Orð og tunga - 01.06.2007, Blaðsíða 100
90 Orð og tunga
nafnhátt og þriðju persónu fleirtölu í nútíð en þessar beygingarmynd-
ir líta eins út (aðfara; þeirfara).
Eins og sést af töflu 5 gera markararnir misjafnlega margar vill-
ur. Þeir gera einnig misjafnlega fjölbreytilegar villur. TnT gerir 5.373
mismunandi villur, fnTBL gerir 5.897 mismunandi villur og MXPOST
gerir 7.115 mismunandi villur. Þar sem markaskrá Orðtíðnibókarinn-
ar er mjög stór er unnt að gera mjög margvíslegar villur. Fræðilega
má gera 552*552 = 304.704 mismunandi villur ef tiltekið safn sem á að
marka hefur 552 ólík mörk.
Af töflu 5 sést að fyrstu 20 villur sem TnT gerir skýra um 25% af
villum sem markarinn gerir, fyrir fnTBL er þessi tala rúmlega 18% og
rúmlega 17% fyrir MXPOST.
Tíðni % Safntíðni %
markari>rétt
aþ>ao 499 3,82 3,82
sfg3eþ>sfgleþ 457 3,50 7,32
ao>aj3 361 2,77 10,09
sng>sfg3fn 235 1,80 11,89
nveþ>nveo 214 1,64 13,53
nveo>nveþ 212 1,62 15,15
sfg3eþ>svg3eþ 203 1,55 16,71
ao>aa 190 1,46 18,16
lhensf>lheosf 170 1,30 19,46
fpkeþ>fpveþ 167 1,28 20,74
nhen>nheo 163 1,25 21,99
aa>ao 148 1,13 23,13
fohen>foheo 144 1,10 24,23
ct>c 141 1,08 25,31
c>aa 128 0,98 26,29
nheo>nhen 126 0,97 27,25
nkeo>nkeþ 118 0,90 28,16
nken-m>nkeo-m 112 0,86 29,02
lvensf>lhfnsf 111 0,85 29,87
nkeþ>nkeo 110 0,84 30,71
Tafla 6. Tuttugu algengustu villur sem allir markarar gera
Af töflu 6 sést að næstalgengasta villa sem allir markarar gera samein-
ginlega er ruglingur á milli fyrstu persónu og þriðju persónu eintölu
af sögnum. Þegar litið er á sameiginlegar villur er þessi villa algengari
en ruglingur á milli þolfalls og þágufalls eintölu af kvenkynsnafnorð-