Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Blaðsíða 16
HVÍTA TJALDIÐ
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2016
James Bond eða Jane Bond:
Verður kona næsti 007?
Heldurðu að næsti James Bond gæti verið kona?„Í mínum huga held ég að Bond verði alltaf karlmaður. Fólk er búiðað horfa á þessar seríur í mörg ár og fer með ákveðnar væntingar í
bíóið, vill sjá Bond labba inn í smóking, panta sér drykk og henda í eina lélega
pikköpplínu. Ég hreinlega veit ekki hvort samfélagið væri til í að kvenkyns
Jane Bond gerði hið sama,“ segir Agnar, sem kveðst ekki vera viss um að áhorf-
endur myndu samþykkja Jane Bond á hvíta tjaldinu.
Hvað væri erfiðast fyrir áhorfendur að samþykkja?
Það er svo prentað inn í fólk að Bond sé karl. Þetta er þessi ákveðni njósnari
sem gerir alltaf ákveðna hluti og fer sínar leiðir. Ég veit það ekki, en í mínum
huga er persónan karl.
Hvaða áhrif myndi það hafa ef James Bond væri kvenkyns?
Ef það myndi ganga upp að Bond yrði kona myndi það storka þeim hug-
myndum sem við höfum um kynjahlutverk í samfélaginu.
En ég hreinlega veit bara ekki hvort það myndi ganga upp ef hún ætlaði að
haga sér eins og Bond. Hvort fólk sé tilbúið í það. Það þyrfti í það minnsta að
breyta söguþræðinum til að fólk væri tilbúið að horfa á myndina.
Hvernig væri Jane Bond-bíómynd frábrugðin James Bond-bíómynd?
Það er góð spurning. Við værum með ákveðin grunnatriði sem eru alltaf í
þessum myndum, það er flotti bíllinn, græjurnar, tæknin, vopnin og það allt. En
ég veit ekki hvort fólk mynda samþykkja ef hún færi sömu leiðir og Bond fer
vanalega. Þráðurinn er alltaf að Bond finnur einhverja konu, sefur hjá henni,
fær hjá henni leyndarmál og sigrar vonda karlinn. Hún yrði kannski að fara
aðra leið. Þetta gæti samt sem áður orðið topp spennumynd. Það þyrfti kannski
að útfæra þessa Bond-hugmynd öðruvísi.
Hallar á konur þegar hasarmyndir eru annars vegar?
Já. Ég gúgglaði í gær „top action movies 2015“ og af þrjátíu vinsælustu
myndunum voru þrjár sem voru með konum framan á plakatinu. Karlar eru
mun meira áberandi. Við erum svo vön því að sjá stóra massaða karla í þessu
hlutverki.
Þú ræðir um breyttar hugmyndir um karlmennsku í ritgerðinni þinni og
skoðar James Bond í því samhengi. Hvernig hefur James Bond breyst?
Bondinn er góður mælikvarði til að skoða hugmyndir um karlmennsku á mis-
munandi tímabilum. Við getum séð hvernig karlar vildu vera árið 1960 og
hvernig þeir vilja vera í dag í gegnum James Bond. Sean Connery túlkaði Bond
sem var mjög frábrugðinn þeim sem Daniel Craig túlkar í dag. Sean Connery
var stílhreinn Bond sem bar sig alltaf vel, kunni að tala við konur, fann alltaf ill-
menni og sigraði. Það sást varla á honum. Sá Bond sem Craig túlkar í dag er
dekkri persóna, pínu skaðaður af eigin karlmennsku og við sem áhorfendur
fáum að skyggjast betur í hans andlegu heilsu. Í staðinn fyrir þennan gamla
gallalausa Bond er komin persóna sem er miklu mannlegri og sýnir sína bresti.
Við fáum ekki þessa glansmynd sem við höfðum alltaf.
Er þetta í takt við ríkjandi karlmennskuhugmyndir?
Ég held að Bond sýni að einhverju leyti hvernig karlar vilja vera. Ekki endi-
lega að því leyti að við sækjum í ofbeldi heldur frekar að þarna sjáum við hvað
þarf til að vera „flottur.“
Hvernig hafa líkamar hasarhetja á borð við James Bond breyst á hvíta tjald-
inu?
Það er gífurlegur munur á líkamsmynd Sean Connery og Daniel Craig. Sean
Connery var maður sem gat allt eins verið
þriggja barna faðir og farið í frí til Tenerife
á meðan Daniel Craig er meira eins og fit-
ness-kappi. Þetta sést líka í ofurhetjumynd-
unum þar sem leikarar bæta á sig fleiri kíló-
um af hreinum vöðvum til að líta út eins og
teiknimyndapersónurnar. Þegar ég sá Thor
sá maður varla annað en tvíhöfðann á Chris
Hemsworth. Það er svo mikil áhersla á að
vera vel sver.
Það er gert miklu meira út á líkamlegt at-
gervi en var, sem hefur auðvitað neikvæð áhrif á líkamsímynd drengja og karla.
Af hverju er ég ekki svona flottur? Af hverju er ég bara feitur og lítill en Chris
Hemsworth svona flottur? Þetta brenglar hugmyndir okkar um hvernig „á“ að
líta út.
Er þetta líka í gangi hjá konum?
Já, og er búið að vera miklu lengur en hjá körlum. Það hefur verið miklu
meira um útlitsdýrkun í kringum þær í gegnum tíðina en það er byrjað hjá körl-
um líka.
Hver var þín helsta niðurstaða við vinnslu ritgerðarinnar?
Hinn fullkomni karlmaður árið 1960 var allt öðruvísi en í dag. Þegar Arnold
Schwarzenegger kemur til leiks um 1980 hefst bylgja af mössuðum stórum
körlum í spennumyndum. Þessa þróun sjáum við enn í dag.
Agnar Berg Þrastarson
segir sífellt gert meira
úr líkamlegu atgervi í
hasarmyndum.
’Ég held að Bond sýni að ein-hverju leyti hvernig karlarvilja vera. Ekki endilega að þvíleyti að við sækjum í ofbeldi held-
ur frekar að þarna sjáum við hvað
þarf til að vera „flottur.“
Sumir vilja benda á
Gillian Anderson sem
næsta James Bond.
Agnar Berg Þrastarson útskrifaðist úr fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akur-
eyri og velti fyrir sér hugmyndum okkar um karlmennsku í lokaritgerð sinni.
Þar ræðir hann meðal annars hvernig líkami og hegðun hetjunnar James Bond
hafa breyst í takt við ríkjandi karlmennskuhugmyndir. Agnar á erfitt með að sjá
fyrir sér kvenkyns James Bond-njósnara og telur að breyta þyrfti Bond-hug-
myndinni til að áhorfendur myndu samþykkja Jane Bond á hvíta tjaldinu.
VEIT EKKI HVORT FÓLK MYNDI SAMÞYKKJA JANE BOND
Sean Connery túlkaði per-
sónuna James Bond með
öðrum hætti en Daniel
Craig gerir í dag.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson