Jólakvöld - 01.12.1928, Side 21

Jólakvöld - 01.12.1928, Side 21
Þeir stöfuðu frá einhverju gömlu skipsflaki. Á öðrum staurn- um mátti ennþá greina tvo svartmálaða stafi, j og L; og það leyndi sér ekki, að þetta var rekald úr bátnum hans Jeans Leonéls, sem farist hatði í sjóinn með Desiré syni sínum fyrir 5 árum. Og kirkjuþjónarnir tóku að skopast að einfeldningnum, sem hafði haldið að þessir plankar gætu verið kross Krists. En síra Truphéme hastaði á þá. Svo margt hafði hann hugsað og svo lengi biðist fyrir siðan Kristur liafði birtst meðal sjómannanna í Saint-Valéry; og skilingurinn á leyndardómi hins óendanlega kær- leika byrjaði að ljóma í sál hans. Hann kraup á kné r sandinn, hafði yfir bænina fyrir hinum látnu, guðhræddu mönnum og skip- aði kirkjuþjónunum að bera rekið á herðum sjer og leggja það i kirkjuna. Og að því loknu tók hann Krist af altarinu, lagði hann á plankana og negldi hann með brimsorfnu nöglunum úr bátnum. Og næsta dag var þessi kross, eftír boði prestsins látinn í stað hins krossins, sem gjörður var úr gulli og dýrum steinum, og hengdur upp yfir stól kirkjuvarðarins. Kristur frá hafinu hvarf aldrei af bonum. Hann hafði kosið sér að vera negldur á trén, sem menn höfðu látið líf sitt á, ákallandi hans nafn og hans heilögu móður. Og þar hangir hann enn í dag, alvarlegur og sorgbitinn, með opnum vörum, eins og hann vilji segja: '>Kross minn er búinn til úr þjáningum allra manna, þvi jeg er í sannleika Guð hinna bágstöddu og þeirra, sem sorgum eru hlaðnir«. T. G.

x

Jólakvöld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólakvöld
https://timarit.is/publication/1214

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.