Víkurfréttir - 21.11.2002, Síða 18
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is
UMRÆÐAN_____________LÆKNADEILAN Á SUÐURNESJUM
Málefni heilsugæslunnar í okkar hendur!
að sem brennur á fólki
hér á Suðurnesjum er
málefni heilsugæslunnar.
Þcgar Róm
brann lék
Neró keisari á
fiðlu. 1 licil-
brigðisráðu-
neytinu er
kannski ekki
leikið á fiölu,
heldur fýkur í
kviðlingum.
Á meðan ríkir upplausn með
uppsögnum lækna og óánægju.
Grundvallaratriðin virka ekki.
Fólk er farið að fara framhjá
tryggingakerfinu og greiöa
sjálft fyrir þjónustuna, þeir
sem efni hafa á því. Það ó-
fermdarástand sem nú ríkir í
málefnum heilsugæslunnar á
Suðurnesjum er afleiðing
stefnuleysis í heilbrigðismálum.
Það þarf að stokka upp kerfið.
Til þess þarf þverfaglegar að-
gerðir og samhæfðar lausnir
undir stjórn heimamanna, þar
sem áhugasamtök og aðilar
vinnumarkaðarins koma
einnig að málinu.
Frumheilsugæslan verður að vera
virk. Sjúklingar verða að hafa að-
gang að lækni, heilsugæslulækni,
sem þeir þekkja og geta treyst.
Þeir læknar sem nú eru farnir,
eru farnir annað og það tekur
mörg ár að byggja upp nýtt traust
milli nýrra lækna og íbúanna.
Frumheilsugæslan er anddyrið að
skilvirku heilbrigðiskerfi. WHO,
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hef-
ur komist að þessari niðurstöðu.
Vinnulag heilsugæslulækna er
mun ódýrari fyrsti kostur en sér-
fræðilæknisþjónusta. Öflug
frumheilsugæsla er þess vegna
skynsamleg.
I Evrópu eru menn að glíma við
svipaðan vanda í heilbrigðiskerf-
inu. Ný kostnaðarsöm meðferð-
artækni, auknar kröfiir almenn-
ings og væntingar fólks eru til
þess fallnar að auka á þrýsting
um meiri þjónustu samtímis því
sem opinber útgjöld eru undir
aðhaldi. Þetta er spurning um
forgangsröðun. I Hollandi
komust menn að því að rétt væri
að efla frumheilsugæsluna. Þar
töldu menn ekki þörf fyrir fleiri
en einn húðsjúkdómalækni, svo
dæmi sé tekið, á hveija 100 þús.
íbúa. I Reykjavík eru þeir a.m.k.
10 með sjálftökurétt í trygginga-
kerfið, sogrör í ríkiskassann, ef
svo má segja. Auðvitað sjá allir
að íslenska kerfið hefur bitnað á
heilsugæslunni. Við erum að
súpa seiðið af því og nú situr Jón
Kristjánsson í súpunni og ræður
ekki við nokkum hlut.
Heilbrigðismál em hluti af okkar
samfélagsgerð, hluti af velferðar-
kerfinu í heild. Það þarf að ræða
og ígrunda þörfina á að endur-
skipuleggja þetta kerfi i heildar-
samhengi þess raunvemleika sem
við lifúm í en ekki sem þröngt
afmarkað sérsvið öðm óviðkom-
andi.
Margir sem leita til sérfræði-
lækna í dag, kannski þrír af
hveijum fjórum, þjást ekki af lík-
amlegum kvillum fyrst og
fremst. Faraldsfræðikannanir
benda á samhengi milli heilsu-
fars og efnahags. Fyrir maiga er
oft of erfitt að vera til og van-
heilsan stafar af geðrænum, til-
finningalegum eða félagslegum
ástæðum. Sumir kalla þetta
streitusjúkdóma sem gegnsýra
þjóðfélagið. Hugtök eins og sjúk-
dómsvæðing ryðja sér til rúms
eða „læknisfræðileg súrsun" þar
sem fólk er vanið undir heil-
brigðiskerfið og gert að leiksopp-
um gróðaafla og lyfjaiðnaðarins
sem er að kollkeyra kerfinu. Það
þarf að sigrast á þessari þróun og
tryggja raunverulega ávinninga
heilbrigðis og lífsgæða. Heilsu-
efling í víðasta skilningi þess
orðs er lykilatriði. Heilsueflingin
krefst þverfaglegra aðgerða og
samhæfðra lausna, þar sem á-
hugasamtök og aðilar vinnu-
markaðarins koma einnig að
málinu. Það er þverpólitískt og
þverþjóðfélagslegt og verður
ekki unnið nema í samráði við
heilbrigðisstéttirnar. Það þarf að
efla heilsugæsluna með pólitískri
ákvörðun um samvinnu ríkis og
sveitarfélaga þar sem sveitarfélög
yfirtaka rekstur heilsugæslu-
stöðvanna, í þágu þeirra sem
þurfa á þjónustunni að halda.
