Orð og tunga - 01.06.2007, Blaðsíða 18
8
Orð og tunga
(5) íslensk burknategund l_nn5
af þrílaufungsætt, með fjaðurskiptum blöðum, vex í
gjám og kjarri6
a_nþ_,_a_nþ_nþ_,_s_a_nþ_c_nþ
Markarinn skilar mun nákvæmari upplýsingum en hér sjást en ein-
ungis er notast við orðflokkamerkinguna, auk fallupplýsinga ef um
nafnorð er að ræða. Upphafsorðflokkur hvers mynsturs segir mikið til
um það hvaða merkingarvensl er von til þess að greina í viðkomandi
skýringu. Mynstrunum er því skipt upp í flokka eftir því. MerkOr er
skrifað á hlutbundna forritunarmálinu Smalltalk og greiningarklasinn
hefur undirklasa fyrir hverja tegund af mynstrum. Greiningin byggist
á reglustigveldum, einu fyrir hvern flokk af mynstrum. í flestum til-
vikum nægir að greina orðflokkamynstrið til þess að fá niðurstöðu, sú
er raunin í fyrri hluta (5) með mynstrið l_nn. Stundum er þó nauðsyn-
legt að kanna skýringarstrenginn sjálfan og er seinni hluti (5) dæmi
um það. Hér gefur orðið af sem upphaf texta með orðflokkamynstrið
a_nþ_j* vísbendingu um að merkingarvenslin ÆTT sé að finna í skýr-
ingunni. Flettan dílaburkni hlýtur eftirfarandi greiningu í MerkOr:
(6) YFIRHEITI (dílaburkni, burknategund)7
EIGINLEIKI (dílaburkni, íslensk)
ÆTT (dílaburkni, þrílaufungsætt)
í næsta kafla verður fjallað nánar um merkingarvenslin og greiningu
þeirra.
3 Merkingarvensl
Alls innihalda niðurstöðurnar 10 mismunandi merkingarvensl: yfir-
heiti, undirheiti, samheiti, eiginleiki, ætt, heildheiti, hlutheiti, hluti
hóps, tengt lýsingarorð og tengt sagnorð. Auk þess voru jafnheiti og
vísanir tekin með en þessi sambönd eru merkt sérstaklega innan orða-
bókargagnagrunnsins. Akveðið var að einskorða rannsóknina ekki
6Markarinn skilar niðurstöðum í samræmi við greiningarstrengi íslenskrar orðtíðni-
bókar: a = atviksorð, 1 = lýsingarorð, nn = nafnorð í nefnifalli, nþ = nafnorð í þágufalli,
s = sögn, c = samtenging.
6Dryopteris assimilis er sleppt. Skýringarhluta á erlendu tungumáli er hægt að
tengja við flettuna eftir á án þess að til komi sérstök greining.
7Lesist: burknategund er yfirheiti dílaburkna.