Morgunblaðið - 11.06.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við eigum von á nokkuð anna-
samri viku eftir helgina,“ segir Sig-
rún Ósk Sigurðardóttir, aðstoð-
arforstjóri Áfengis- og
tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR), í
samtali við Morgunblaðið.
Vísar hún í máli sínu til þess að
Evrópumót karla í knattspyrnu
hafi byrjað í gær og að Ísland leik-
ur sinn fyrsta leik á þriðjudag auk
þess sem haldið verður upp á full-
veldisdaginn næstkomandi föstu-
dag. Viðburðir sem þessir eru lík-
legir til að auka nokkuð sölu á
áfengi.
Spurð hvort Vínbúðirnar hafi
þurft að gera einhverjar sérstakar
ráðstafanir vegna hugsanlegrar
söluaukningar í vikunni kveður Sig-
rún Ósk nei við.
„Við reynum bara að vera viðbú-
in annasamri viku en erum ekki
með neinar sérstakar ráðstafanir
aðrar en þær að hafa vöruflæði í
lagi,“ segir hún.
Meiri sala um helgina
Þegar góðviðri leikur við land-
ann, s.s. á sumrin, eykst gjarnan
sala á áfengi samhliða. Aðspurð
segir Sigrún Ósk starfsfólk Vínbúð-
anna hafa orðið vart við aukningu í
sölu um síðastliðna helgi.
„En um miðja næstu viku ætti
maður að geta séð þetta betur og
þá er orðið raunhæft að taka fyrir
fyrstu tvær vikurnar í júní og
kanna hvort sá tími sé með ein-
hverju móti öðruvísi,“ segir hún.
Búast við önnum í Vínbúðum
Knattspyrnumót og fullveldisdagurinn eftir helgi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áfengi Það geta oft myndast langar
raðir við kassana í vínbúðunum.
Smáratorgi, Kópavogi
Opið virka daga 11.00-18.00
Laugardaga 11.00-18.00
Sunnudaga 12.00-18.00
Vínlandsleið, Grafarholti
Opið virka daga 11.00-18.00
Laugardaga 11.00-16.00
Sunnudaga 13.00-17.00
Markaður Smáratorgi Outlet Grafarvogi
60%
50%
50%
40%
40%
LÁGMARKS-
AFSLÁTTUR
AF ÖLLUM
VÖRUM NÚ
40%60%
Töluverður fjöldi fólks var í gær-
kvöldi á Ingólfstorgi, þar sem
borgarbúar og gestir geta fengið
EM-stemninguna beint í æð. Sér-
stök opnunarhátíð var haldin á
torginu, en 45 leikir verða sýndir á
risaskjá. Stöðug dagskrá verður á
torginu í kringum alla leikina og
skemmtun í boði fyrir alla fjöl-
skylduna, eins og andlitsmálning,
knattþrautir, lukkuhjól og ýmsar
aðrar uppákomur.
Victor Da Costa, sem leikur með
Magna frá Grenivík í 2. deildinni,
var mættur á torgið, en hann er
hálfur Frakki og hálfur Portúgali.
Victor var ánægður með sigur
Frakka í gær og bjóst við góðum
úrslitum á þriðjudag þegar Ísland
mætir Portúgal. Vildi þó ekki segja
hvorum megin sigurinn lenti.
Fjöldi fólks á Ingólfstorgi á opnunarhátíð Evrópumótsins í fótbolta
Morgunblaðið/Eggert
Fagnaði sigri sinna manna á EM-torginu
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Framganga knattspyrnumannsins
Ágústs Eðvalds Hlynssonar vakti
talsverða athygli í vikunni þegar
hann skoraði sigurmark Breiða-
bliks í framlengingu í bikarkeppni
KSÍ gegn Skagamönnum. Ágúst er
16 ára og útskrifaðist úr 10. bekk í
Smáraskóla í Kópavogi. Hann segir
skólann vera númer tvö því fátt
annað kemst að en knattspyrna
þessa dagana.
Spurður segist Ágúst alveg eins
hafa búist við því að fá tækifæri í
meistaraflokki í sumar en gerði
ekki endilega ráð fyrir því að það
myndi gerast svona snemma á tíma-
bilinu. „Ég er búinn að æfa með
meistaraflokki í allan vetur og bú-
inn að standa mig vel á æfingum og
bæta mig. Þegar ég spilaði fyrsta
leikinn á móti Kríu í bikarnum, þá
stóð ég mig vel og þegar maður
stendur sig vel þá fær maður að
spila meira,“ segir Ágúst og bætir
við „Tilfinningin að skora gegn ÍA
var rugluð. Ég spretti í átt að
áhorfendum og renndi mér, það var
ótrúlega skemmtilegt,“ segir
Ágúst.
