Orð og tunga - 01.06.2007, Blaðsíða 127
Erla Hallsteinsdóttir: íslenskur orðasjóður
117
bursta tennurnar í íslensku og „hreinsa tennurnar" (die Zdhne putzen) í
þýsku). Þessar upplýsingar mynda grunn fyrir tungumálarannsóknir,
t.d. merkingarfræði og setningafræði og einnig við orðabókagerð.
3.3 Notkunardæmi
Við hvert orð eru sýndar tvær setningar úr gagnagrunninum sem sýna
notkun orðsins. Að auki er tengill við síðu með fleiri notkunardæm-
um, sbr. eftirfarandi notkunardæmi fyrir leitarorðið orðabók (öll dæmi
úr Morgunblaðinu):
Dæmi:
• í samantekt Minjasafnsins á Akureyri sem byggir m.a. á bók
Hallgerðar Gísladóttur, íslensk matarhefð, kemur fram að elstu
rituðu heimildir um hátíðarbrauð íslendinga, laufabrauðið, séu
í orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík frá árinu 1736.
• Það er greinilegt að blaðamaður hefur ekki ómakað sig við að
fletta upp í nýútkominni orðabók til að glöggva sig á málinu,
því það er ljóst að hefði hann gert það, hefðu hinar gnarrísku
fullyrðingar aldrei komist á prent.
• í nýrri og prýðilegri orðabók Eddu - miðlunar er merking orðs-
ins „skipuleg samtök til að berjast fyrir ákveðinni stefnu og
markmiðum í stjórnmálum".
• Vol og væl var ekki til í hennar orðabók og ekki minnist ég þess
að hafa nokkurn tíma hitt hana í slæmu skapi.
• Sjálfsvorkunn var hreinlega ekki til í hans orðabók.
• í íslenskri orðabók stendur um lýsingarorðið heiðinn: 1) sem
er heiðingi, ókristinn; guðlaus; heiðinn siður Asatrú; heiðinna
manna heilsa fornmannaheilsa, góð heilsa. 2) ófermdur, illa upp-
lýstur um trúmál. 3) sem vantar á: heiðinn klyfberi gjarðalaus
klyfberi; verlaus (um sæng): sofa í heiðnu rúmi; bryddingalaus;
auður, óskrifaður: heiðin blaðsíða; sviplaus, eyðilegur: þetta er
svo heiðið.
• Ný íslensk orðabók var kærkomin sending inn í það ógnargím-
ald, en betur má ef duga skal.
• Því er vitnað í þessa bók nú, að íslensk orðabók hefur nú verið
gefin út, mikið aukin og endurbætt.