Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Blaðsíða 20
BLAÐALJÓSMYNDUN
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2016
Ö
ll heimsbyggðin hef-
ur séð ljósmyndina
sem prýðir forsíðu
National Geograp-
hic af stúlku frá
Afganistan með stingandi græn
augu. Steve McCurry á heiðurinn
af henni og mörgum annarra
heimsfrægra ljósmynda sem birst
hafa víða um heim.
Í síðasta mánuði á stórri sýningu
á verkum hans rak ítalskur ljós-
myndari, Paolo Viglione, augun í
eitthvað furðulegt á einni ljósmynd-
inni. Það leit út eins og gulur
skiltastaur stæði út úr fæti á manni
einum. Hann skrifaði um þetta á
bandarísku bloggsíðunni PetaPixel
og vakti greinin mikla athygli og
reiði í ljósmyndasamfélaginu en
McCurry þótti þarna brjóta sið-
ferðileg lög blaðaljósmyndunar.
Strax fóru menn að draga í efa
sannleiksgildi annarra mynda hans
en síðan upp komst um McCurry
hefur hann eytt myndum mörg ár
aftur í tímann af vefsíðu sinni.
Hvað má og hvað má ekki
Fréttaveitur og myndabankar um
víða veröld leyfa notkun forrita á
borð við Photoshop og er viður-
kennt að breyta myndum upp að
vissu marki. Í frétta- og heimilda-
ljósmyndun gilda strangar reglur
varðandi hvað sé leyfilegt. Það má
alls ekki hreyfa við pixlum mynd-
arinnar og hafa ljósmyndarar verið
útilokaðir frá keppni eða sviptir
verðlaunum hafi þeir orðið uppvísir
að slíku.
Í reglum AP-fréttaveitunnar um
blaðaljósmyndir stendur: „AP-
myndir verða alltaf að segja sann-
leikann. Við lögum ekki eða á staf-
rænan hátt breytum innihaldi ljós-
mynda á neinn hátt. Engu má bæta
við eða taka eitthvað út af ljós-
mynd í stafrænni vinnslu.“
Sjónrænn sögumaður
Margir blaðaljósmyndarar og
fræðimenn telja að vegna tilkomu
stafrænnar tækni sé blaða-
ljósmyndun sem fag að hverfa og
ný starfsgrein að líta dagsins ljós.
Ótvíræðir kostir fylgja nýrri tækni
en galli fylgir gjöf Njarðar. Sann-
leiksgildi mynda rýrnar og ljós-
myndun er nú á allra færi; aðeins
þarf að eiga snjallsíma. Telja
margir í blaðaljósmyndarastéttinni
að gamla starfsheitið eigi ekki
lengur við en nýtt starfsheiti gæti
verið stafrænn blaðamaður, marg-
miðlunarblaðamaður eða sjónrænn
blaðamaður. Engu að síður verður
sá ljósmyndari sem birtir myndir í
fjölmiðlum, hvað sem hann kýs að
kalla sig, að lúta þeim lögmálum
að hreyfa ekki við pixlum. Skiptir
þetta gríðarlegu máli fyrir trú-
verðugleika ljósmynda en það hef-
ur verið umræðuefni allt frá upp-
hafi ljósmyndunar.
Í gamla daga var hægt að hafa
áhrif á myndir í myrkvakompu
upp að vissu marki. Með tilkomu
stafrænnar tækni í faginu hafa
tækifærin til lagfæringa og föls-
unar breyst svo um munar.
Að treysta fréttamyndum
Myndlæst fólk í hinum vestræna
heimi veit að myndum úr heimi
tískunnar og fræga fólksins er oft
og tíðum breytt, en þegar um
fréttamyndir er að ræða, býst fólk
ekki við slíkum tilfæringum.
Við vitum að tískuljósmyndari
vinnur sínar myndir mikið í tölvu
og við vitum að slíkar myndir sýna
ekki allan sannleikann. En í heimi
fréttamennskunnar viljum við geta
treyst á sannleiksgildi ljósmynda.
Þeir skrásetja söguna í myndum;
stríð, fátækt, hörmungar, slys,
stóra viðburði í heimi stjórnmála,
íþróttir og fleira sem ratar í fjöl-
miðla. Þetta eru myndir sem við
viljum trúa og treysta að séu sann-
ar.
Vissulega hafa blaðaljósmynd-
arar ákveðið svigrúm til að vinna
myndir sínar í tölvunni; skerpa,
laga til liti, skera, lýsa eða dekkja.
Þetta eru allt viðurkenndar aðferð-
ir blaðaljósmyndara þó að sitt sýn-
ist hverjum um hversu langt megi
ganga. En það er algjörlega frá-
leitt að fjarlægja hluti eða fólk úr
ljósmyndum sem eiga að birtast í
fréttamiðlum. Það er þá hrein og
klár fölsun.
Að „leikstýra“ fréttinni
Að sama skapi þykir ekki siðferði-
lega rétt að stilla upp senum sem
lesandinn er látinn trúa að séu
sannar. Þá er að sjálfsögðu átt við
Ein mynd
getur logið
meira en
þúsund orð
Hinn heimskunni Magnum-blaðaljósmyndari,
Steve McCurry varð uppvís í síðasta mánuði að
meiriháttar fölsunum á ljósmyndum. Hann notaði
tölvuforritið Photoshop til að breyta myndum
sínum á þann hátt sem brýtur allar reglur blaða-
ljósmyndunar. Trúverðugleiki margra ljósmynda
hans er nú dreginn í efa og blaðaljósmyndarar eru
slegnir.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Á þessari mynd sem McCurry tók á Indlandi má sjá meiriháttar falsanir. Ef borin er saman upprunalega myndin við hina
sem birtist má sjá að búið er að fjarlægja tvo menn af hjólinu og auk þess er búið að breyta bakgrunninum algerlega.
Skjáskot af http://www.readingthepictures.org/