Liggur ekkert á
Hann segist stefna á atvinnu-
mennsku og hefur farið að heim-
sækja nokkur félög til æfinga, m.a.
PSV Eindhoven og Feyenoord í
Hollandi, Swansea á Englandi og
Köln í Þýskalandi. Þó áhugi sé að
hans sögn fyrir hendi hjá liðunum
þá líður honum vel á Íslandi og seg-
ist ekkert ætla að flýta sér í at-
vinnumennsku.
Hann segir að eldri leikmenn hafi
stutt hann dyggilega en passað um
leið að halda honum á jörðinni.
„Til að byrja með var skrítið að
vera með þeim í hópi en núna er
maður kominn inn í hópinn og þetta
eru eiginlega orðnir vinir mínir,“
segir Ágúst.
Spurður segist hann vilja standa
sig vel í skólanum en viðurkennir
að hann hafi setið eilítið á hak-
anum. „Fótboltinn er númer eitt og
ef maður ætlar að ná langt þá þarf
maður að einbeita sér að honum.
Stundum er erfitt að einbeita sér að
skólanum. Ég stefni að því að klára
menntaskóla en skólinn verður
númer tvö,“ segir Ágúst.
Brosa til hans í skólanum
Hann segir að yngri strákar í
skólanum brosi gjarnan til hans og
spyrji hvernig sé að æfa með strák-
unum í Breiðabliki og hvernig
gangi í leikjum. „Maður fær stuðn-
ing í skólanum og það er gaman að
geta verið fyrirmynd fyrir þá yngri
í skólanum,“ segir Ágúst.
Boltinn númer eitt, skólinn númer tvö
Blikinn Ágúst Eðvald fagnaði útskrift úr grunnskóla með sigurmarki í framlengingu gegn ÍA
Morgunblaðið/Eggert
Efnilegur Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Breiðabliks, útskrifaðist úr
10. bekk Smáraskóla í vikunni og skoraði sigurmark í bikarleik gegn ÍA.
Tvö af stóru barnaknattspyrnumót-
um landsins fara nú fram; Pæjumót
TM í Vestmannaeyjum, sem er fyrir
fimmta flokk kvenna og hefur verið
haldið árlega frá 1990, og Norðuráls-
mótið á Akranesi sem er fyrir sjö-
unda flokk karla. Alls eru 33 félög
skráð sig til leiks á Akranesi með um
1.500 keppendur. Hróður mótsins
hefur borist víða, því á mótinu eru
nú tvö lið frá Grænlandi, frá bæj-
arfélögunum Nuuk og Qaqortoq.
Í Vestmannaeyjum eru rúmlega
800 stelpur komnar saman úr 28 fé-
lögum sem mynda alls 77 lið. „Allt
hefur gengið vel þótt það hafi aðeins
blásið,“ segir Dóra Björk Gunnars-
dóttir, mótsstjóri í Vestmanna-
eyjum.
Pæjumótinu lýkur í dag, en það
hófst á miðvikudag. Úrslitaleikurinn
verður leikinn síðdegis og lokahófið
verður veglegt að vanda fyrir stelp-
urnar.
„Stelpurnar hafa ekki verið að
kvarta undan veðrinu þótt það hafi
aðeins blásið. En þessar stelpur eru
naglar. Við spilum um 400 leiki á
þessu móti og það er alls keppt um
átta bikara,“ segir Dóra, en mótið
var nokkuð harðlega gagnrýnt í
fyrra fyrir að afhenda stelpunum
mun minni bikara en strákarnir
fengu á sams konar móti. Ekkert
slíkt klúður verður í ár.
„Þetta eru stórir og fallegir
bikarar. Það voru engin samskipta-
vandamál í ár enda mistökin til að
læra af þeim,“ segir hún.
Norðurálsmótið er fyrir byrj-
endur og hefur því uppeldislegt
gildi. Keppendur eru ungir, for-
eldrar eru margir byrjendur og
dómarar geta líka verið byrjendur.
Lítið hefur borið á því að foreldrar
séu sjálfum sér og félagi sínu til
skammar vegna slæmrar hegðunar
á hliðarlínunni. Mótshaldarar árétta
enda mikilvægi þess í mótsreglum:
„Foreldrar og stuðningsmenn liða
endurspegla þann anda sem er í
hverju félagi. Verum öll okkar félagi
til sóma og börnum okkar góðar
fyrirmyndir. Við komum fram fyrir
hönd okkar félags með stolti og
virðingu.“ benedikt@mbl.is
Fótboltafjör víðar
en í Frakklandi
2.300 keppa í Eyjum og á Akranesi
Guttar Mikið fjör er á Akranesi þar
sem ungir piltar í 7. flokki keppa.