Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.06.2016, Blaðsíða 32
Alltaf verið mjög hrifin
af andstæðum
Katrín blandar saman ólíkum efnum og skapar
þar með áhugaverðar andstæður í hönnun sinni.
Aðspurð úr hvaða efni skórnir eru gerðir seg-
ist Katrín alltaf hafa heillast af fiskroði og lang-
að að vinna með það lengi.
„Ég er uppalin þar sem lífið snýst um fisk og
vann við það að flaka fisk þegar að ég var að
Katrín Alda Rafnsdóttir fatahönnuður hlauttveggja milljóna króna styrk á dögunumfrá Hönnunarsjóði fyrir framleiðslu á
nýrri skólínu. „Kalda er í fyrsta sinn að hanna og
framleiða skólínu svo styrkurinn kemur að rosa-
lega góðum notum, ekki síst á þessum tímapunkti
en einnig er hann mikil viðurkenning fyrir mig og
mitt fyrirtæki,“ útskýrir Katrín Alda og bætir við
að styrkurinn geri henni kleift að kynna skóna
fyrir erlendum söluaðilum og fjölmiðlum, sem er
mjög kostnaðarsamt verkefni.
Katrín er með aðsetur í London en ferðast
mikið á milli Reykjavíkur, London og New York í
tengslum við vinnu. „Skórnir eru framleiddir í
Portúgal en mest af hráefninu kemur frá Íslandi.
Þegar ég er að skapa finnst mér oft gott að koma
heim til Íslands, það er svo mikið frelsi, friður og
sköpunarkraftur heima sem ég sækist eftir.“
Aðspurð hvernig áhuginn á skóhönnun kvikn-
aði segist Katrín alltaf hafa haft mikið dálæti á
skóm.
„Ég hef alltaf elskað skó og á persónulegt safn
af mjög umdeilanlegum stílum. Mig langaði að
einblína á eina vörulínu með Kalda og var mest
spennt fyrir skóm svo það var frekar náttúrleg
þróun.“
Katrín segir það búið að vera mjög skemmti-
legt ferli að hanna skólínuna og frábrugðið ferl-
inu að hanna fatnað. „Ég vissi frá upphafi að mig
langaði að hanna skólínu sem væri ólík öllu öðru
sem væri á markaðinum en á sama tíma mjög
klæðileg. Ég lagði mikla áherslu á að þeir væru
þægilegir að ganga á – konur eru fallegar þegar
þeim líður vel.“
Katrín Alda
fatahönnuður.
Katrín Alda
vinnur með
andstæður og
blandar saman
ólíkum efnum.
Heillast af fiskroði
Fatahönnuðurinn Katrín Alda Rafnsdóttir framleiðir skólínu
undir merki sínu Kalda. Katrín segir sig hafa langað að hanna
skólínu sem væri ólík öllu öðru sem væri á markaðinum.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Ljósmyndir/Silja Magg
Söngkonan Beyoncé klæddist sérgerðri dragt frá Givenchy eftir Riccardo Tisci þegar
hún tók á móti viðurkenningunni tískufyrirmynd ársins á CFDA verðlaunahátíðinni. Það
vakti þó athygli að demantarnir sem söngkonan bar eru metnir á 9 milljónir dollara.
Rándýrt dress Beyoncé
Lila Grace, 13 ára dóttir ofurfyrirsæt-
unnar Kate Moss, prýðir forsíðu júníheft-
is ítalska Vogue ásamt móður sinni. Faðir
Lilu er útgefandinn Jefferson Hack, stofn-
andi Dazed. Hann og Kate voru í sam-
bandi á árunum 2001-2004.
Myndaþátturinn ber heitið Love, eða
ást, og myndaði tískuljósmyndarinn
Mario Sorrenti mæðgurnar.
FETAR Í FÓTSPOR MÓÐUR SINNAR
Kate Moss
og dóttir á
forsíðu Vogue
© Vogue Italia/ Mario Sorrenti
Mæðgurnar klæðast fatnaði frá
Versace á forsíðu tímaritsins.
© Vogue Italia/ Mario Sorrenti
TÍSKA
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.6. 2016
Fylgist með okkur á faceboock Við höfum lækkað vöruverð
fyrir sumarveisluna
Kjólar frá
Kringlunni 4c – Sími 568 4900