Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2016 LESBÓK Þýski rithöfundurinn LenaGorelik dvaldi sex vikur á Ís-landi í apríl og maí. Bækur hennar nálgast nú tuginn. Í fyrra kom út eftir hana bókin Null bis unendlich (Frá núlli út í hið óend- anlega), sem fjallar um stormasama vináttu Nils og Sanelu, sem missti foreldra sína í átökunum á Balk- anskaga á tíunda áratugnum. Í skrifum sínum fjallar Gorelik mikið um uppruna og þjóðerni. For- eldrar hennar komu frá Rússlandi en hún er uppalin í Þýskalandi og hefur alið þar manninn. Á mæli hennar er ekki annað að heyra en að hún sé Þjóðverji en vegna upprunans er henni enn hrósað fyrir að tala góða þýsku og fyrir vikið fékk ein bóka hennar titilinn Sie können aber gut Deutsch (Mikið ertu góð í þýsku). „Ég finn ekki þörf hjá sjálfri mér til að fjalla um þessi mál,“ segir Gore- lik. „Það er hins vegar alltaf verið að nefna þau við mig og þess vegna varð þessi tilvitnun að heiti bókarinnar, Sie können aber gut Deutsch, og nú þegar allur þessi fjöldi flóttamanna kemur til Þýskalands og Evrópu fær umfjöllunarefnið líf í fjölmenningu aukið vægi. Þess vegna fæst ég við þessar spurningar.“ Gorelik segir að það trufli sig að stöðugt þurfi að greina á milli hver sé þýskur og hver sé ekki þýskur og rifj- ar upp: „Ég var barn, ellefu ára göm- ul, rússneskan mín var mun verri en þýskan og ég hafði ekki komið til Rússlands í hálfan áratug og samt var alltaf verið að hamra á þessu. Á þýsku er til orðið „innflytjendabak- grunnur“ (Migrationshintergrund). Það er þannig skilgreint – þetta er opinber skilgreining – að jafnvel börnin mín, sem eru fædd í Þýska- landi og skilja kannski rússnesku en tala hana ekki og hafa aldrei til Rúss- lands komið, eru með innflytj- endabakgrunn. Það er engrar und- ankomu auðið undan þessum merkimiða.“ Snýst um óttann við aðra Gorelik segir að í þessum efnum séu viðhorfin mun lífseigari en á öðrum sviðum lífsins. „Ég átti til dæmis hund og nú er hann dauður,“ segir hún. „Áður var ég hundaeigandi en nú er ég það ekki lengur. En ég mun aldrei losna við innflytjendabakgrunninn og börnin mín ekki heldur.“ Gorelik er ósátt við þessa aðgrein- ingu og að ekki sé hægt að komast undan gömlum skilgreiningum á hvað sé að vera þýskur og ekki þýskur. Þetta leiði til einföldunar eða smækk- unar þar sem einstaklingurinn er settur á ákveðinn bás. „Þegar ég til dæmis les upp úr skáldsögu snýst það um bók- menntir,“ segir hún. „Fólk getur sagt að upplesturinn hafi verið góður eða spenn- andi, eða mín vegna að hann hafi verið leið- inlegur og illa skrif- aður, mér er sama um það, en fólkið segir bara „Þú ert góð í þýsku“. Einu sinni las ég upp úr jólasögu sem ég hafði skrifað. Sagan gerðist í þorpi í Bæjaralandi skammt frá München og fjallaði um rótgróna þýska fjöl- skyldu. Þarna var enginn með útlend- an bakgrunn, hvorki tyrkneskan né ítalskan, þetta var fjölskyldan Müller í Bæjaralandi. Þegar ég hafði lokið lestrinum stóð upp kona í salnum og spurði: Að hve miklu leyti finnst þér þú vera rússnesk og að hve miklu þýsk? Þarna hefði verið hægt að tala um bókmenntir, jólin, jólagæsina, Bæjara, en maður er alltaf smækk- aður niður í þetta. Ég reyni að skrifa gegn þessu. Að miklu leyti snýst þetta um ótta, óttann við aðra af því að þeir eru framandi.“ Erum ólíkir einstaklingar Gorelik segir að sér finnist sér- staklega mikilvægt að fjalla um þessi mál núna vegna flóttamannavandans. „Það þarf að draga fram að það eru ekki „þeir“ heldur margir og ólíkir einstaklingar alveg eins og við,“ segir hún. „Sumir eru viðkunnanlegir og aðrir ekki, manni þarf ekki að finnast þeir allir æðislegir. En þetta er ekki gríðarlegur fjöldi hættulegra glæpa- manna. Ég reyni að tala gegn þessu.“ Gorelik segir að málflutningur hennar mæti skilningi en gallinn sé sá að skilningurinn komi oft frá þeim sem hvort sem er hugsi með þessum hætti. „Þegar ég held fyrirlestur út frá efni bókarinnar Sie können aber gut Deutsch kemur fólk sem er sammála fyrir,“ segir hún. „Sá sem er ósam- mála kemur ekki. Ég óttast að við ró- um alltaf á sömu miðin, við klöppum hvert öðru á öxlina og segjum að þetta sé rétt. Í Þýskalandi hafa komið út nokkrar bækur þar sem saga ein- stakra flóttamanna hefur verið sögð. Önnur kom út um óttann við útlend- inga. En þetta eru alltaf sömu 20 höf- undarnir og við þekkjumst allir og er- um sammála. Þeir sem kaupa bækurnar eru þeir sem hvort eð er eru sammála. Þeir sem vilja að flótta- mennirnir verði áfram í Grikklandi lesa þær ekki. Mér er sem sagt vel tekið en aðeins í ákveðnum hópi.