Morgunblaðið - 11.06.2016, Side 13

Morgunblaðið - 11.06.2016, Side 13
hann heldur námskeið um allan heim og einn nemandi minn hefur einmitt farið á eitt slíkt hjá Jan í Írak. Hann er góður að lesa í myndir, fljótur að raða myndum saman og er mjög hreinskilinn. Ég veit að hann er góð- ur kennari. Ég byrjaði því fljótlega að reyna að fá hann til að koma og halda námskeið hérna heima.“ Sissa segir Jan vera mjög ástríðufullan í því sem hann geri. „Núna er hann með sýningu í New York þar sem myndefnið er fangað með gamalli Polaroid-vél. Hann vill vekja okkur til umhugs- unar um það sem er að gerast í heim- inum og honum tekst að gera það á listrænan áhrifaríkan hátt. Hann er til dæmis að undirbúa ferð þar sem hann ætlar að mynda ljósmyndir á glerplötur af barnungum hermönn- um í Afríku. Þegar hann er að mynda er hann oft umvafinn lífvörðum með byssur, til að geta unnið, af því hann er á svo hættulegum svæðum við störf sín.“ Hægt er að taka stórkostleg- ar myndir hvar sem er „Jan minnir mig stundum á Raxa, hann tekur myndir á filmu og er flinkur í myrkraherberginu. Hann finnur alltaf frjóa leið við myndatök- urnar og hver einasta mynd hans segir sögu, enda leggur Jan áherslu á að það sé hægt að taka stórkostlegar myndir hvar sem er, það þurfi ekki að fara til framandi landa til þess. Það sem skipti sköpum sé að horfa á myndefnið frá frumlegu sjónarhorni, það þurfi að hafa auga fyrir mynd- efninu og segja sögu með mynd á skemmtilegan og öðruvísi hátt. Ein- mitt þess vegna skiptir máli fyrir ljósmyndara og áhugafólk um ljós- myndun að fara á svona námskeið. Það skilar sér margfalt, ég hef séð það hér hjá mér í Ljósmyndaskól- anum, en þar hefur verið boðið upp á námskeið meðal annars með Marie Ellen Mark, Raxa, Einari Fal og fleiri ljósmyndurum.“ Sissa segir að draumur hennar sé að halda námskeið í hverjum mán- uði með þekktum ljósmyndurum. „Fólk lærir alltaf að taka betri myndir á svona námskeiðum, því að leiðbeinandinn fer yfir myndirnar og segir hvað megi betur fara. Það er gott að fá gagnrýni á myndirnar sín- ar, fara síðan út og taka nýjar mynd- ir og reyna að bæta sig, og fá þá aftur gagnrýni. Þannig bætir fólk sig ótrú- lega á stuttum tíma,“ segir Sissa. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016 Vinnustofan/námskeiðið „Scratch- ing the surface – going under the skin“ með Jan Grarup verður dag- ana 30. júní - 4. júlí næstkomandi. Jan Grarup segir um áherslur námskeiðsins: „Fréttaljósmyndun snýst ekki um hversu margar myndavélar þú berð á þér eða hvernig þú lítur út. Frétta- ljósmyndun snýst um samkennd og að þú hafir eitthvað í huga sem verð- ur að segja frá. Á námskeiðinu mun ég útskýra hvernig skuli draga úr „hávaðanum í höfðinu“, þjappa sög- unni saman og gera sig tilbúinn að fara út fullur orku og með skýran huga, til að fanga þá sögu sem þú vilt. Hvernig áttu að grafast fyrir um söguna sem þú ætlar að segja, hvernig áttu að ná sambandi við rétta fólkið, og verða náin manneskjum sem þú hefur aldrei áður séð. Traust er lykilatriði.“ Kennt verður á ensku og þátt- takendur mæta með eigin myndavél og eigin ljósmyndir. Í upphafi nám- skeiðsins fer Grarup yfir ljósmyndir hvers þátttakanda og gefur álit og ábendingar. Þátttakendur vinna í framhaldinu að eigin verkefnum undir handleiðslu hans. Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiðið er 16 manns. Þeir sem eiga rétt á styrk frá starfsmenntasjóðum stéttarfélaga sinna geta sótt um styrk til niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum. Nánari upplýsingar og skráning á netfanginu: info@ljosmyndaskol- inn.is, www.ljosmyndaskolinn.is, www.jangrarup.photoshelter.com Snýst um samkennd „SCRATCHING THE SURFACE – GOING UNDER THE SKIN“ Ljósmyndarinn Jan Grarup Anna Rósa grasalæknir mun leiða göngu um Viðey á sunnudag þar sem algengar lækningajurtir verða skoð- aðar, fjallað verður um áhrifamátt þeirra og leiðbeint með tínslu og þurrkun. Gangan er sú fyrsta af nokkrum þar sem boðið verður upp á áhugaverðar leiðsagnir valda sunnu- daga í Viðey af ýmsum toga. Gangan hefst klukkan 13.30. Anna Rósa grasalæknir er mennt- uð í Englandi og hefur starfað við ráðgjöf á eigin stofu í yfir 20 ár ásamt því að framleiða vinsælar vörur úr íslenskum jurtum sem hún tínir sjálf. Siglt er samkvæmt áætlun frá Skarfabakka kl. 13.15 en þeir sem vilja fá sér hádegisverð í Viðeyjar- stofu fyrir gönguna geta siglt kl. 12.15. Þátttaka í göngunni er gestum að kostnaðarlausu en fullorðnir greiða 1.200 kr. fyrir ferjuna fram og til baka. Gangan tekur um 1½ klukkustund og gott er að koma með taupoka, skæri eða lítinn hníf með til að tína smávegis af jurtum í ferðinni. Gengið með Önnu Rósu grasalækni um Viðey Áhugaverð jurtaganga í Viðey Morgunblaðið/Ómar Náttúran Anna Rósa grasalæknir mun leiða göngu um Viðey á sunnudag þar sem lækningajurtir verða skoðaðar og fjallað verður um áhrifamátt þeirra. Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum. App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Heyrnartæki eruniðurgreidd afSjúkratryggingum Íslands Ljósmyndir/Jan Grarup Andstæður í Rúanda Barn hallar sér að mjúku brjósti móður sinnar sem hallar sér að gaddavír. Fólk á vergangi. Portrett Jan er m.a frægur fyrir portrett sín, hér er eitt af Patti Smith. Magnað Eitt af portrettum Jans. Sissa Skólastjóri Ljósmyndaskólans. „Hann hefur unnið mörg ljósmyndaverk- efni sem tengjast mann- réttindum og málefnum þeirra sem búa á átaka- svæðum.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.