. 1.500 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir böm 12 ára og yngri. Böm þurfa að vera í fylgd með full- orðnum. „Okkur finnst alveg tilvalið að nota skipið í þessa kvöldferð þar sem margir hafa nú þegar siglt með okkur að kvöldi til. Stemmningin í þessum ferðum hefúr verið alveg einstök. Skipið er eiginlega fljótandi samkomu- staður sem hentar til ýmis konar mannamóta", segir Helga. Nánari upplýsingar fást í sima 421 7777, 800 8777 eða 896 5598. Ljósanætursigling með Moby Dick Harmonikkur með í ferð og dansað á dekki fram eftir kvöldi Kæru íbúar Reykjanesbæjar og aðrir gestir! Gleðilega Ljósanótt. Þaö er sérlega ánægjulegt fyrir mig, þar sem ég er nýsestur í stól bæjarstjóra hér í Reykjanesbæ að hafa fylgst með og verið þátttakandi í undirbúningi Ljósanætur 2002. Dagskrá Ljósanætur í ár er einstaklega glæsileg, enda spannar hún nú yfir fjóra daga. Nú þegar eru nokkur atriði hátíðarinnar komin til framkvæmda og ber þar fyrst aö nefna Ljósalagið sem við íbúar Reykjanesbæjar getum verið stoltir af. Hápunkturinn verður heimkoma ístendings til Reykjanesbæjar á Ljósanótt en við bindum miklar vonir við víkingaskipið í framtíðinni og að það verði ferðaþjónustunni hér til framdráttar. Það hefur verið virkiiega gaman að kynnast því hve margir aðilar koma að undirbúningi hátíðarinnar. Fyrirtæki, stofnanir og íbúar hafa svo sannarlega ekki látið sitt eftir liggja í þessum undirbúningi og án þátttöku þeirra væri engin Ljósanótt. Ljósanótt í Reykjanesbæ er orðin ein af stærstu menningar- og fjölskylduhátíðum landsins og hefur fest sig í sessi sem slík. Ég vona að sem flestir íbúar Reykjanesbæjar taki þátt í Árni Sigfússon hátíðarhöldunum að þessu sinni og upplifi einstaka og fjöl- bœjarstjóri breytta menningarviðburði, viðburði sem við getum öll verið stoltaf. Góða skemmtun. 28

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.