Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2016 Í Úganda, nærri Entebbe við Viktoríuvatn, er fallegur regnskógur. Hann er ekki mjög stór en þykir ákjósanlegur staður til að skoða dýralíf og er ekki síst vinsæll meðal fuglaskoðara. Þessi fallegi regnskógur ber nafnið Ziika, sem hljómar því miður ekki jafn vel nú og áður í eyrum heimsbyggðarinnar. Árið 1947 fannst veira í apa þessum ágæta skógi og situr skógurinn uppi með að veiran er kennd við hann, með breyttri stafsetningu þó, Zika-veiran alræmda. Veiran hefur verið á ferðinni síðan en ekki vakið mikla athygli fyrr en hún gerði illilega vart við sig í Brasilíu í fyrra og er hana raunar að finna um nær alla Suður- og Mið-Ameríku. Ekki er víst að fólk um allan heim hefði veitt veirunni jafn mikla athygli og raun ber vitni ef ekki hefði hist svo illa á að Ólympíu- leikarnir standa einmitt fyrir dyrum eftir nokkrar vikur í Brasilíu og er óhætt að segja að skiptar skoð- anir séu um hvað skuli til bragðs taka. Er flensan ef til vill Zika? Engum blandast hugur um að þetta er mikið ólán, enda geta afleiðingar smits verið skelfilegar. Þær þekktustu hafa komið fram þegar þungaðar konur smitast og veiran skaðar börn þeirra. Hætturnar eru þó fleiri, en vandinn er líka sá að veiran leynir á sér því að alls óvíst er að sá sem smitast átti sig á að um Zika-veiru er að ræða. Viðkomandi heldur sennilega að hann sé aðeins með hefðbundna flensu, sem fáir kippa sér upp við. Margir læknar, auk annarra, hafa skorað á þá sem um það hafa að segja að fresta Ól- ympíuleikunum eða færa þá annað. Fyrri kosturinn er tæknilega mögulegur, hinn sennilega ekki. Ólymp- íuleikar eru ekki samkoma sem hægt er að henda upp með nokkurra vikna fyrirvara. Búist er við tíu þúsund keppendum og sennilega um hálfri milljón annarra til Brasilíu vegna leikanna. Slíkum fjölda verður ekki svo glatt fundinn annar staður, sér í lagi þegar hafður er í huga allur sá tækjabúnaður og leik- vangar sem þurfa að vera til staðar. En það er einmitt fjöldinn sem læknunum líst ekki á, því að hann fer aftur heim. Og þá veit enginn hvað gerist nákvæmlega, en þó er fullyrt að þetta muni hraða útbreiðslunni. Læknarnir sem hafa uppi áhyggjur benda á að tími sé einmitt það sem þeir þurfi til að finna ráð við Zika-veirunni, og það muni þeir að líkindum finna, en óskynsamlegt sé að láta tímann ekki vinna með heldur á móti vísindunum. Mótshaldarar og margir aðrir halda því á hinn bóg- inn fram að ekki sé veruleg hætta á ferðum, auk þess sem það að halda ekki Ólympíuleika samkvæmt áætl- un sé ákvörðun af þeirri stærðargráðu að hana sé varla hægt að taka. Og alls ekki fyrir veiru sem sé þó ekki hættulegri en sú sem kennd er við regnskóginn góða. Vonandi hafa þeir rétt fyrir sér og óskandi er einnig að nafnið Ziika, sem þýðir ofvaxinn, sé engin vísbending um það sem koma skal. Skuggi yfir stórmóti En Ólympíuleikarnir eru ekki eina stórmótið í ár. Eins og Íslendingar vita Evrópuþjóða best er EM í knattspyrnu ekki minna mót. Stór hluti þjóðarinnar hyggst leggja land undir fót, ef svo má segja, og berja liðið sitt góða augum í Frakklandi, milliliða- laust. Eins ánægjulegt og það er fyrir unnendur góðrar knattspyrnu að sú veisla sé hafin og standi í heilan mánuð hvíla því miður líka skuggar yfir því íþrótta- móti. Stóri skugginn er að sjálfsögðu hryðjuverka- ógnin, sem sjálfsagt hverfur ekki úr huga nokkurs manns á meðan mótið stendur yfir, allra síst þeirra sem eru á staðnum og þurfa að þola afleiðingar þeirr- ar mannvonsku sem þar býr að baki. Eftir að hryðjuverkamenn gerðu hörmulegar árás- ir á París í nóvember síðastliðnum þar sem fjöldi fólks lét lífið hefur ríkt neyðarástand í Frakklandi og verulega hert eftirlit um álfuna. Ekki bætti úr skák þegar ámóta árásir voru gerðar í Brussel fyrir tæp- um þremur mánuðum þar sem manntjón var einnig mikið. Í Frakklandi verður neyðarástandi að minnsta kosti ekki aflýst fyrr en að loknu Tour de France í lok júlí, ef til vill mun síðar. Möguleg framlenging neyð- arástandsins veltur meðal annars á því hvort hryðju- verkamönnum tekst, þrátt fyrir gríðarlega öryggis- gæslu, að gera vart við sig í Frakklandi á næstu vikum og valda enn á ný manntjóni með illvirkjum sínum. Hryðjuverkamennirnir mega ekki stjórna Mikill fjöldi lögreglumanna, hermanna og öryggis- varða úr einkageiranum reynir allt sem hægt er til að koma í veg fyrir árásir. Við þær aðstæður sem á næstunni verða í Frakklandi, þar sem milljónir koma saman víða að til að njóta góðrar stundar, skapast þó því miður mörg tækifæri fyrir illa innrætta einstak- linga sem komnir eru út á óskiljanlegar brautir í lífi sínu. En það er rétt sem François Hollande Frakk- landsforseti og fleiri hafa sagt af þessu tilefni; það er ekki hægt að láta hryðjuverkamennina ráða ferðinni. Að nokkru leyti gera þeir það samt. Þeirra vegna er öryggisgæslan sem áhorfendur þurfa að búa við afar íþyngjandi og felur meðal annars í sér að bið- raðir verða meiri en venja er, auk þess sem nauðsyn- legt er að mæta á völlinn mörgum klukkustundum fyrir leik. Og þeim hefur þegar tekist að gera ferða- lög á milli landa mun erfiðari en þau voru og þau þyrftu að vera ef ekki væru til slík illmenni. En fleira skyggir á í Frakklandi þótt af allt öðru tagi sé. Frakkar eru þjóða þekktastir fyrir vinnudeil- ur og hörð átök á vinnumarkaði. Evrópumeistaramót í knattspyrnu hefur ekki orðið til að lægja þær öldur og ef til vill hafa harðsnúin stéttarfélög landsins séð sér leik á borði nú, þegar landið má alls ekki við því að allt sé í lamasessi. Rusl og rottur á götum Parísar Þegar knattspyrnuáhugamenn mæta til Parísar að njóta mótsins er hætt við að þeim mæti víða rusl langt umfram það sem venja er, þar sem sorphirða hefur verið stopul vegna verkfalla. Sögur hafa jafnvel verið sagðar af því að þessum óþrifnaði fylgi hefð- bundinn vandi; rottur láti fara vel um sig á götum Parísar. Vonandi verður ekki mikið um þetta en töluverðar líkur eru þó á að gestir Frakklands eigi eftir að lenda í vandræðum með að komast á milli staða, þar sem stéttarfélög hafa hindrað lestarferðir og víða komið í veg fyrir að hægt sé að setja eldsneyti á bíla. Færri í stéttarfélögum Aðild að stéttarfélögum hefur farið mjög minnkandi í Frakklandi á síðustu áratugum frá því sem áður var. Á áttunda áratug síðustu aldar fór hlutfall launafólks í verkalýðsfélögum upp í ríflega fimmtung en nú er Það eru ekki erfiðir tímar, samt er atvinnuþref Reykjavíkurbréf10.06.16

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.