“ Ólíkur skilningur á þjóðerni Þjóðerni er teygjanlegt hugtak. Oft dugar vegabréf ekki til, jafnvel ekki að hafa fæðst í viðkomandi landi. „Þetta snýst að miklu leyti um það sem samfélagið hefur komið sér sam- an um,“ segir Gorelik. „Sá sem til dæmis er fæddur í Bandaríkjunum er Bandaríkjamaður. Það er þeirra skilningur, þeir líta svo á að sá sem fæðist þar sé Banda- ríkjamaður. Þjóð- verjar – ekki allir, en margir – telja að sá sé þýskur sem geti rakið þýskar ættir sínar. Það dugar til dæmis ekki að ég skrifi bæk- ur á þýsku. Ég myndi segja að mín þýska væri betri en margra annarra en það dugar ekki. Þetta snýst að miklu leyti um þann skilning sem lagður er í þjóðernisvitund. Þýsk þjóðernis- vitund byggir á kynslóðunum, ekki á tungumálinu, ekki hvar maður er fæddur, heldur fjölskyldunni, hér var afi og hér var amma.“ - Ekki eru samt allir Þjóðverjar eins. Hvað á Bæjari til dæmis sam- eiginlegt með manni frá Bremen? „Ekkert, þeir skilja jafnvel ekki hver annan,“ svarar hún. „Þegar ein- hver frá bæverskasta hluta Bæjara- lands, til dæmis Garmisch Parten- kirchen, kemur til Bremen skilur hann enginn, þá þarf túlk. Þess vegna eru myndir þar sem töluð er bæ- verska sýndar með texta þegar komið er norður fyrir Hessen. Þegar hins vegar Tyrki talar með hreim gengur það ekki. Þarna verður til gogg- unarröð. Bæjari má tala þannig að enginn skilji hann en Tyrki má ekki gera nein mistök.“ Gorelik kom til Íslands fyrir milli- göngu Goethe-stofnunar. Hún lýsir aðdragandanum þannig: „Ég byrjaði fyrir einu og hálfu ári að skrifa skáldsögu þar sem blind sögupersóna fer í ferðalag með manni Áskorun að setja Ísland í orð Þýski rithöfundurinn Lena Gorelik dvaldi á Íslandi í sex vikur til að vinna að bók þar sem hún glímir við þá þraut að lýsa landinu fyrir blindum ferða- langi án þess að það verði klisjukennt. Hún hefur búið í Þýskalandi frá því hún var barn en er alltaf minnt á rússneskan uppruna sinn. Karl Blöndal kbl@mbl.is ’Þarna verður tilgoggunarröð.Bæjari má talaþannig að enginn skilji hann en Tyrki má ekki gera nein mistök. Íslensk ofurfæða, villt og tamin heitir ný mat- reiðslubók eftir Áslaugu Snorradóttur ljós- myndara og matarlistakonu. Í bókinni skoðar hún það sem finna má í nærumhverfi okkar eins og fram kemur í inngangi Áslaugar: „Við eigum sannarlega okkar eigin íslensku ofurfæðu sem betur má gefa gaum: Sælgætið úr nærumhverf- inu, nærgætið.“ Í bókinni segir Áslaug frá hráefni ofan jarðar og neðan, kíkir í gróðurhús og út í móa og mat- reiðir fisk og fjörugróður. Íslensk ofurfæða er ríkulega myndskreytt. Vaka-Helgafell gefur út. Íslensk ofurfæða Iðunn hefur gefið út matreiðslubókina Eitt- hvað ofan á brauð eftir Nönnu Rögnvaldar- dóttur. Þetta er 21. matreiðslubók Nönnu, en að þessu sinni gefur hún uppskriftir að alls- kyns áleggi á brauð og meðlæti. Í inngangi lýsir Nanna bókinni svo að hún sé ekki „smurbrauðsbók“, heldur bók sem hafi að geyma „uppskriftir að allskonar ofan á brauð“. Bókin skiptist í fjóra hluta: Til að smyrja – viðbit og mauk á brauðið eða kexið, Smurt og dýft – fyrir snittur, sneiðar, kex, flögur og fleira, Salöt og álegg af ýmsu tagi – á sneiðar, kex og samlokur – eða bara eintómt, og Sætmeti á brauð og kex – með og án sykurs. Eitthvað ofan á brauð Í matreiðslubókinni Mömmubitar segir leik- konan Aníta Briem frá reynslu sinni af með- göngu og fæðingu með höfuðáherslu á upp- skriftir sem henta barnshafandi konum og barninu sem þær ganga með, þó að þær henti eðlilega öllum. Í bókinni segir Aníta ýmsar sögur frá með- göngu sinni og líðan og fjallar um mat og holl- ustu á meðgöngu með aðstoð Sólveigar Eiríks- dóttur, Sollu. Solla hannaði fyrir hana uppskriftir sem eru í senn næringarmiklar og nettar og vinna gegn ógleði og orkuleysi á meðgöngu enda segir Aníta í bókinni að best hafi sér liðið þegar hún borðaði lítið og oft. Í bókinni eru einnig upp- skriftir að ýmsum aðalréttum, kjöt- fisk- og grænmetisréttum, eftir- réttum og allskyns munngæti. Eva Ásrún Albertsdóttir ljósmóðir í áhættumæðravernd Landspít- alans skrifar formála að bókinni. Bókin er skreytt fjölda mynda. JPV útgáfa gefur bókina út. Mömmubitar Anítu Ármúla 24 • S. 585 2800Opið virka daga 9 -18, laugardaga 11- 16 – www.rafkaup.is Úrval af ljósum frá BELID

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.