Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 19.12.2002, Síða 57

Víkurfréttir - 19.12.2002, Síða 57
51. tölublað • fimmtudagurinn 19. desember 2002 ÖRN ARNARSON EVRÓPUMEISTARI í SUNDI ..Ég held að ég hafi stungið upp í ansi marga, sérstaklega erlendis, með því að vinna 200 m baksundið... hjá honum. Ég held að þær æf- ingar sem ég er í núna skili sér fyrst og fremst í meiri likam- legum styrk en ég er búinn að bæta á mig 7-8 kílóum af vöð- vamassa síðan ég byrjaði hjá Steindóri. Þessi styrktarþjálfim hefúr m.a. gert það að verkum að verkimir í öxlinni, sem ég hef verið með nánast stanslaust í fimm ár, hafa horfíð.“ í betra formi en menn bjuggust við En aftur að mótinu í Þýska- landi, sem gekk mjög vel eins og fram kemur í upptalning- unni hér að framan. Öm segist mjög ánægður með mótið. „Ég held að ég hafi stungið upp í ansi marga, sérstaklega erlend- is, með því að vinna 200 m baksundið. Þar vissi fólk að ég hafði tekið mér tveggja mánaða ffí í sumar og haföi ekki tekið þátt í Evrópumeistaramótinu. Menn bjuggust hreinlega ekki við því að ég væri kominn í jafn gott form og raun bar vitni. Svo má segja að ég hafi síðan stungið upp í efasemdarmenn heima með því að bæta mig í 100 m baksundinu en þar höíðu menn enn efasemdir um ákvörðun mína að skipta um félag og þjálfara." Öm segist reyndar hafa einbeitt sér fyrst og frernst að 200 m baksund- inu, en minna að 100 m og 50 m. Það em mörg mót ffamundan hjá Emi á nýju ári. Hann byijar reyndar á að keppa fyrir félag sitt á móti í Lúxembourg í jan- úar, síðan em Smáþjóðaleikar í júní og að lokum heimsmeist- aramót í 50 metra laug. En stóra mótið hjá Emi em Ólympíuleikamir í Aþenu sum- arið 2004. „Ég hef sett markið á þessa Ólympíuleika síðan árið 1995 og hef sagt það í nokkur ár að ég ætla mér að vera á verðlaunapalli á þessum leikum. Ég hef ekkert kvikað ffá því markmiði.“ Systkinin saman á ÓL 2008? Þess má til gamans geta að lok- um að systir Amar, Erla, er líka farin að láta að sér kveða í sundinu. Hún er aðeins 12 ára en þykir líklega til að feta í fót- spor bróður síns. „Hún er betri en ég var á hennar aldri þannig að hún á ömgglega eftir að verða góð. Hún lét hafa eftir sér í útvarpsviðtali fyrir nokkrum árum að hún ætlaði með mér á Ólympíuleikana árið 2008. Það væri mjög gam- an ef það gæti gerst,“ sagði Öm að lokum. Verslunarmannafélag Suðurnesja Frídagar vegna vinnu í desember Fastráðið afgreiðslufólk og lagermenn þeirra verslana sem hafa langan afgreiðslutíma í desember, svo sem á laugardögum eftir kl. 16. á sunnudögum og Þorláksmessukvöldi, og vinnur a.m.k. 50% starf, á rétt á tveimur launuðum frídögum í janúar. Óski launþegi þess á hann rétt á 10% launauppbót miðað við eigin dagvinnulaun í desember í stað tveggja frídaga. Verslunarmannafélag Suðurnesja. ATVINNA LEIKSKÓLAKENNARI ÓSKAST Leíkskólinn Gefnarborg í Garði óskar eftir leikskólakennara eða öðrum starfskrafti í hálfsdagsstöðu eftir hádegið. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita leikskólastjóri og rekstraraðili í síma 422 7166.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.