Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 21.11.2002, Side 25

Víkurfréttir - 21.11.2002, Side 25
47. tölublað • fimmtudagurinn 21. nóvember 2002 LESENDUR HAFA ORÐIÐ Anna Dóra Antonsdóttir: (Les)blindur er bóklaus maður - eða hvað? Þær eru ótaldar stundirn- ar sem foreldrar hafa set- ið yfir börnum sínum og látið þau lesa en árangur hefur cf til vill alls ekki verið í sam- ræmi við erfiði. Foreldrarnir verða miður sín og spyrja: Hvað er aö hjá henni Siggu litlu? Hún er látin lesa í skól- anum og við eyðum ómældum tima með henni í heimalestur en henni fer svo óskaplega lítið fram. Hvað er að? Og það er farið að leita skýringa, Sigga litla er send í lesgreiningu og niðurstaðan kemur: Hún er með mikla lestrarerfiðleika (dys- lexíu). Með öðrum orðum eins og oft er sagt í daglegu tali - hún er lesblind og þarf á sértækum úrræðum að halda til þess að fyl- gja eðlilegum námshraða. Gamla orðtakið „blindur er bók- laus maður“ merkir í flestra hug- um að sá sem ekki hefúr aðgang að bókum sé svo gott sem blind- ur. Sá sem er lesblindur hefur heldur ekki aðgang að bókum, ekki á sama hátt og læs maður. Það er því hlutverk okkar sem í kringum bamið erum að auð- velda þennan aðgang bamsins að bókum, hér er ég að tala um for- eldra, kennara, sérkennara og starfsfólk skólabókasafna og aðra sem tengjast lestrarþjálfún og lestri bama. Vönduð innlögn er mikilvæg Leggja þarf alúð við innlögn i lestri, þegar stafir og hljóó em lögð inn í 1. bekk grunnskóla, Það er nokkurs konar lykill að lestrartækni. Foreldrar þurfa að fylgjast vel með því sem bamið er að gera í skólanum og skerpa á línunum heima fyrir. Tökum sem dæmi stafinn R. I skólanum er hljóðið kynnt og stafúrinn spor- aður, skrifaður eða laður inn á einhvem þann hátt að hann fest- ist baminu í minni. Þá þarf að æfa heima. Margir foreldrar álita að þeir haft ekki vald á hljóða- innlögn vegna þess að þeir þekki ekki hljóðin. Það er bábilja. Ef við segjum örhægt orð með við- komandi hljóði þá er auðvelt að einangra það. Dæmi: Hvemig er hljóð bók- stafsinsT? Segjum hægt orðið t a 1 a. Hljóðið sem myndast áður en kemur að a-hljóðinu er einmitt hljóð bókstafsins T. Tungan er aftan við effi tanngóm og við blásum ffá okkur, enda heitir hljóðið ffáblásið tannbergshljóð. Síðan er farið að æfa tengingu: t>a = ta og l>a = la og ta>la = tala og foreldramir styðja við og æfa tenginguna heúna til að auka öryggi bamsins. A þennan hátt getum við fylgst með og stutt við innlögn hljóða og stafa við upphaf skólagöngu bamsins okkar. Og þegar um er að ræða nemanda með lesröskun af einhveiju tagi er vinnan meiri. Það er raunar mikil vinna bæði fyrir bam og foreldra. Dagleg lestrarstund er nauðsyn- leg, þarf ekki að taka svo langan tíma en styrkir þá ímynd sem bamið þaif að hafa - að æftngin skapar meistarann. Nokkur hollráð Gott er að foreldrar geft sér tima til að lesa á móti baminu, Sigga les bls. 1 og pabbi bls. 2, Sigga les bls 3, pabbi 4 og svo ffam- vegis. Það er líka alltaf vinsælt VÍKUR í’RÉTTIR Daglegur fréttaflutningur af málefnum Suðurnesja www.vf.is og gagnlegt að lesa upphátt fyrir bamið, við háttatíma eða þegar stundft gefast. Mjög mikilvægt er að lesefni sé við hæft, hvorki of þungt né of létt. Betra að það sé ffekar of létt en of þungt. Stuttar lestrarbækur em betri en þær löngu. Hver lesin bók er sig- ur fyrir bamið. Rétt er að byija snemma að venja bamið við notkun hljóðbóka, fyrst að hlusta síðan að hlusta og lesa með. Samskiptabók milli skóla og heimilis hefúr margoft sannað gildi sitt. Ekki er nauðsynlegt að skrifast á daglega en samskipta- leiðin er með þessu fyrir hendi, ömgg og einföld. Athugið vel kosti heimilistölv- unnar. Til em ágæt tölvuforrit til stuðnings við lestramám. Náms- efhi grunnskóla er til að ein- hvetju marki í tölvutæku formi og síðast en ekki síst er ritvinnsla í tölvu ágæt leið fyrir bam sem gengur illa að skrifa. Sjálfsmyndin skiptir meginmáli Við verðum alltaf að muna að vinna gegn skertri sjálfsmynd - án þess þó að fara alveg yfir á hina hliðina, ekki hugsa sem svo: „ég er lesblind(ur)“ þess vegna get ég ekki... Hrósum og hvetjum það er besta ráðið því að með óbrotna sjálfs- mynd er baminu allir vegir færir, það verður aldrei of oft sagt. Anna Dóra Antonsdóttir er sérkennslufulltrúi á Skólaskrif- stofu Reykjanesbæjar Við óskum eftir að ráða starfsmann til alMiða hreinsunarstarfa. Þarf að geta starfað sjálfstætt. Upplýsingar í síma 421 4143 milli kl. 8-16. f eppahreinsun Suðurnesja, Iðavöllum 3, sími 421 4143. AMERISKIR HVÍLDARSTÓLAR STOLLAMYND R. 44.900,- MARGAR GERÐIR, MARGIR LITIR. INNBÚ ehff Smiðjuvöllum 6 • Keflavík • Sími 421 4490 Verslun og verkstæði Sauma í: • sængurver • húfur • flíspeysur • vinnufatnað • boli og fleira J JÓLATILBO ÍSAUMUÐ HANDKLÆÐI kr. 1.790,- as c Yv** \ MERKJASAUMUR Kópubraut 6, Njarðvík 6160 • 897 9590 25

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.