Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 19.12.2002, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 19.12.2002, Qupperneq 8
Lestu Víkurfréttir á Netinu daglega á slóðinni www.vf.is FRÉTTIR 1 _______________GLEÐILEGA HÁTÍÐ Reisir Hitaveitan stóra virkjun á Reykjanesi? Hitavcita Suðurnesja hf. hcfur á síðustu misser- um átt í viðræðum við Landsvirkjun um flutning raf- orku af Reykjanesi í tengslum við fyrirhugaða stækkun Norð- uráls. í frcttakorni sem Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurncsja skrifar á vefsíðu fyrirtækisins segir hann: „Haldiö hefur verið áfram undirbúningi væntanlcgrar virkjunar þó að sjálfsögðu sé cnn sama óvissan varðandi t.d. Norðlingaöldu, sem er for- senda þess að Landsvirkjun hafi raforku fyrir Norðurál á tilscttum tíma og þá um ieið, að af stækkun geti orðið. Af öðrum atriðum er ekki annað að frétta en að síðustu viðræður við Landsvirkjun varðandi flutn- ing raforkunnar frá Reykjanesi til Norðuráls hafa mjög minnkað tiltrú okkar á, að unnt verði að semja um flutninginn á vitrænum forsendum, en án þess verður að sjálfsögðu ekki af virkjun að svo komnu máli. Ekki er tímabært að gera grein fyrir þeim ágreiningi sem uppi er, en þau mál verða nánar skýrð síðar, reynist ekki grundvöllur til samkomulags," segir Júlíus á vefsíðu hitaveimnn- ar. I samtali við Víkurfréttir sagði Júlíus að hann vildi ekki mikið tjá sig um málið en segir að það snúist um verð á flutningi raf- magns um flutningskerfi Lands- virkjunar. Júlíus segir að sumir telji að sama eigi að gilda um flutning á rafmagni og pósti: „Við teljum hinsvegar að verðið fyrir flutning á rafmagni eigi að endurspeglast af því hvað sé ver- ið að flytja og hvert sé verið að flytja það, þ.e. reyna að nálgast sem mest raunkosmað við flutn- inginn. Þannig verði hagstæðustu virkjanakostir valdir með hlið- sjón af því hvar orkan verður nýtt og minnkar þannig heildarkostn- að við flutning raforku í landinu. Eins og þetta er í meginatriðum í dag, þá kostar það jafnmikið að flytja rafmagn í Straumsvík og á hinn endan á landinu. Það er bara fast verð fyrir flutninginn og eins og menn hafa líkt þessu við póst- burðargjöldin, en það kostar það sama að senda bréf innanbæjar eða út á land. Þeir vilja að það sama gildi um flutning á raf- magni. Um það stendur þessi deila," segir Júlíus. í ffétt sinni á vefsíðu Hitaveitu Suðumesja segir Júlíus að hita- veitan sé að skoða virkjunar- möguleika á Reykjanesi i tengsl- um við orkusölu til Norðuráls, en jafhffamt segir hann að málið sé í óvissu vegna málefha Norðlinga- ölduveitu. Júlíus segir að áffam verði unnið að undirbúningi að jarðhitavirkjun á Reykjanesi: „Við getum klárlega reist jarð- hitavirkjun sem myndi ffamleiða um 100 megavött og teljum að ekki sé loku fyrir það skotið að reisa enn stærri virkjun. Reykja- nesið er eitt virkasta jarðhita- svæði á íslandi og möguleikamir eru miklir varðandi virkjanir á því svæði.“ Til samanburðar við hugsanlega 100 megavatta virkjun á Reykja- nesi er Blönduvirkjun 150 mega- vött, Sultartangavirkjun 120 megavött og Vatnsfellsvirkjun 90 megavött. Ef jarðhitavirkjun á Reykjanesi yrði reist er ljóst að um eina af stærstu virkjunum landsins yrði að ræða. Netsíða VF 5 stærsta! Já, við erum með fimmtu stærstu fréttavefsíðu landsins og í 19. sæti yfir flettingar allra vefja í samræmdri vefmælingu Modernus. Sjá augl. í Morgunblaðinu 17. des. HEKLA -iJ'orustu ú nýrrí iild! 0 HEKLA -í /ori/vln (i nýrri ölil I www.hekla.is Kosið í nýjar nefnd- ir hjá Reykjanesbæ Bæjarstjórn Reykjanes- bæjar kaus á fundi sín- um þann 3. desember í þrjár nýjar nefndir sem orðið hafa til vegna skipulagsbreyt- inga. Breytingarnar fela m.a. í sér að menningar- og safnaráð, markaðs- og atvinnuráð og framkvæmda- og tækniráð eru lagöar niöur en í stað þeirra verða til menningar-, íþrótta og tómstundaráð og atvinnu- og hafnaráð. Skipulags- og bygg- ingarnefnd hefur fengið heitið umhverfis- og skipulagsráð og kosið var aftur í bamaverndar- nefnd þar sem hún þjónar nú auk Reykjanesbæjar, sveitarfé- lögunum Gerðahreppi, Sand- gerði og Vatnsleysustranda- hreppi. Tilgangur þessara breytinga er að stuðla að samræmingu skyldra málaflokka og lækka nefndar- kostnað. í Menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráð voru kosin: Aðalmenn Gunnar Oddsson for- maður, íris Jónsdóttir, Anna Steinunn Jónasdóttir, Eysteinn Eyjólfsson og Jón Örvar Arason. Varamenn Arnar Ingólfsson, Kristján Kristjánsson, Atli Már Gylfason, Davíð Bragi Konráðs- son og Ama Atladóttir. í Atvinnu- og hafharáð voru kos- in: Þorsteinn Erlingsson formaður, Garðar K. Vilhjálmsson, Sæ- mundur Hinriksson, Brynjar Harðarson og Agnar B. Þorkels- son. Varamenn Magnea Guðmunds- dóttir, Guðmundur Árnason, Helga Ingimundardóttir, Steinþór Jóhannsson og Logi Þormóðsson í Bamavemdameíhd Reykjanes- bæjar, Gerðahrepps, Sandgerðis og Vatnsleysustrandarhrepps vom kosin: Ámína Steinunn Kristjánsdóttir formaður, Ingibjörg Hilmarsdótt- ir, Ólafur Gunnarsson, Alma Vestmann og Ketill Jósefsson. Varafulltrúar: Guðný Aðalsteins- dóttir, Hjálmey Einarsdóttir, Jón- ína Hermannsdóttir, Guðbjörg Jónatansdóttir og Margrét Hregg- viðsdóttir. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.