Morgunblaðið - 11.06.2016, Page 12

Morgunblaðið - 11.06.2016, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ að sem mér finnst svo flott við Jan sem ljós- myndara er að hann festist ekki í einni tækni því hann myndar á staf- ræna vél, filmuvélar, Polaroid og 8x10 stórformatsmyndavél, allt eftir því sem honum finnst hæfa hverju verkefni fyrir sig. Hann er fagmaður fram í fingurgóma og skemmtilegur óþekktarangi. Þrátt fyrir að Jan sé þekktastur fyrir fréttaljósmyndir sínar myndar hann svo miklu meira en það,“ segir Sissa ljósmyndari, eða Sigríður Ólafsdóttir, skólastjóri Ljósmyndaskólans ehf. sem býður upp á nokkurra daga námskeið eða svokallaða vinnustofu með Jan sem hefst í lok mánaðarins. „Jan er einstaklega flinkur ljós- myndari. Reynsla hans og þekking á ljósmyndun er mikil, enda á hann á 25 ára feril að baki. Hann hefur unn- ið mörg ljósmyndaverkefni sem tengjast mannréttindum og mál- efnum þeirra sem búa á átakasvæð- um. Hann myndar meðal annars mikið í Afríku og á Gazasvæðinu, af því hann vill leggja sitt af mörkum til að segja með myndum sögur þeirra sem ekki hafa tækifæri til að gera það sjálfir.“ Jan er mjög hreinskilinn Sissa segist hafa kynnst Jan þegar hann kom hingað til lands fyrr á þessu ári til að vera yfirdómari dómnefndar sem valdi bestu myndir ársins, hjá íslenska blaðaljósmynd- arafélaginu. „Jan býr yfir mikilli þekkingu, Jan er skemmtilegur óþekktarangi Danski ljósmyndarinn Jan Grarup verður með fjögurra daga námskeið á vegum Ljósmyndaskólans um næstu mánaðamót. Yfirskrift námskeiðsins er „Scratching the surface – going under the skin“ og snýr að fréttaljósmyndun. Sissa, skólastjóri Ljósmyndaskólans, segir Jan vera flottan ljósmyndara sem nái að festa í einn ramma heila sögu, og hann geri það á mjög áhugaverðan hátt. Hinn árlegi Handverksdagur Heim- ilisiðnaðarfélags Íslands fer fram á Árbæjarsafni á sunnudaginn, 12. júní. Dagurinn hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, enda margt áhugavert og fallegt sem ber þar fyrir sjónir. Venju samkvæmt munu félagsmenn sýna margvíslegt hand- verk, eins og útsaum, baldýringu, knipl, perlusaum, tóvinnu, spjald- vefnað, rússneskt hekl og sauð- skinnsskógerð. Einnig verður hægt að fylgjast með ullarlitun eftir gömlum aðferðum með íslenskum jurtalitum. Á baðstofulofti Árbæjar mun vinnukonan þeyta rokkinn og teygja lopann á meðan vinnumað- urinn spinnur úr hrosshári og fléttar í reipi og bregður í gjarðir. Þá verð- ur eldsmiður að störfum í smiðj- unni. Það verður einnig líf og fjör á torginu og í safnhúsinu Lækjargötu 4 kennir margra grasa á sýningunni Neyzlan – Reykjavík á 20. öld. Fyrir yngstu kynslóðina er tilvalið að heimsækja sýninguna Komdu að leika en þar er mikill fjöldi leikfanga frá ýmsum tímum sem krökkunum er frjálst að leika sér með. Auk þess er fjölbreytt úrval af útileikföngum til staðar sem krökkum býðst að nota að vild, svo sem húllahringir, snú-snú, kubb og stultur. Að vanda verður heitt á könnunni í Dillons- húsi. Aðgangur er ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára. Árbæjarsafn er opið daglega í sumar frá klukkan 10 – 17. Handverksdagur Heimilisiðnaðarfélags Íslands Ljósmynd/Viðey – Borgarsögusafn Handverk Vinnumenn og vinnukonur munu taka til hendinni á sunnudag. Lopinn teygður á Árbæjarsafni Félagið Skýjarölt stendur fyrir flugdrekahátíð í dag, laugardaginn 11. júní. Börn jafnt sem fullorðnir eru hjartanlega velkomin á Laugarnes- tanga þar sem hátíðin fer fram. Þetta er annað sumarið í röð sem Skýjarölt stendur fyrir fjölbreyttum uppákomum í tengslum við flug- dreka og flugdrekagerð. Fjöldi flugdreka mun svífa um loftin blá á Skýjarölti. Allir hafa tæki- færi til að koma með eigin flugdreka, en einnig er hægt að kaupa flug- dreka á staðnum. Þá verður einnig hægt að útbúa sinn eigin flugdreka í sérstakri vinnustofu sem sett verður upp og þar sem finna má allt sem hugurinn girnist. Í tilkynningu frá Skýjarölti kemur fram að nú skuli vindurinn í borg- inni okkar nýttur, nóg sé af honum. Aðgangur að hátíðinni er ókeypis en Flugdrekafestivalið er haldið af Skýjarölti í samvinnu með Æskunni Barnahreyfingu IOGT með stuðningi frá Æskulýðssjóði. Skýjarölt stendur fyrir flugdrekahátíð á Laugarnestanga Vindurinn í höfuðborginni nýttur til litríks flugdrekaflugs Ljósmynd/Skýjarölt Sköpun Frá flugdrekagerð í fyrra. Í sumar munu Vinir Waldorf, Hollvina- samtök fyrir starfsemi Waldorfleik- skólans Yls og Waldorfskólans Lækj- arbotnum, halda úti Litlu Lækjar- botnabúðinni í Kópavogi. Þar geta allir unað sér við leik og starf. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu og allur hagnaður rennur til starfsemi Waldorfskólanna í Lækjarbotnum. Ýmsar uppákomur verða og verður opnunartími auglýstur hverju sinni á Facebook-síðunni Vinir Waldorf. Opið verður í Lækjarbotnabúðinni í dag, laugardaginn 11. júní, frá kl. 10- 14. Eldsmiðjan verður opin þar sem Einar eldsmiður sýnir handtökin og þér gefst kostur á að prófa steðjann og hamarinn. Heitt verður á könnunni og hægt verður að fá bita með. Þá verður plöntusala ásamt kram- búð með handgerðum leikföngum á staðnum. Ýmislegt verður um að vera fyrir börnin, meðal annars verður hægt að blása sápukúlur og búa til sinn eigin flugdreka. Lækurinn rennur hjá og ef rignir eru pollarnir dásamlegir að sulla í. Eldsmiðja, krambúð og plöntusala í Lækjarbotnum Ljósmynd/Vinir Waldorf Búð Plöntusala í Lækjarbotnum. Vinir Waldorf opna Lækjar- botnabúðina í náttúrunni Njóttu hálendisins Hákarl Þessa mynd af daglegu lífi við bágar aðstæður tók Jan í Sómalíu. Klipping Þessa mynd í húsarústum eftir jarðskjálfta tók Jan í Kasmír.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.