Orð og tunga - 01.06.2007, Blaðsíða 40

Orð og tunga - 01.06.2007, Blaðsíða 40
30 Orð og tunga koma ýmis sjónarmið til álita: Á textavalið fyrst og fremst að beinast að því sem er gefið út, birt eða flutt opinberlega, t.d. í bókum, blöð- um og öðrum fjölmiðlum? Eða á jafnframt að taka með ýmiss konar óútgefin skrif, s.s. sendibréf og tölvuskeyti, og óopinbert eða hálfop- inbert talmál, t.d. samtöl og viðræður á lokuðum fundum? Hvern- ig á að ákvarða hlutfall mismunandi texta? Á hlutfall mismunandi texta að miðast við hlutfallslega skiptingu þess sem er gefið út eða birt opinberlega á tilteknu tímabili eða á líka að taka tillit til þess að útbreiðsla texta og textategunda er mismikil? Dagblöðum er t.d. dreift til þúsimda áskrifenda dag hvern en margar bækur og tíma- rit höfða til þröngs hóps og slíkir textar eru bara lesnir af fáeinum tugum eða hundruðum málnotenda. Og hvaða mælistiku er hægt að leggja á eðlilegt hlutfall milli opinberlega útgefins efnis og efnis sem tilheyrir einkalífi fólks og daglegum samskiptum? Slíkar vangaveltur eru gagnlegar og þeir sem setja saman málheildir verða að velta slík- um spurningum fyrir sér en þegar kemur að því að safna textum vega ýmis hagnýt atriði ekki síður þungt. Þar má einkum nefna það hversu auðvelt er að nálgast texta af ákveðnu tagi, hvort leyfi fæst til að nota þá og hversu mikil vinna felst í öflun textanna og úrvinnslu þeirra. Almennt séð munu þó flestir sammála um mikilvægi eftirfarandi at- riða þegar í hlut eiga málheildir til almennra nota (stundum nefndar reference corpus á ensku): (1) að það tímabil og þau svið málsins sem málheildinni er ætlað að spanna (m.t.t. textategunda, efnis, uppruna o.þ.h.) séu skýrt afmörkuð; (2) að samsetning safnsins sé skipulögð fyrirfram, þ.m.t. hlutfall texta af hverri gerð, og að fjölbreytni safnsins sé sem best tryggð; og (3) að það sé gerð nákvæm grein fyrir afmörk- un og innihaldi málheildarinnar þannig að notendur geti sjálfir metið hvort og hvernig hún nýtist þeim og hvaða ályktanir þeir geti leyft sér að draga af niðurstöðum sínum. Eins og fram hefur komið er tekið tillit til ýmissa þátta við val á textum og flokkun þeirra. Einn þeirra er uppruni textanna og Tafla 1 sýnir samsetningu bresku málheildarinnar BNC (British National Corpus) eftir uppruna. Hún sýnir m.a. að talmálstextar eru minna en fimmtungur af BNC. Hlutur talmálsins er því áberandi lítill miðað við ritmál og að því leyti endurspeglar málheildin tæplega almenna mál- notkun. Þetta er þó einkenni á velflestum almennum málheildum og ástæður þessa ójafnvægis verða ræddar í þriðja kafla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.