Morgunblaðið - 11.06.2016, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
BMW 520D XDRIVE F10 nýskr. 01/2015, ekinn 25 Þ.km, diesel, sjálfskiptur (8 gíra).
Sóllúga, leður, rafmagnskrókur ofl. Stórglæsilegur! Verð 8.690.000 kr. Raðnr. 254961
BMW 535D XDRIVE F10 nýskr. 04/2015, ekinn 25 Þ.km, diesel, sjálfskiptur.
Gríðarlega vel búinn og öflugur bíll! Verð 11.990.000. Raðnr. 255003
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
Fjórhjóladrifnir lúxusbílar
BAKSVIÐ
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Nýtt fangelsi á Hólmsheiði var form-
lega opnað í gær. Bið verður þó á að
fangar muni dvelja þar sökum þess
að starfsfólk þarf aðlögunartíma til
þess að læra á ný-
stárlegan búnað
fangelsisins.
„Þetta hefur gríð-
arlega þýðingu.
Með þessu erum
við búin að bregð-
ast við ýmsum at-
hugasemdum al-
þjóðasamtaka um
aðbúnað fanga,“
segir Páll Winkel
fangelsismálastjóri í tilefni af opnun
fangelsisins.
Grynnkar á boðunarlistum
Fangarýmum fjölgar um 30 auk
þess sem fangelsið þykir býsna
öruggt fyrir fanga og starfsfólk.
Að sögn Páls er það eitt helsta
verkefni fangelsismálakerfisins að
grynnka á boðunarlistum til fangels-
isvistar. Spurður hvort að með bygg-
ingunni sé komið í veg fyrir biðlistar-
vanda til framtíðar segir hann að það
sé háð óvissuþáttum. „Þar spilar inn í
löggjöf, reglur um reynslulausn,
samfélagsþjónustu, rafrænt eftirlit
og þyngd refsinga hjá dómstólum.
Því er mjög margt sem hefur áhrif og
erfitt að segja til um það nákvæm-
lega til hve langs tíma og hvort þetta
dugi til.“
Að sögn Páls hefur ný löggjöf, þar
sem m.a. er gert ráð fyrir auknu svig-
rúmi til rafræns eftirlits, minnkað
þrýsting á fangelsin.
„Það er líka okkar verkefni að
finna fleiri leiðir til fullnustu refsinga
á borð við samfélagsþjónustu, raf-
rænt eftirlit og vistun á áfangaheim-
ilum, en það breytir því ekki að enn
er þörf á lokuðum fangelsum,“ segir
Páll.
Að sögn hans var farið að skil-
yrðum evrópskra fangelsisreglna við
byggingu fangelsisins. „Við höfðum
uppleggið tvíþætt og það sneri ann-
ars vegar að öryggi og hins vegar að
mannúð, þannig að fangar geti af-
plánað við öruggar aðstæður, en
jafnframt að allur aðbúnaður stand-
ist nútímakröfur um aðbúnað fanga.
Hvort sem það eru einkavistarverur
eða sameiginleg aðstaða. Þessir
hlutir eru í lagi á Hólmsheiði,“ segir
Páll.
Í fangelsinu verður m.a. kennslu-
stofa, vinnuaðstaða, kaffistofa, bóka-
safn og líkamsræktaraðstaða auk
þess sem rekin verður verslun. Þá er
búið að gera úrbætur á aðstöðu fyrir
heimsóknir.
Fyrstu fangarnir inn í ágúst
Næstu skref Fangelsismálastofn-
unar eru að halda námskeið þar sem
starfsfólki á Hólmsheiði verður
kennt á búnað sem er umtalsvert
flóknari en í öðrum fangelsum lands-
ins. Á Hólmsheiði munu 26 fanga-
verðir starfa, sem störfuðu áður í
Hegningarhúsinu og í fangelsinu í
Kópavogi sem nú hefur verið lokað.
Þá verður gæsluvarðhaldsdeild á
Litla-Hrauni lögð niður og aðstaða
hennar tekin fyrir afplánun. „Þetta
er umtalsvert flóknari búnaður en í
hinum fangelsunum en við tökum
ekki inn fanga fyrr en allt verður
klárt. Ég vonast til þess að það verði í
ágúst en það verður ekki gert fyrr en
mitt fólk er tilbúið,“ segir Páll.
Fullnýtt á næsta ári
Áætlanir gera ráð fyrir því að
fangelsið verði fullnýtt á næsta ári.
