Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Blaðsíða 18
VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2016 Þ að er nokkuð ljóst að Arsen er mað- ur með keppnisskap og metnað. Þessi hávaxni og myndarlegi Rússi býður blaðamanni upp á kaffi og segir söguna sína á íslensku og ensku til skiptis. Hann hefur komið víða við og unnið hörðum höndum til að komast þangað sem hann er núna, íslenskur ríkisborgari, faðir, boxþjálfari og yfirkokkur á Argentínu. Hann vill hvergi annars staðar vera og hyggst gera veitingastaðinn enn betri. Hann stefnir líka á að verða kokkur ársins og í leiðinni langar hann að læra viðskiptafræði. Að verða að manni Arsen er að mestu alinn upp hjá móður sinni sem vinnur sem saumakona í Lettlandi en hún er frá Armeníu. Hann var aðeins eins árs þegar foreldrarnir skildu og faðir hans flutti til Moskvu þar sem hann var hermaður í sérsveit- unum. Næsta áratuginn hvorki sá hann né heyrði í föður sínum. „Ég hitti ekki pabba minn fyrr en ég var tíu ára. Hann bjó í Moskvu og var í hernum. Mamma spurði mig eitt sinn hvort ég vildi hitta pabba minn og ég svaraði: „Já, því ekki það.“ Ég fór til Moskvu þá þegar ég var tíu ára. Lífið hjá mömmu hafði verið í bómull,“ seg- ir Arsen en allt annað var upp á teningnum hjá föður hans. „Þetta var dálítið erfitt, ég hafði bú- ið hjá mömmu sem gerði allt fyrir mig, þvoði af mér fötin og hugsaði um allt. En þarna var þetta töluvert öðruvísi. Fyrstu tveir dagarnir voru afslappaðir en á þriðja degi vakti pabbi mig snemma og vildi fá mig út að skokka. Ég vildi það ekki en fékk engu ráðið. Ég þurfti að hlaupa 5-6 kílómetra með handlóð í hvorri hendi og byrði á bakinu. Hann sagðist hafa gert þetta þegar hann var sjö ára. Ég vildi þetta ekki og bað um að fá að fara aftur heim til mömmu. Hann sagði að ég væri búinn að búa þar nógu lengi, nú skyldi ég búa hjá honum og hann ætlaði að gera mann úr mér,“ segir Arsen sem endaði á að búa hjá föður sínum í heilt ár. Upphífingar og leðurjakki Arsen segist í dag vera sáttur við uppeldið hjá föður sínum því það hafi hert hann og kennt honum margt. „Ég var mjög ánægður með þetta. Ég bað hann um að gefa mér leðurjakka fyrir veturinn. Pabbi sagði að það væri hættu- legt því þetta var á þeim tíma þegar það var mikil fátækt og margir glæpamenn. Hann sagði að ef ég væri í honum myndi verða ráðist á mig og honum stolið og spurði hvort ég gæti varið mig. Ég hélt það nú. Þá fór hann með mig í box- hring og lét mig berjast við einn lítinn 7-8 ára strák. Ég fékk blóðnasir og sá að ég gæti það ekki. Þá byrjaði ég að æfa box og pabbi sagði að ef ég yrði sterkari myndi hann gefa mér leð- urjakkann. Hann sagði mér að gera tíu upphíf- ingar. Ég gat ekki eina. Og ég var bara í göml- um jakka allan veturinn og það var mjög kalt í Að gefast aldrei upp Arsen Aleksandersson Zagainov er hálfur Rússi og hálfur Armeni sem ólst upp að mestu í Lettlandi en er nú Íslend- ingur. Hann býr yfir miklu keppnisskapi og er metnaðar- fullur en hann er nú yfirkokkur á Argentínu. Arsen talar um lífið á Íslandi, ástríðuna fyrir matargerð og boxi og uppeldið hjá föðurnum sem gerði hann að manni. Mynd og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Arsen vann sem atvinnuboxari í fjögur ár en hann byrjaði að boxa tíu ára gamall þegar hann flutti til Moskvu til föður síns. Arsen var hæstur í sínum árgangi í matreiðslu- náminu hér heima og valinn matreiðslunemi ársins. Arsen er orðinn yfirkokkur á Arg- entínu og þjálfar box í sínum frí- tíma. Hann hefur mikinn metnað fyrir matreiðslu og á ættir að rekja til margra kokka. Afi hans var matreiðslumeistari sem kokk- aði ofan í toppana á Komm- únistaflokknum í Sovétríkjunum. Arsen vildi verða kokkur eða geimfari og varð kokkastarfið ofan á.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.