Orð og tunga - 01.06.2007, Blaðsíða 43

Orð og tunga - 01.06.2007, Blaðsíða 43
Ásta Svavarsdóttir: Talmál og málheildir — talmál og orðabækur 33 hér á eftir) og samtali í skáldsögu. Hins vegar er lítið vitað um umfang og eðli þessa munar því samanburðarrannsóknir á talmáli og ritmáli eru fáskrúðugar. Það sama má segja um sambandið á milli talmáls og ritmáls ef frá eru talin tengsl framburðar og stafsetningar. Ein þeirra spurninga sem vakna um mun talmáls og ritmáls og sambandið þar á milli er hvers eðlis munurinn sé. Er fyrst og fremst um stílmun að ræða sem birtist þá í ólíku vali á orðum og orðalagi eða er einhver formgerðarmunur á talmáli og ritmáli? Og ef svo er, í hverju felst þá þessi munur? Þetta er að verulegu leyti ókannað svið, ekki bara í íslensku heldur almennt í tungumálum, og ástæðan er ekki síst sú að heimildir um talmál hafa lengstum verið af skornum skammti. Þetta kann að þykja undarleg staðhæfing þegar haft er í huga að tal- málið er sínálægt í daglegu lífi. Tal er hins vegar hverfult fyrirbrigði. Að vísu er hægt að leggja einstakar framburðarmyndir og einstök orð á minnið eða skrá þau hjá sér en til þess að hægt sé að rannsaka stærri einingar eða fá yfirlit um útbreiðslu og tíðni tiltekinna einkenna þarf að koma talinu í það form að vinna megi með það. Með vaxandi áhuga á sérkennum talmálsins hefur þetta verið gert í auknum mæli eins og talmálshlutinn af BNC ber m.a. vitni um og gagnamálfræðingar hafa staðið fyrir samanburðarrannsóknum á tal- og ritmáli á grundvelli málheilda, einkanlega í ensku. Niðurstöður sýna greinilegan stílmun milli talmáls og ritmáls. Hann birtist t.d. í mismunandi tíðni tiltek- inna einkenna en rannsóknir benda jafnframt til þess að fleira spili þarna inn í, ekki síst mismunandi aðstæður og þar með málsnið, og myndin sé margbreytilegri en gefið er í skyn með einfaldri tvískipt- ingu milli talmáls og ritmáls (sjá t.d. Biber 1988, Finegan & Biber 2001). Á grundvelli málheilda og rannsókna á þeim hafa einnig verið gerðar mállýsingar og samdar málfræðihandbækur þar sem tekið er tillit til sérkenna talmáls ekki síður en ritmáls, a.m.k. hvað varðar ensku, og má nefna sem dæmi málfræðibækur sem gefnar hafa verið út á veg- um Longman (sjá einkum Biber, Johansson, Leech, Conrad & Finegan 1999). íslenskt talmál hefur sáralítið verið rannsakað og þar bíða því mörg forvitnileg athugunarefni. Talað mál hefur alla tíð verið fyrir- ferðarmikið í einkalífi og persónulegum samskiptum fólks en vægi talmáls í opinberu lífi hefur verið vaxandi á undanförnum áratugum, m.a. vegna breytinga í fjölmiðlun þar sem mikilvægi talmiðla hefur smám saman aukist á kostnað dagblaða. Þetta kallar á það að talmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.