Morgunblaðið - 28.06.2016, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.06.2016, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 8. J Ú N Í 2 0 1 6 Stofnað 1913  149. tölublað  104. árgangur  ÞRIÐJA PLATA ÁRNA ÓÐUR TIL ÆSKUSLÓÐA LOKI EFSTUR EFTIR FORKEPPNI TVÆR FERÐA- BÆKUR Á PÓLSKU UM ÍSLAND LANDSMÓT HESTAMANNA 14 JANINA R. SZYMKIEWICZ 12-13FUTUREGRAPHER 30 H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 6 1 6 0 3 0 Terbinafin Actavis 10mg/g 15 g krem TA H Ú S IÐ / A ct av iss 6 1 6 0 3 0 Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu hélt í gærkvöld áfram að bæta við sitt stærsta afrek í sögunni þegar það sló út England í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi, með 2:1-sigri í Nice. Þar með er ljóst að Ísland mætir heima- mönnum í franska landsliðinu í átta liða úrslitum á sunnudagskvöld kl. 19, á þjóðarleikvangi Frakka í París, Stade de France. Englendingar fengu draumabyrj- un í gær þegar vítaspyrna var dæmd á Hannes Þór Halldórsson og Wayne Rooney skoraði úr henni strax á 4. mínútu. Aðeins örfáum andartökum síðar hafði Ísland aftur á móti jafnað metin með marki Ragnars Sigurðs- sonar, sem skoraði eftir langt inn- kast Arons Einars Gunnarssonar og skalla Kára Árnasonar. Englend- ingar héldu boltanum meira en gekk illa að skapa sér færi gegn íslenska liðinu, sem náði forystunni á 18. mín- útu þegar Kolbeinn Sigþórsson batt endahnútinn á frábæra sókn með skoti af vítateigslínunni. Íslenska lið- ið varði forskotið til enda, dyggilega stutt af íslenskum áhorfendum sem fjölmenntu til Nice og létu vel í sér heyra. „Þetta er eiginlega fáránlegt af- rek en þetta er það sem maður lifði fyrir, og nú er það orðið að veru- leika. Fyrir leikinn höfðum við allir trú á því að þetta væri hægt, við töldum okkur alveg hafa roð við þessu enska liði, og vissum að við gætum refsað þeim. Okkur tókst það,“ sagði Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska liðsins. „Ég get ekki beðið eftir því að mæta Frökkum. Það verður geysi- lega erfiður leikur, Frakkar eru búnir að vera sterkir,“ sagði Jón Daði. Englendingar voru í sárum eftir niðurstöðu leiksins og strax að leik loknum sagði þjálfari enska liðsins, Roy Hodgson, upp starfi sínu. M »4, 18-19, íþróttir Ísland mætir Frökkum í átta liða úrslitum á EM eftir stórkostlegan sigur á Englendingum í Nice AFP Fagnaðarlæti Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði stýrir fagnaðarlátum leikmanna og stuðningsmanna eftir sigurinn á Englandi í sextán liða úrslitum á EM í knattspyrnu í gær. ÆVINTÝRIÐ HELDUR ÁFRAM Morgunblaðið/Golli Gleði Stuðningsmenn Íslands létu vel í sér heyra á Stade de Nice í gær og réðu sér ekki fyrir kæti í leikslok, eftir að sigur íslenska liðsins var í höfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.