Að sögn Páls mun það ráðast af því
hver mannaflaþörfin verður. „Það
eru nokkrir óvissuþættir og við mun-
um prófa okkur áfram með
mannaflaþörfina og munum
sækja um aukið rekstrarfé ef
þörf er á en það er seinni
tíma vandamál.“
Að sögn Páls munu allir
26 starfsmenn strax hefja
störf í fangelsinu, m.a. til
þess að læra á allan búnað.
„Á Norðurlöndunum hafa
menn verið að keyra
ný fangelsi fanga-
laus í allt að hálft
ár en við höfum ekki tíma í það. Þó er
ljóst að þangað fara ekki fangar strax
á fyrsta degi,“ segir Páll. Fjöldi gesta
var viðstaddur opnunarathöfnina og
fluttu þau Páll E. Winkel, Jón Ingi
Jónsson, formaður Fangavarðafélags
Íslands, og Ragnhildur Hjaltadóttir
ráðuneytisstjóri ávörp, auk Ólafar
Nordal innanríkisráðherra. Arkís
arkitektar ehf. hlutu fyrstu verðlaun
í hönnunarsamkeppni, en niður-
stöður hennar voru kynntar snemm-
sumars árið 2012.
Kostnaðurinn 2,7 milljarðar
Fyrsta skóflustungan var tekin 4.
apríl 2013 og er byggingartíminn því
rúm þrjú ár. Jarðvegsframkvæmdir
hófust með fyrstu skóflustungunni í
kjölfar útboðs og var bygging fang-
elsisins boðin út síðar um vorið. Sam-
ið var við ÍAV um byggingu hússins,
en fyrirtækið átti lægsta tilboð af
þremur sem bárust. Kostnaður er
alls 2,7 milljarðar króna að með-
töldum kostnaði við samkeppni og
hönnun og lóðarfrágangi. Bæði verk-
áætlun og fjárhagsáætlun hafa stað-
ist, samkvæmt því sem fram kemur á
vef innanríkisráðuneytisins.
Ákveðið var að fangelsið yrði vott-
að samkvæmt alþjóðlega umhverfis-
vottunarkerfinu BEEAM og fellur
það sérstaklega vel að öllum 10 meg-
inreglum svokallaðs Nordic Built-
sáttmála. Með þeirri hugmyndafræði
er við sköpun á manngerðu umhverfi
leitast við að auka lífsgæði, nýta sjálf-
bærni og staðbundnar auðlindir og
byggja á norrænni hönnunarhefð.
„Hefur gríðarlega þýðingu“
Fangelsi á Hólmsheiði formlega opnað í gær Starfsfólk þarf þjálfun áður en hægt er að fullnýta
fangelsið Fangarýmum fjölgar um 30 Áhersla á öryggi og mannúð Verslun rekin í fangelsinu
Útisvæði Á nokkrum rammgirtum svæðum við fangelsið má njóta útivistar.
„Það má kannski segja að það sé með eilítið blendnum huga að fagna
áfanga sem þessum. Við fögnum því að sjálfsögðu aldrei að þurfa að
svipta menn frelsi sínu og loka á samvistir þeirra við ættingja og vini og
útiloka þá frá því að vera nýtir þegnar í þjóðfélaginu. Jafnvel ekki þó að
við bjóðum þeim nýtt hús og fullkomna aðstöðu til alls. En refsidómar
og fangavist eru fylgifiskar réttarríkisins. Tilgangur refsinga er í
senn sá að einstaklingur sem virðir ekki þær reglur sem samfélagið
setur sér sé látinn axla ábyrgð og svara til saka en jafnframt viljum
við að refsingin hafi í för með sér betrun. Verkefni okkar er að sjá til
þess að fullnusta dóma í fangelsum sé mannúðleg – hún sé til þess
fallin að bæta viðkomandi og byggja upp til þess að hann geti stigið
út í samfélagið sem betri manneskja,“ sagði Ólöf Nordal
innanríkisráðherra m.a. í ræðu sinni í tilefni af opnum
fangelsisins á Hólmsheiði í gær.
Fögnum með blendnum huga
ÓLÖF NORDAL INNANRÍKISRÁÐHERRA FLUTTI ÁVARP
Ólöf Nordal
Páll Winkel
Fangelsi Pláss er fyrir 30 fanga á Hólmsheiði í
misstórum rýmum. Fyrstu fangar koma í ágúst.
Morgunblaðið/Ófeigur
Vígsla Lögreglumenn stóðu heiðursvörð við inngang fangelsins áður en vígsluathöfnin hófst í gær.