Það er nauðsynlegt fyrir heil-
brigðisþjónustuna að setja sér
markmið. Fyrst og fremst þarf
markmiðið að fela í sér raunhæfa
möguleika á að hægt sé að ná
því. Heilsuefiing er raunhæft
markmið þar sem íslenska
heilsugæslukerfið, hentar vel ef
það virkar og mun spara stórfé
þegar til lengdar lætur. Islenska
heilbrigðiskerfið kemst ekki af
án heimilislækna eða heilsu-
gæslustöðva. Það er raunhæft
markmið að sveitarfélögin á Suð-
umesjum taki að sér að reka þá
starfsemi án stjórnunarafskipta
ríkisins. Þá er málið i okkar
höndum og undir okkur komið
að gera það vel.
Skúli Thoroddsen
er lögfræðingur, með fram-
haldsnám í hcilbrigöisþjón-
ustufræðum og starfar sem
framkvæmdastjóri MSS.
Að loknum boígarajunái um heilsugæslumál
FUNDURINN VAKTI UPP UMRÆÐUR UM
SKIPULAG HEILSUGÆSLUNNAR.
Eins og oft áður urðu miklar umræður eftir
fúndinn á Ránni, sem væri efni í annan
borgarafúnd. Fólki var tíðrætt um skipulag
heilsugæslunnar og
reyndir sveitarstjórnar-
menn veltu því fyrir sér
hvort rétt hafi verið að
flytja heilsugæsluna á
sínum tíma til ríkis frá
sveitarfélögum og
hvernig og hvort hægt
væri að koma yfirstjóm
heilsugæslunnar aftur í
hendur heimamanna. Mér fannst tillaga
Skúla Thoroddsen (sem hann dró reyndar
til baka) og greinargerð með henni áhuga-
verð. Þar nefnir Skúli áhugasamtök og
varð mér hugsað til svokallaðs neytendafé-
lags um heilbrigðisþjónustuna sem starf-
aði hér á níunda áratugnum og hét „Á-
hugafélag um heilbrigðismál á Suðumesj-
um“ og Amdís Tómasdóttir var í forsvari
fyrir. Eg held að þetta félag hafi verið
einsdæmi á landsvísu.
AF HVERJU BÚA HEILSUGÆSLULÆKNAR
EKKI Á SVÆÐINU?
Nokkrar ræðumanna á fúndinum bentu á
hvað svæðið hér suður með sjó er sérstakt.
Séra Ólafúr Oddur sagði að svæðið væri
þekkt sem mjög viðkvæmt svæði. Árni
Sigfússon bæjarstjóri hafði sagt fra þvi í
sjónvarpsviðtali að engir heilsugæslulækn-
ar væru búandi hér á svæðinu sem er
mjög bagalegt og sérstakt. Á fundinum
lýsti Ámi þeirri skoðun sinni að heilsu-
gæslulæknar þyrftu „að anda með fólk-
inu“. Eftir fundinn veltu menn vöngum
yfir því af hveiju heilsugæslulæknar vilja
ekki búa á meðal okkar hér á svæðinu og
hvort nýráðinn framkvæmdastjóri Heilsu-
stofnunar Suðumesja ætli að setjast hér
að?
VID ERUM ÞEKKT FYRIR AÐ FARA ÓHEFÐ-
BUNDNAR LEIÐIR.
Það fyrsta sem sveitarfélögin á Suðumesj-
um sameinuðust um á sínum tíma var að
koma á heilbrigðisþjónustu sem þá var í
formi Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishérðs.
Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa líka
hafl fhimkvæði að ýmsu sem ekki þekkist
annars staðar í samstarfi sveitarfélaga og
þeir hafa verið frumkvöðlar á margan hátt.
Suðumesjamenn em þekktir fyrir að þora
að fara óhefðbundnar leiðir og sérstaða
okkar er ekki síst sú að hér búum við í ná-
býli við herstöð og alþjóðaflugvöll sem
eitt og sér skapar okkur sérstöðu á lands-
vísu.
Sú staðreynd hefúr m.a. áhrif á atvinnulíf-
ið og þar með inn á hvert heimili. Tengsl
okkar við þessa stóm vinnuveitendur s.s.
Vamarliðið, verktaka tengda því og Flug-
stöðina, hafa áhrif á okkar daglega líf og
heilsugæslu okkar t.d. er vaktavinna hér
algengari en annars staðar í byggðakjöm-
um úti á landi. Áhrif vaktavinnunnar gár-
ast út og hefúr víðtæk áhrif á líf fólks hér.
Kristján Gunnarsson segir að hér sé at-
vinnuleysi mikið núna en hér hefúr búið
tiltölulega tekjuhátt fólk og lífsgæðakapp-
hlaupið er frægt hér. Við eigum falleg hús
og góða bíla, sumarbústaði og íbúðir á er-
lendri gmndu. Við ferðumst mikið og höf-
um tileinkað okkur annan lífsstíl en þekk-
ist annars staðar á landinu. Þessir félags-
legu þættir berast oft inn á borð heilsu-
gæslulækna sem ef þeir hafa aldrei búið
hér em ekki líklegir til að geta áttað sig á
þeim eða eiga a.m.k. erfiðara með að setja
sig í spor fólksins sem þeir „ anda ekki
með“.
VIÐ ÞURFUM NÆRÞJÓNUSTU í HEILSU-
GÆSLUNNI
Eitt af því sem fólk ræðir um em ferða-
peningar eða 40 milljónir á ári sem greidd-
ar em til Heilbrigðisstofúunarinnar. Megn-
ið af því fer til þeirra lækna sem hér hafa
starfað. Getur verið að heilsugæslulæknar
fái þessa ferðapeninga greidda og séu auk
þess að keyra til og ffá vinnu í vinnutíma
sínum? Ljóst er að sveitarfélögin hér á
svæðinu em að tapa útsvarstekjum þessara
lækna sem eftir því sem heilbrigðisráð-
herra sagði á fúndinum hafa 6 - 700 þús-
und i mánaðarlaun (fyrir utan ferðapening-
ana?). Fyrir utan allt annað sem myndi
fylgja búsetu þeirra hér, fasteignagjöld
o.fl. Ef við skoðum þetta í víðara sam-
hengi þá er ekki spuming að það hlýtur að
vera skilyrði að fá lækna sem hafa búsetu
hér og em nær okkur en hingað til hefúr
verið og sem ekki em eins og farandverka-
menn sem maður þarf alltaf að vera að
þylja upp sjúkrasögu sína fyrir og byggja
upp nýtt traust.
I þessum geira þurfum við svokallaða
nærþjónustu þar sem þeir sem starfa í
heilsugæslunni em í tengslum við sveitar-
stjómir, löggæsluna, atvinnulífið, presta
og skólana á svæðinu. Á fúndinum var
mikið talað um grunnþjónustuna og hver
er hún? Þarf ekki heilsugæslan að koma
meira að forvömum?
Einn fúndarmanna spurði hvort við ættum
ekki rétt á sömu heilbrigðisþjónustu og
aðrir landsmenn? Séra Olafúr höfðaði til
siðareglna lækna því ljóst er að læknamir
sem fóm héðan og réðu sig annars staðar.
Hafa skjólstæðingar læknana hér liðið fyr-
ir kjarabaráttu þeirra? Eftir þennan fúnd
hef ég aldrei verið sannfærðari um að
sveitarfélögin eigi að taka málið í sínar
hendur og óska eftir þjónustusamningi við
ríkið um rekstur heilsugæslunnar og við
sjáum um þetta sjálf - og fömm að sjálf-
sögðu ekki hefðbundnar leiðir og göngum
til samninga við læknana til þess treysti ég
nýkjömum sveitarstjómum á Suðunesjum.
Helga Margrét Guðmundsdóttir
18