Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Blaðsíða 40
LESBÓK Guðbjörg Lind opnar sýningu sína, Völundarhús minninganna, 12.júní kl. 18 í Bryggjusal í Edinborgarhúsinu og kl. 20 verða tónleikar
með Ife Tolentiono, Óskari Guðjónssyni og Eyþóri Gunnarssyni.
Völundarhús og tríó á Ísafirði
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2016
Þessi sýning er búin að vera í eitt og hálftár í undirbúningi og kom þannig til aðAnna Hallin og Guðný Kristmannsdóttir
fóru að velta fyrir sér nautninni sem þema og
útgangspunkti,“ segir Hlynur Hallsson, safn-
stjóri Listasafnsins á Akureyri um sýninguna
Nautn / Conspiracy of Pleasure sem opnuð
verður í dag. Hann er sýningarstjóri ásamt
Ingu Jónsdóttur, safnstjóra Listasafns Árnes-
inga, en sýningin verður einnig sett upp í
Hveragerði í byrjun árs 2017. „Þetta er eitthvað
sem mætti gera meira af. Auðvitað verður sýn-
ingin ekki alveg eins, enda ólík rými, en hún
byggist á sömu verkum,“ segir Hlynur.
Hin ýmsu lögmál og birtingarmyndir nautnar
eru útgangspunktur sýningarinnar. Anna og
Guðný fengu til liðs við sig fjóra aðra listamenn
sem þeim fannst passa inn í þemað. Að sögn
Hlyns mega sýningargestir búast við að sjá fjöl-
breyttar hliðar nautnarinnar á sýningunni.
„Nautn er eitthvað sem við öll verðum fyrir
áhrifum af. Oft tengir maður nautn við eitthvað
jákvætt, eins og að njóta matar eða lystisemda
lífsins, en nautn er líka oft eitthvað eins og of-
gnótt og fíkn. Það sér maður svolítið vel í verk-
unum þeirra allra, en á mismunandi hátt, enda
eru þetta ólíkir listamenn.“
Mörkin túlkuð á ljóðrænan hátt
Listamennirnir sex munu sýna ný verk þar sem
þeir fjalla um hugtakið, hver frá sínu sjónar-
horni og forsendum, og efna til orðræðu um
hlutverk nautnar í heimspekilegu, listrænu og
veraldlegu samhengi. Í verkunum má sjá þrá-
hyggjukenndar birtingarmyndir neysluhyggju
og kynlífs í samtímanum, holdið í myndlistinni,
mannslíkamann sem táknrænt fyrirbæri og inn-
blástur eða einfaldlega hina frumstæðu nautn
sem oft fylgir listsköpun, glímunni við efni og
áferð, áráttu og blæti.
Á sýningunni er hinum ýmsu spurningum
velt upp. Hvenær verður eitthvað að blæti?
Hver er munurinn á munúð og ofgnótt, erótík
og klámi, löngun og fíkn, háleitum markmiðum
og firru? Hlynur segir að á sýningunni sé mikið
unnið með þessi oft óljósu mörk. „En á ljóð-
rænan og beinskeyttan hátt. Listamennirnir
velta fyrir sér áróðri og þessum gildrum neyslu-
hyggjunnar og þjóðfélagsins yfirleitt. Þau vinna
með afar ólík efni, málverk, skúlptúra, teikn-
ingar, ljósmyndir og innsetningar. Þetta verður
mikið samsafn af allskyns nautnum frá ýmsum
hliðum.“
Alls munu sex listamenn sýna verk sín. Tveir
þeirra, Guðný Kristmannsdóttir og Birgir Sig-
urðsson, eru á heimaslóðum. „Guðný veltir fyrir
sér þessum táknum sem eru í nautninni, hún er
mikið að velta fyrir sér kynlífi og nautn í sam-
bandi við það. Frjósemi er einnig hluti af henn-
ar pælingum, en hún mun meðal annars sýna
málverk þar sem kanínur koma fyrir sem ber
heitið „Happy Horny Monsters“,“ segir Hlynur.
Mörg verk Guðnýjar eru stór í sniðum, en með-
al annars verður málverkið „Draumur galtar“ á
sýningunni, en það er 2,30 x 5 metrar að stærð.
Birgir Sigurðsson kemur inn í myndlistina úr
annarri átt, en hann er rafvirki. Hann mun einn-
ig framkvæma dansgjörning á opnuninni.
