Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Blaðsíða 45
12.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 Tónlist Tónleikaserían Grapevine Grassroots hefur aftur göngu sína um helgina, en fyrstu tónleikar sumarsins verða klukkan 20.00 á Húrra á morgun, sunnudag. „Ég held að þetta verði frábær vettvangur fyrir tónlistarfólk til að stíga fram og láta ljós sitt skína. Það er mikil spenna í kringum þetta og kraftur í samstöðunni,“ segir Hrefna Björg Gylfadótt- ir, einn skipuleggjandi tónleikanna, í samtali við sunnudagsblaðið. Um er að ræða þrenna tónleika í sumar þar sem nýir tónlistarmenn verða kynntir til leiks. Dagskráin annað kvöld er fjölbreytt og fimm hljómsveitir spila þar auk þess sem þrjú ljóðskáld koma fram. Kraftur í samstöðunni Hrefna Björg hlakkar til að sjá tónlistarfólk láta ljós sitt skína. Hinn víðkunni leikari Johnny Depp, sem við sáum nú síðast á hvíta tjaldinu í hlutverki klikkaða hattarans í myndinni Alice thro- ugh the Looking Glass, selur um þessar mundir málverkasafn sitt á uppboði, en það er talið vera milljóna dollara virði. Þetta gerir hann í aðdraganda þess að hann og leikkonan Amber Heard skilja, en skilnaðurinn er sagður munu kosta Johnny Depp formúu á vef People Magazine, þar sem Johnny Depp er sagður einn ríkasti mað- ur Hollywood um þessar mundir á meðan Amber Heard er lýst sem rísandi stjörnu. Meðal þeirra listaverka sem verða til sölu á uppboði Depp er safn málverka eftir hinn virta bandaríska listamann Jean-Michel Basquiat, sem Depp hefur í mikl- um metum. Hann hyggst losna við níu málverk eftir Basquiat sem hann hefur sankað að sér undanfarin 25 ár. Flest málverk- anna málaði Basquiat árið 1981, sjö árum fyrir andlát hans. „Ekkert getur komið í staðinn fyrir hlýjuna og tafarleysið í ljóð- rænu Basquiats, né heldur í stað- inn fyrir algildu sannindin og spurningarnar sem hann varpar fram,“ er haft eftir Depp, sem virðist ekki eiga auðvelt með að láta verkin af hendi. „Jafnt fallega sem truflandi tónlistin í verkunum hans, hljómharkan sem er falin í þögnum hans ræðst á skilningar- vit okkar og mun lifa langt fram eftir síðasta andardrátt okkar,“ bætir hann við á ljóðrænum nót- um. Amber Heard fór fram á skiln- að við Depp 23. maí síðastliðinn og fór þar fram á makalífeyri frá Depp, en leikarinn er talinn vera virði um 450 milljóna Bandaríkja- dala. Lögfræðingar telja góðar lík- ur á að Amber fái sínu framgengt auk þess sem hún gæti átt inni sinn skerf í sameiginlegum tekjum hjónanna þá 15 mánuði sem þau voru gift. Hjónin gerðu ekki með sér kaupmála þegar þau giftust. Johnny Depp er einn ríkasti maðurinn í Hollywood um þessar mundir. AFP SKILNAÐUR AMBER HEARD OG JOHNNY DEPP Selur málverka- safnið á uppboði Amber Heard fór fram á skilnað í maí síðastliðinn. AFP Írskfæddi Bretinn Rich- ard David James, betur þekktur undir lista- mannsnafninu Aphex Twin, tilkynnti það á dög- unum að stuttskífan Cheetah kæmi út 8. júlí næstkomandi. James hef- ur marga fjöruna sopið en frá því að breiðskífan Selected Ambient Works 85-92 kom út árið 1992 hef- ur kappinn verið meðal fremstu manna í elektrósen- unni í Bretlandi. Hann er einn helsti áhrifavaldurinn innan sýruteknósenunnar sem og IDM-senunnar auk þess sem hann er annar stofnenda Rephlex Records sem sérhæfir sig í elektrótónlist. Það var þó ekki fyrr en platan Come to Daddy kom út árið 1997 sem James fór að vekja athygli þeirra sem fylgdust ekkert sérlega grannt með elektrósenu Breta. Tónlistarmyndband var einmitt skotið við fyrsta lag plötunnar, „Come to Daddy“, en því leik- stýrði breski vídeólistamaðurinn Chris Cunningham og hlaut mikið lof fyrir. Gaman er að segja frá því að Cunningham skaut myndbandið á sama stað og Stanley Kubrick tók flestar senur kvikmyndarinnar A Clockwork Orange. Samstarf James og Cunning- ham hélt áfram að blómstra en árið 1999 gaf sá fyrr- nefndi út lagið „Windowlicker“ og skaut sá síðar- nefndi tónlistarmyndband við lagið. Lagið náði sextánda sæti breska vinsældalistans og er það þar með vinsælasta lag kauða fram til þessa dags. Tónlistarmyndbandið, sem er einkar skemmtilegt og allir hvattir til að kynna sér, hlaut einnig tilnefningu á Brit-verðlaunahátíðinni ári síðar sem besta mynd- band ársins. Þá unnu þeir einnig saman að vídeóverk- inu Rubber Johnny sem vakti mikla athygli árið 2005. Cunningham hefur leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir fleiri hljómsveitir en þar ber helst að nefna Port- ishead og Björk. Þrátt fyrir að hafa legið í dvala í nokkur ár hefur James gefið út ógrynni laga og platna en þar ber helst að nefna breiðskífurnar Drukqs og Syro en sú síðar- nefnda var útnefnd besta platan í dans- og elektró- flokki á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2015. Plat- an Cheetah mun innihalda sjö lög og verður hægt að nálgast plötuna á vínyl, geisladiski, kassettu auk ým- issa stafrænna leiða en meðal annars verður hægt að hala henni niður á MP3-formi, WAV-formi og FLAC- formi. davidmar@mbl.is APHEX TWIN MEÐ PLÖTUNA CHEETAH Elektróundrið ber ávöxt Myndbönd Cunningham eru mörg hver ansi skrautleg. Aphex Twin hefur aðeins gefið út sex breiðskífur en ógrynni smá- skífna, stuttskífna og laga. ´ ´ TM

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.