Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Blaðsíða 26
MATUR Nýjasta tískan í kaffidrykkju felur í sér að setja út í það klípu af ósölt-uðu smjöri og dass af MCT-olíu. Þessu er blandað saman í blandara og útkoman er freyðandi kaffidrykkur. Kallast drykkurinn Bulletproof. Skothelt kaffi 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2016 Fyrir 4 4 pönnukökur, gott er að nota pönnukökudeig frá Vilko 250 g jarðarber 4 stk. Mars súkkulaði vanilluís heit Kjörís karamellusósa Bakið pönnukökurnar og hafið þær í þykkari kantinum. Kljúfið Mars súkkulaðið í tvennt langsum. Setjið pönnuköku á disk og raðið tveimur Mars helmingum á hana. Hitið í örbylgju í 30-40 sekúndur eða þangað til að Marsið er farið að bráðna aðeins. Setjið síðan skor- in jarðarber í smáhaug á pönnukökuna. Bætið síðan við þremur litlum matskeiðum af vanilluís og hellið karamellusósu yfir. Brjótið pönnukökuna saman og njótið. Mars fylltar pönnukökur Nú er kominhelgi ognammidag- ur víða um land. Þá er tilvalið að bjóða upp á sykursæta eftirrétti sem hægt er að vippa fram úr erminni með lítilli fyrirhöfn. Annars vegar fáum við eftir- rétt úr kókósmjólk, eplum og kókósboll- um og hins vegar Mars fylltar pönnu- kökur. Hvort tveggja er borið fram með vanilluís. Þessir rétt- ir eru tilvaldir til að gera heima eða í sumarbústaðnum og munu slá í gegn hjá sætindagrísum. Óskar Finnsson sýndi í nýj- asta þætti af Korter í kvöld- mat hvernig ætti að búa til Eggs Benedict. Hér kennir hann okkur að gera tvo sykur- sæta og einfalda eftirrétti sem hægt er að útbúa á mjög skömmum tíma. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir Óskar galdrar fram tvo ljúffenga eftirrétti. Morgunblaðið/Ásdís Sykursætt í eftirmat Fyrir 4 4 lítil granny smith græn epli 1 dós kókosmjólk 4 kókosbollur heit Kjörís karamellusósa vanilluís Afhýðið eplin og skerið í 2 cm bita. Setjið 3-4 msk. af kara- mellusósunni á pönnu og hitið. Setjið eplabitana út í sósuna og látið krauma í eina mínútu. Hristið vel kókosmjólkur- dósina, opnið og hellið út á pönnuna og látið malla í 3 mín- útur. Setjið allt í eldfast mót og raðið kókosbollunum sem búið er að skera endilangt í sundur ofan á og látið súkkulaðihjúp- inn snúa niður. Setjið undir grillið í ca 1 mín. eða þangað til að þetta verður fallega brúnt. Berið fram með van- illuís. Heitur kókosepladesert Þú færð öll hráefnin úr þáttunum hjá okkur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.