„Segja má að verkið hans tengist gjörningnum,
það er nautninni sem felst í dansinum og að fá
útrás. Hann hefur einnig verið að velta fyrir sér
matarfíkn og tengir hann saman hugmyndir
okkar um líkamann og hvernig við erum.“
Nautnin að skapa
Anna Hallin, einn af hugmyndasmiðum sýning-
arinnar, vinnur með postulínsskúlptúra. „Hún
er að fást við hugmyndir um hvernig maður
fæst við efni og verður betri í að búa til eitthvað,
eins og til dæmis líkama, og hversu langt maður
getur náð með það,“ segir Hlynur. Verkin eru
innblásin af verkum meistara höggmynda-
listarinnar, en útkoman er lífrænni, að mati
Hlyns. „Það má sjá sveppi eða jafnvel varir og
aðra líkamsparta út úr verkum hennar og upp-
lifa þannig nautnina í að skapa.“
Verk Eyglóar Harðardóttur eru ekki langt
frá verkum Önnu, en hún fjallar einnig um
sköpunarferlið. „Verkin hennar eru þó meira
abstrakt. Hún veltir fyrir sér nautn augnabliks-
ins við að búa til eitthvað. Hún vinnur með jap-
anskan pappír, gifs og liti. Það er ekki alltaf auð-
velt að tengja verk hennar við nautn en það er
áskorun í því að vinna með efni og fá eitthvað út
úr því og miðla til áhorfenda,“ segir Hlynur.
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson vinnur á allt öðr-
um nótum. „Hann er að vinna með samfélagið
og er með seríu af hryðjuverkamönnum, ISIS
liðum, og teikningar þar sem hann veltir fyrir
sér hvernig markaðshyggjan setur fram bæði
fréttir og vörur,“ segir Hlynur. Verk Helga eru
vatnslitamyndir sem sýna hryðjuverkamenn við
dagleg störf með vopnin sín. „Hann er að hugsa
um þetta markaðsdrifna samfélag og mæli-
kvarðann á hversu langt við höfum náð, það er
hvort við höfum náð markmiðum okkar. En þá
fer maður að velta fyrir sér hver markmiðin eru
og hversu göfug eru þau?“
Jóhann Ludwig Torfason vinnur einnig með
markaðssetningu en hann hefur lengi verið að
vinna með það sem hann kallar Pabbakné, sem
er eins konar fyrirtæki. „Hann setur upp skrif-
borð eins og hann sé að vinna þar og hengir upp
helling af myndum og veltir fyrir sér hvar lista-
maðurinn standi í því. Er þetta fyrirtæki eða
markaðssetning? Fagurfræði verka Jóhanns
tengir maður við liðinn tíma, jafnvel fagurfræði
fimmta og sjötta áratugarins í bland við undir-
liggjandi húmor en þegar maður kafar dýpra er
eitthvað skrýtið í gangi,“ segir Hlynur.
Ekki ætlunin að sjokkera
Það er ljóst að von er á fjölbreyttri túlkun á eðli
og hliðum nautnarinnar í Listasafninu á Akur-
eyri um helgina, og í allt sumar. Sýningin er op-
in öllum en Hlynur bendir þó á að sum verkanna
eru ekki alveg fyrir viðkvæma, en sýningin sé
ekki sett upp til að sjokkera. „Verið er að fjalla
um þessa nautn af einlægni og hvernig hún
kemur okkur fyrir sjónir. Það getur verið eitt-
hvað fallegt og dásamlegt við hana en auðvitað á
nautnin líka sínar skuggahliðar.“
Sýningin verður opnuð formlega kl. 15 í dag,
laugardag. Í tilefni sýningarinnar kemur út sýn-
ingarskrá með texta eftir Markús Þór Andrés-
son. Á morgun, sunnudag, kl. 15 verður svo
listamannaspjall. „Þá fá áhorfendur tækifæri til
að spjalla við listamennina og spyrja þá út í pæl-
ingar þeirra eða miðlanir, hvert hugsanir þeirra
fara með þau þegar þau sjá verkin. Þetta er gott
tækifæri til að heyra um bakgrunn verkanna,“
segir Hlynur. Þá verður heilmikið um að vera í
Listagilinu alla helgina, svo sem opnanir í
Mjólkurbúðinni og Kaktus. Sýningin Nautn /
Conspiracy of Pleasure verður opin til 21. ágúst
og það verður opið alla daga í Listasafninu á
Akureyri í sumar. „Við ákváðum að lengja þann
tíma sem opið er í sumar, en opið verður milli
klukkan 10 og 17 alla daga.“ Sýningargestir
geta einnig kynnt sér sýninguna Arkitektúr og
Akureyri sem stendur yfir í Listasafninu á
Akureyri, Ketilhúsi og er hin sumarsýning
Listasafnsins.
Listamennirnir með öðrum sýningarstjóranum,
Hlyni Hallssyni. Frá vinstri: Eygló Harðardóttir,
Guðný Kristmannsdóttir, Birgir Sigurðsson, Jó-
hann Ludwig Torfason, Anna Hallin, Hlynur
Hallsson og Helgi Hjaltalín Eyjólfsson.
Morgunblaðið/Skapti
Nautn er dásamleg en skuggaleg
Hvar liggja mörkin á milli þess að leggja eðlilega og manneskjulega rækt við unað og ánægju og þess að gangast
þessum eiginleikum hömlulaust á vald? Því munu sex listamenn reyna að svara í verkum sínum á sýningunni
Nautn / Conspiracy of Pleasure í Listasafninu á Akureyri sem verður opnuð um helgina.
Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is
’Oft tengir maður nautn viðeitthvað jákvætt, eins og aðnjóta matar eða lystisemda lífs-ins, en nautn er líka oft eitthvað
eins og ofgnótt og fíkn.