Morgunblaðið - 11.06.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016
Oft er handagangur í öskjunni þegar trillurnar
sem stunda strandveiðar frá Norðfirði koma inn.
Flestar koma trillurnar inn til löndunar milli
klukkan 15 og 16. Oft bíða 5-6 trillur eftir lönd-
un, en landa þarf fyrir klukkan 16 á daginn.
Ástæðan er sú að aflinn sem Fiskmarkaður
Austurlands selur fer á flutningabíl og er til-
búinn til vinnslu, jafnvel á suðvesturhorninu
morguninn eftir.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Handagangur í öskjunni þegar strandveiðibátarnir koma inn
Löndunarbið á Norðfirði
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við munum í sumar byrja að þjálfa
nýja flugmenn og er það mun fyrr
en áður hefur verið,“ segir Hilmar
Baldursson, flugrekstrarstjóri Ice-
landair, við Morgunblaðið og vísar
til þess að Icelandair óskar nú eftir
flugmönnum til starfa, en ástæðan
er aukin umsvif félagsins.
Umsóknarfrestur vegna ráðning-
ar fyrir fyrstu námskeið sem haldin
verða í sumar var til og með 1. júní
síðastliðinn. Aðspurður segir Hilm-
ar á annað hundrað einstaklinga
hafa sótt um hjá félaginu.
Tími og búnaður nýtist betur
„Fyrsta námskeiðið hefst nú í
sumar en svo verða fleiri námskeið
haldin í haust og
heldur þjálfun
flugmanna einnig
áfram næsta vet-
ur,“ segir Hilmar
og bendir á að
flugfélagið hafi
ákveðið að hefja
þjálfun flug-
manna, sem hefja
eiga störf vorið
2017, í sumar til
að dreifa álagi tengdu þjálfun.
„Fyrirtækið er ört stækkandi og
við viljum dreifa álagi vegna þjálf-
unar nýrra flugmanna svo hún sé
ekki öll á veturna, en þá á sér einnig
stað síþjálfun flugmanna. Með þessu
móti getum við nýtt tímann betur og
um leið flughermi okkar í Hafnar-
firði,“ segir hann.
Icelandair gerir þá kröfu að um-
sækjendur séu með um 300 flugtíma
að lágmarki, þar af 100 flugtíma
reynslu sem flugstjóri.
„Við vorum áður með 500 flug-
tíma sem lágmark. Nú er gerð sú
krafa að menn séu annaðhvort með
að lágmarki 500 flugtíma eða 300, en
þeir sem eru með færri en 500 tíma
þurfa að hafa lokið svokölluðu Jet
Orientation Course (JOC) áður en
þjálfun hefst,“ segir Hilmar, en það
er námskeið sem veitir nauðsynleg-
an undirbúning fyrir þjálfun á þotu.
Erlendir flugmenn í myndinni
Þó að ekki sé skortur á flugmönn-
um hér á landi segir Hilmar það
geta breyst samhliða áframhaldandi
vexti íslensku flugfélaganna. „Það
eru ýmsar leiðir opnar til að bregð-
ast við því. Ein leið væri sú að
hvetja ungt fólk til að hefja flugnám
og jafnframt skoða þann möguleika
að ráða fleiri útlendinga til starfa.
Við höfum þó ekki áhyggjur af
þessu enn sem komið er,“ segir
hann.
Á annað hundrað umsóknir
Icelandair óskar eftir flugmönnum til starfa Margir sýna starfinu áhuga
Áframhaldandi vöxtur íslensku flugfélaganna gæti leitt til skorts á flugmönnum
Hilmar
Baldursson
Morgunblaðið/Júlíus
Þotur Fjölmargir flugmenn hafa
sótt um stöður hjá Icelandair.
Höskuldur Þór-
hallsson, þing-
maður Fram-
sóknarflokksins
og formaður um-
hverfis- og sam-
göngunefndar,
hyggst leggja
fram frumvarp
um leið og þing
kemur saman að
nýju, sem myndi
koma í veg fyrir lokun norðaustur-/
suðvesturflugbraut Reykjavíkur-
flugvallar. Hæstiréttur staðfesti á
fimmtudag dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur um að ríkinu væri
skylt að loka flugbrautinni innan 16
vikna. „Frumvarpið myndi festa í
lög að flugvöllurinn yrði í óbreyttri
mynd, á þeim stað sem hann er, þar
til Alþingi hefur tekið ákvörðun um
annan valkost, og enn fremur að sá
valkostur sé tilbúinn,“ segir Hösk-
uldur. »22
Hyggst leggja fram
frumvarp um að
flugbrautin haldist
Höskuldur
Þórhallsson
Jóhann Hjartar-
son og Héðinn
Steingrímsson
eru efstir og
jafnir fyrir loka-
daginn á Skák-
þingi Íslands. Jó-
hann mætir
Jóhanni Ingva-
syni, sem er
neðstur á
mótinu, og Héðinn mætir Einari
Hjalta Jenssyni, sem einnig er neð-
arlega. Ef stórmeistararnir verða
jafnir mætast þeir í tveimur hrað-
skákum í aukakeppni um titilinn.
