Morgunblaðið - 11.06.2016, Side 44

Morgunblaðið - 11.06.2016, Side 44
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 163. DAGUR ÁRSINS 2016 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Eftirsóknarverðustu piparsveinar 2. Leita svara vegna andláts 3. Stunda frumskógarkynlíf 4. Fornt mannvirki fannst falið …  Alþjóðlega ritlistarráðstefnan Non- fictioNOW verður haldin í Reykjavík 2.-4. júní á næsta ári og er hún helg- uð óskálduðu efni af ýmsu tagi. Er hún ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og síðast þegar hún var haldin, í Flagstaff í Arizona, sóttu hana yfir 500 manns, að því er fram kemur á vef Háskóla Íslands, en ráð- stefnan verður haldin á vegum Hug- vísindasviðs skólans. „Sambærilegur bókmenntaviðburður hefur ekki verið haldinn áður á Íslandi og því er mikill fengur að ráðstefnunni fyrir íslenskt bókmenntasamfélag,“ segir á vefn- um og að ráðstefnan fari fram í Há- skóla Íslands en boðsfyrirlestrar verði haldnir í Hörpu. Ráðstefnuna sækja að jafnaði 400- 500 manns, höfundar, kennarar og stúdentar, og boðsfyrirlesarar eru þekktir höfundar. Á ráðstefnunni í Reykjavík er gert ráð fyrir einum ís- lenskum boðsfyrirlesara og þremur erlendum og búast má við 70-80 mál- stofum og viðburðum í tengslum við ráðstefnuna, skv. frétt á vef HÍ. Morgunblaðið/Sigurður Bogi NonfictioNOW haldin haldin á Íslandi 2017  Aðrir tónleikar sumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu fara fram í dag kl. 15. Á þeim leikur nýtt tríó píanóleikarans Sunnu Gunnlaugsdóttur, Tribute tríó, sem hún skipar ásamt bassaleik- aranum Leifi Gunnarssyni og trommuleikaranum Kristó- fer Rodriguez Svönusyni. Þau flytja eigin djass- útgáfur af lögum Magnúsar Ei- ríkssonar. Tribute tríó Sunnu djassar á Jómfrúnni FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Þurrt að kalla, annars skýjað með köflum eða bjartviðri. Hiti 12 til 19 stig að deginum, hlýjast í innsveitum. Á sunnudag Austan og norðaustan 5-10 m/s. Víða bjartviðri sunnan- og vestanlands en skýjað með köflum norðan- og austantil og þokuloft við ströndina. Hiti 7 til 18 stig. Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og skúrir til landsins, einkum síðdegis. Heldur kólnandi. Íslenska karlalandsliðið í handknatt- leik hefur tekið þátt í öllum heims- meistaramótum á þessari öld að undanskildu HM 2009. Nú standa fyrir dyrum tveir leikir hjá liðinu í undankeppni HM í Frakklandi, báðir gegn Portúgal. Fyrri viðureignin fer fram í Laugardalshöll á morgun. Portúgalar eru í sókn og íslenska lið- ið er með nýjan mann í brúnni. »2 Nýr maður í brúnni gegn landsliði í mikilli sókn Landslið gestgjafa Frakka vann upphafsleik 15. loka- keppni Evrópumeistara- móts karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Frakkar lögðu landslið Rúmena, 2:1, í hörkuleik á Stade de France. Dimitri Payet skor- aði sigurmarkið á 89. mín- útu og þótti það einkar glæsilegt. Payet brast í grát þegar flautað var til leiks- loka. »3 Payet skoraði og brast í grát „Ef við náum að halda skipulaginu fyrstu 20-30 mínúturnar á móti Portúgölum getur leikurinn þróast okkur í hag. Ég er ekki hræddur við neinn leik í þessum riðli. Ég er ekki að segja að við vinnum Portúgalana en við getum vel unnið bæði Ungverja og Austurríkismenn,“ segir Ásgeir Sigurvinsson um möguleika íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Frakklandi. »1 Ekki hræddur við neinn leik í þessum riðli Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Vélknúnum fisum hefur fjölgað ört hérlendis á skömmum tíma og ný- lega tóku Árni Gunnarsson og fé- lagar nýja vél í gagnið eftir að hafa varið um 700 klukkutímum í að setja hana saman. Svifdrekafélag Reykjavíkur var stofnað 1978. Síðan fóru menn að fljúga svifdrekum með mótor og um aldamót hófst flug á svifvængj- um (e. paragliders) hérlendis. Í kjölfarið komu vélknúin fis og 2002 var nafni félagsins breytt í Fisfélag Reykjavíkur. Árni hefur sinnt þessu áhugamáli í 39 ár, eða frá 1977. „Bekkjarfélagi minn í Menntaskólanum í Reykja- vík átti svifdreka, fékk sér nýjan og seldi mér þann gamla,“ segir hann. „Ég var í svifflugi, þekkti flug og þetta var nýtt tækifæri og spennandi.“ Hann smíðaði síðan véldreka eða mótorsvifdreka 2001 og er núna með fimmtu fisvélina, sem kostaði um sex milljónir króna. Árni segir að þrír hópar í félag- inu hafi ákveðið að panta jafn- margar ósamsettar vélar frá Ítalíu og pakkarnir hafi komið til landsins skömmu fyrir síðastliðin jól. „Þá hófumst við handa og við félag- arnir, ég, Jónas Sturla Sverrisson og Jón B. Sveinsson, lukum við að setja vélina saman í apríl eftir að hafa dundað við verkið í 700 klukkutíma.“ Hámark 450 kg á lofti Fisvél er tveggja manna far sem lítur út eins og flugvél. Samkvæmt reglum Flugmálastjórnar má vélin aldrei vera þyngri á lofti en 450 kg. „Þetta er bara leiktæki eins og vél- sleði, jafnvel eins og lúxusbíll án leðursæta, því þau eru of þung, til notkunar allt árið,“ segir Árni og áréttar að vélin verði að geta flogið hægar en 65 km á klukkustund, en flugþolið er um sex til sjö tímar. „Við getum flogið um landið og miðin og flug frá Reykjavík til Akureyrar tekur til dæmis um einn og hálfan tíma.“ Gott samstarf er með Flugbjörg- unarsveitinni og eigendum fisvéla, sem gjarnan eru kallaðir til aðstoð- ar þegar leita þarf að fólki vítt og breitt um landið. Ekki er langt síð- an leitarmenn í fisvél fundu spor týndrar konu fyrir norðan, þyrla fylgdi síðan sporunum og fann kon- una á fjallstoppi. „Vélarnar hafa komið sér vel og þátttaka okkar í starfi Landsbjargar er hluti af leitarstarfinu og við tökum þátt í því að mestu á eigin kostnað,“ seg- ir Árni. „Það er mikil ánægja að geta hjálpað öðrum.“ Því fylgir mikið frelsi að fljúga um loftin blá og Árni segir það veita sérstaka fullnægingu. „Þetta endist aðeins lengur en kynlíf,“ út- skýrir hann. „Það eru forréttindi að geta skoðað Ísland, séð staði sem ekki er hægt að fara á gang- andi eða í bíl. Þótt ég hafi flogið í 40 ár hef ég ekki skoðað nærri allt landið og á því mikið eftir.“ Fisvélin leiktæki allt árið  Árni hefur flogið um landið í 40 ár  Eins og lúxusbíll án leðursæta Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugmenn Árni Gunnarsson, Jónas Sturla Sverrisson og Jón B. Sveinsson eru himinlifandi með nýju fisflugvélina. Á flugi Árni Gunnarsson flýgur um loftin blá og skoðar landið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.