Jólakvöld - 01.12.1928, Page 19

Jólakvöld - 01.12.1928, Page 19
urkenna að gömlu meistararnir höfðu líka sitthvað til síns ágætis. En það sem fær mér innilegastrar gleði er þó hugsunin um það, að þegar Kristur kemur svona opnum örmum til Saint-Valéry, þá gerir hann það til þess að blessa söfnuðinn, sem orðið hefir fyrir svo miklum hörmungum og minna á, að hann hefir með- aumkun með vesalings mönnunum, sem hætta lífi sínu á sjón- um. Hann er sá Guð, sem gekk á vatninu, og blessaði net Kefasar!« Og þegar nú síra Truphéme hafði lagt líkneskið fyrir á klæð' ið á háaltari kirkjunnar, þá fór hann strax að hitta Lemerre smið og bað hann um að smíða fagran eikarkross. t>egar því var lokið var Frelsarinn lagður á krossinn og negld' ur á liann með nýjum nöglurn og síðan settur upp í miðskip kirkjunnar beint yfir stóli kirkjuvarðarins Þá veittu menn því eftirtekt, að það var því likt sem augu Frelsarans fyltust óviðjafnanlegri angurblíðu og það var eins og þau tíndruðu í tárum himneskrar meðaumkunar. Einn af kirkjuvö) ðunum, sem viðstaddur var uppsetninguna, þóttist meira að segja sjá tár streyma niður hið guðlega andlit. En næsta morguu, þegar presturinn fór með kórdrengnum í kirkj- una til morgunbæna, þá varð hann eigi lítið undrandi við að sjá krossinn allslausan, og Krist liggjandi á altarinu. Strax er presturinn hafði lokið morgunsöngnum, fór hann til smiðsins og spurði hann hversvegna hann hafði tekið Krist niður af krossinum. En smiðurinn neitaði að hafa snert við slíku. Síðan spurði presturinn kirkjuþjónana um það sama og sannfærði sig um að enginn hafði gengið um kirkjuna síðan krossinn var hengd- ur upp yfir stóli kirkjuvarðarins. Og presturinn var sér meðvitandi um það, að hér hafði krafta- verk átt sér stað og margt hugsaði hann um þetta með sjálfum sér. Og næsta sunnudag talaði hann í ræðu sinni um það, sem fyrir hafði borið og hvatti sóknarbörn sín til að gefa fyrir nýjum krossi, ennþá fegurri en hinum fyrri og samboðnari endurlausn- ara heimsins. Vesalings sjómennirnir í Saint-Valéry gáfu alt sem þeir gátu við sig losað, jafnvel ekkjurnar komu með giftingarhringa sína. 17

x

Jólakvöld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.