Verða hraðskákirnar tefldar í Tón-
listarskólanum á Seltjarnarnesi
fljótlega eftir lokaumferðina, upp
úr kvöldmatarleytinu. »26
Úrslitin ráðast á Sel-
tjarnarnesi í kvöld
Jóhann Hjartarson
Kristján Gunnar Berg-
þórsson, fyrrverandi
verkstjóri í framleiðslu-
deild Morgunblaðsins,
varð bráðkvaddur á
heimili sínu aðfaranótt
10. júní, 69 ára að aldri.
Kristján var fæddur
31. mars 1947 í Hafnar-
firði, sonur Bergþórs
Kristjáns Mýrmann
Albertssonar bifreiða-
stjóra og konu hans
Maríu Jonnýjar
Jakobsdóttur. Hann
ólst upp í Hafnarfirði
og gekk þar í Lækjar-
skóla og Flensborg. Að loknu gagn-
fræðaprófi fór Kristján til náms í
Iðnskólanum í Reykjavík og lauk
sveinsprófi í setningu árið 1967.
Hann hlaut meistararéttindi í iðn-
inni árið 1974.
Kristján var lærling-
ur í Prentsmiðju Hafn-
arfjarðar og starfaði
þar til ársins 1972.
Hann hóf störf hjá
Prentsmiðju Morgun-
blaðsins árið 1972 og
var verkstjóri í fram-
leiðsludeild blaðsins
frá árinu 1974 og allt
þar til hann lét af föstu
starfi á Morgunblaðinu
haustið 2011.
Kristján var lykil-
maður við innleiðingu
og rekstur framleiðslu-
og ritstjórnarkerfa
Morgunblaðsins. Hann veitti sér-
fræðiaðstoð þegar upp komu vanda-
mál við rekstur framleiðslu- og
ritstjórnarkerfanna allt til hinsta
dags.
Kristján gegndi ýmsum félags- og
trúnaðarstörfum um ævina, m.a.
fyrir Félag íslenska prentiðnaðarins
(FÍP) sem síðar gekk inn í Samtök
iðnaðarins, og fyrir Hið íslenska
prentarafélag (HÍP) sem síðar varð
Félag bókagerðarmanna, Grafía
stéttarfélag. Hann var um tíma í
stjórn Prenttæknistofnunar. Þá var
Kristján í stjórn Miðdalsfélagsins,
félags sumarhúsaeigenda í Miðdal,
og formaður þess 1992 til 1995.
Hann var einnig félagi í Frímúrara-
reglunni.
Kristján kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni Sóleyju Örnólfs-
dóttur 28. febrúar 1970. Þau eign-
uðust fjögur börn; Birnu, Ernu, Al-
bert Þór og Stefán Örn.
Barnabörnin eru orðin ellefu talsins.
Að leiðarlokum þakkar Morgun-
blaðið Kristjáni fyrir störf hans fyrir
blaðið og sendir fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Andlát
Kristján Gunnar Bergþórsson
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Verð frá:
19.900 kr.
Á mann m.v. flug aðra leið frá
Keflavík með tösku.
MALLORCA
EINGÖNGU FLUG
14. og 21. júní
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS
Betri ferð
- vita.is
fyrir betra verð
Einn heppinn miðaeigandi fer
brosandi inn í helgina eftir að hafa
unnið 10 milljónir króna í Happ-
drætti Háskóla Íslands þegar
dregið var út í gær og milljóna-
veltan gekk út.
Alls fengu 3.375 miðaeigendur
vinning í útdrættinum og nam
heildarupphæð vinninga alls rétt
tæplega 108 milljónum króna.
Af þeim sem voru dregnir út
fékk einn miðaeigandi 5 milljóna
króna vinning í útdrættinum, sex
miðaeigendur fengu milljón króna
vinning og 15 miðaeigendur fengu
500 þúsund kr. vinning.
Einn fékk 10 millj-
ónir í Happdrætti HÍ