Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Blaðsíða 21
12.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
beinar fréttamyndir en ekki port-
rett eða viðtalsmyndir. Tökum
dæmi ef þú ætlar að sýna marg-
menni í strætó sem er ekki til
staðar. Þá er ekki í lagi að hóa í
vini þína og henda þeim í strætó
og birta fréttamynd sem sýnir að
alltaf sé troðið í strætó. Annað
myndi hér gilda um tímarits-
skreytimynd um margmenni í
strætó. Þannig á fréttaljósmynd-
arinn ekki að vera leikstjóri frétta
sinna.
Fólk almennt hefur góðan les-
skilning á ljósmyndir og sér alveg
muninn á þessu. Þess vegna eru
svo mikil vonbrigði fyrir blaða-
ljósmyndaraheiminn að uppgötva
að einn af þeim virtustu hefur
gerst sekur um að brjóta þessar
tvær meginreglur í blaða-
ljósmyndun. Annars vegar að
tölvuvinna myndir upp að því
marki að þær eru beinlínis falsaðar
og hins vegar að stilla upp senum
sem lesendinn er látinn halda að
séu raunverulegar. Þegar farið var
að kanna gamlar myndir kom í ljós
að þær voru algjörlega leikstýrðar
og uppstilltar eins og dæmi af
mynd af konu með barn sem bíður
eftir lest. Bak við hana stendur
maður með þrjár ferðatöskur á
höfðinu. Komið hefur í ljós að fólk-
ið var ráðið til verksins og að allar
þrjár ferðatöskurnar voru í raun
tómar. Hvergi kom fram í texta að
myndin væri uppstillt.
Fólk hvarf af myndum
Eftir að ítalski ljósmyndarinn sá
gula staurinn úr fæti mannsins
voru aðrar myndir McCurry
dregnar fram í sviðsljósið og
grandskoðaðar. Ekki einungis kom
í ljós að margar myndirnar voru
leikstýrðar heldur hafði fólk hrein-
lega verið fjarlægt, óæskilegir
hlutir eins og ljósastaurar eða
borð hurfu og hús jafnvel látin
hallast. Á frægustu mynd
McCurry af Afgan-stúlkunni hafði
hann bætt við glampa í augnkróki
hennar. Það var meiriháttar
skandall í uppsiglingu.
McCurry svaraði ásökunum á
þennan hátt að mistök hefðu verið
gerð í myndvinnslunni sem hann
kom ekki að en bætti við að hann
teldi sig vera listamann og liti á
sig sem sjónrænan sögumann.
Hann afsakar sig með því að afsala
sér þessum blaðaljósmyndaratitli
og skýlir sér á bak við það að vera
sjónrænn sögumaður sem þarf þá
ekki að lúta ströngum kröfum
blaðaljósmyndunar.
Að vera sjónrænn sögumaður er
alls ekki það sem fólk taldi
McCurry vera; hann var talinn
vera blaðaljósmyndari og virtur
sem slíkur. Á sama tíma og hann
skellir skuldinni á myndvinnslufólk
segist hann taka ábyrgðina á sig
og lofar að koma í veg fyrir að
slíkt endurtaki sig í framtíðinni.
Í viðtali við Time segir
McCurry: „Ég hef alltaf látið
myndirnar mínar tala sínu máli en
nú skil ég að fólk vill að ég setji
mig í einhvern flokk þannig að í
dag myndi ég segja að ég væri
sjónrænn sögumaður (visual story-
teller).“ Hann ítrekar að fyrir utan
stuttan tíma á blaði í Pennsylvaniu
hafi hann ekki verið fastur starfs-
maður hjá neinum fjölmiðli. Hann
bætir við: „Þegar ég horfi til baka
og íhuga ástandið, þrátt fyrir að
mér fannst að ég mætti gera það
sem ég vildi við myndirnar mínar í
myndbyggingu og fegurðarskyni,
þá sé ég nú hversu ruglingslegt
það er fyrir fólk sem heldur að ég
sé enn blaðaljósmyndari.“
Var hún með græn augu?
Ljósmyndari Verdens Gang í Nor-
egi, Terje Bringedal, sem hitt hef-
ur McCurry nokkrum sinnum seg-
ir í viðtali við journalisten.no
nýlega: „Að hann skuli segja að
hann sé ekki lengur blaða-
ljósmyndari … hann var það þegar
myndirnar voru birtar. Þetta eru
mikil vonbrigði og ég er hissa á að
maður sem hefur verið svona lengi
í faginu skuli gera svona. Hvenær
byrjaði hann á þessu? Maður spyr
sig hvort forsíðan (af Afgan-
stúlkunni) sé líka fölsuð. Var hún
með græn augu í raun og veru eða
var því líka breytt? Hún er í raun
með græn augu en nú setur maður
spurningarmerki við allar hans
myndir. Þetta hefur allt að gera
með trúverðugleika blaða-
ljósmyndarans. Það er verið að
plata lesendur sem ekki lengur
geta treyst á að myndirnar séu
ekta. Ein mynd getur logið meira
en þúsund orð.“
AFP
Myndin sem kom öllu af stað sýnir að staur hefur verið færður til og stendur
út úr fæti mannsins. Þetta sást þegar myndin hafði verið stækkuð fyrir sýningu.
’
Hún er í raun með
græn augu en nú
setur maður spurning-
armerki við allar hans
myndir. Þetta hefur
allt að gera með trú-
verðugleika blaða-
ljósmyndarans. Það er
verið að plata lesendur
sem ekki lengur geta
treyst á að myndirnar
séu ekta.
Steve McCurry er vel þekktur fyrir ljósmyndir
sem hann hefur tekið um víða veröld og hafa
margar þeirra birst í National Geographic eins
og fræg mynd hans af stúlkunni frá Afganistan.
Nú hefur komið í ljós að hann hefur breytt
myndum sínum í Photoshop meira en leyfist í
blaðaljósmyndaraheiminum.
Skjáskot af http://petapixel.com/
N
ý
b
ý
la
v
e
g
u
r
8
.
-
2
0
0
K
ó
p
a
v
o
g
u
r
-
S
:
5
2
7
1
7
1
7
-
d
o
m
u
sn
o
v
a
@
d
o
m
u
sn
o
v
a
.is
-
w
w
w
.d
o
m
u
sn
o
v
a
.is
Frítt verðmat
Viltu vita hvað þú færð fyrir
fasteignina þína ?
Fasteignasala venjulega fólksins...
Fagljósmyndun
Traust og góð þjónusta alla leið