Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 05.09.2002, Blaðsíða 22
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is UÓSANÓTT M_____________VELKOMIN Á UÓSANÓTT Uppboð við Svarta pakkhúsið verður aftur á vegum félagsmanna í Félagi myndlistarmanna kl. 22.15. á Ljósanótt. Eins og sjá má tóku margir þátt í fyrra. Margt í boði fyrir börnin Á laugardaginn verður mikið um dýrðir fyrir bömin um all- an Reykjanesbæ í tilefni af Ljósanæturhátíðinni. Börnin geta farið í sérstakt Leikjaland þar sem ýmis sprelltæki verða í boði, t.d. trampólín, risabox og risarennibraut. Café Duus býður bömunum upp á andlits- málun, hoppukastala og leik- tæki. Á grasflötinni við Vestur- braut sýna skátarnir starf sitt og syngja skátalög, en bæjar- stjórinn, Ámi Sigfiisson mætir með gítarinn klukkan 16.30 og tekur lagið með skátunum. Veltubílinn verður við Hafiiar- götuna og víkingar skylmast á hringtorginu við Duus húsin. Víkurhestar bjóða uppá hest- vagnaferðir sem farnar verða frá Upplýsingamiðstöðinni, Hafnargötu 8 og kostar ferðin 200 krónur. Oryggi Til að tryggja öryggi og lialda uppi gæslu á Ljósa- nótt hefur Öryggisráð Ljósanætur útbúið nákvænia áætlun fyrir alia aðila er konia að öryggismálum á svæðinu. Öryggisráðið, sem samanstendur meðal annars af fulltrúum slökkviliðs og sjúkraflutninga, lögreglu og björgunarsveita, hef- ur yfirfarið öryggismál sem tengjast svæðinu og hátíðarhöld- um á komandi Ljósanótt. Hugað hefúr verið sérstaklega að skipu- lagi á svæðinu og hugsanlegum uppákomum, aðkomu lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla og ann- arra viðbragðsaðila sem og verk- þætti og viðbrögð þeirra. Ymis- legt hefur komið i ljós og hafa verið gerðar úrbætur og áætlun um viðeigandi ráðstafannir. Öryggisráð Ljósanætur minnir á Öryggismiðstöð/Upplýsinga- þjónustu, þar sem fulltrúar frá í fyrirrúmi á Ljósanótt slökkviliði og sjúkrahúsi eru í beinum samskiptum við alla við- braðgsaðila og verður öryggis- miðstöðin beintengd lögreglu, slökkviliði og Neyðarlínu um TETRA ijarskiptakerfi. Slökkvilið Brunavarna Suður- nesja og lögreglan verða með aukinn útkallsstyrk á tímabilinu 12 á hádegi og fram eftir nóttu. Þegar mest verður þá verða 4 mannaðir lögrelgubílar til taks ásamt 4 lögregluþjónum sem verða á ferðinni. Með notkunn TETRA fjarskipta- kerfisins verður beint samband við Neyðarlínu og samræmt fjar- skiptasamaband við viðbragðs- aðila s.s. sökkvilið, lögreglu, Björgunarsveit Suðurnesja og sjúkrahús. Þvi verður hægt að virkja hópslysaáætlun með stutt- um fýrirvara. Hlutverk viðbraðs- aðila er víðtækt en skilgreint eins og kostur er. Þá er ákveðið að fulltrúar viðbragðsaðila mæti í Öryggsimiðstöð á hádegi til að fínstilla verkþætti og yfirfara stöðu mála, prófa fjarskipti og fl. Björgunarsveitin Suðumes verð- ur með björgunarbátinn Njörð allann daginn, en báturinn verður mannaður köfúrum í viðbragðs- stöðu og er fúlltrúi þeirra i beinu sambandi við Öryggismiðstöð- ina. Þá verður einnig gæsla á svæðinu og bílar á ferðinni. Simanúmer Öryggismiðstöðvar- innar/Upplýsingaþjónustunnar er: 891-9101. Frá fundi öryggisnefndar Ljósanætur. ■

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.