Morgunblaðið - 28.06.2016, Síða 13
Morgunblaðið/Golli
Áhugaverðir staðir Janina á sér marga eftirlætisstaði. Harpa og gamla höfnin finnst henni hvað fegurst í Reykjavík.
ina í lífi mínu. Kannski vegna áhrif-
anna sem ég varð fyrir þegar ég var
þrettán ára og fór að lesa ferðasögur.
Ég hafði mikið dálæti á ævintýrum
H.C. Andersen, sérstaklega á sög-
unni Litla hafmeyjan. En líklega var
innblástur bóka minna þó fyrst og
fremst landslagið, sem ég féll al-
gjörlega fyrir,“ svarar Janina, sem
var ekkert að tvínóna við hlutina,
stofnaði útgáfufyrirtækið Arisa og
gaf bækurnar út sjálf.
Fjöll í töfralitum
Ísland – ævintýrasaga er fyrsta
bókin sem gefin hefur verið út á
pólsku um Ísland. Bókin hlaut lof-
samlega dóma bæði á Íslandi og í Pól-
landi. „Bókin fékk góða kynningu í
Grapevine og pólskum fjölmiðlum og
Iceland Review mælti sérstaklega
með henni fyrir pólska ferðamenn.
Þessi bók er eins konar leiðsögn um
Ísland og fjallar um töfrandi ferð
mína um landið, þar sem ég lýsi ótrú-
legu landslagi sem er alveg einstakt í
heiminum. Í henni eru einnig sannar
sögur af konum og körlum sem ég
kynntist á ferðum mínum,“ segir Jan-
ina. Og lofsöngnum er ekki lokið:
„Stundum gerist eitthvað óvænt og
yndislegt í lífi manns, sem maður veit
ekki hvernig eða hverjum á að þakka
fyrir. Kannski voru það örlög mín að
koma hingað, hver veit? Upphafskafl-
inn í fyrri bókinni minni tengist öllu
þessu,“ bætir hún við.
Svo mikið er víst að kaflinn sem
Janina vísar til er a.m.k. ekki til að
fæla ferðamenn frá því að sækja
landið heim:
„Á jörðinni finnast ævintýra-
legir staðir. Einn af þeim stöðum er
eyja sem líkist ævintýramána með
gullrauðu dufti sem geymir heitt
vatn, þakin klettum og fjöllum. Þar
eru eldfjöll sem vaka í iðrum jarðar
og rísandi jöklaborgir þar sem glitr-
andi ár renna undan jöklunum og fal-
legir laxar synda í tæru vatninu. Hátt
uppi leika fjólublá norðurljósin á
dansandi síkvikum himni. Á þeim
stað – þessari eyju – uxu úr hafinu
óraunveruleg fjöll í töfralitum. Og
þar í dimmum dölum búa ennþá tröll
og álfar.“
Allir vegir færir
Janinu telst til að hún hafi keyrt
meira en tuttugu þúsund kílómetra
þegar hún var með bókina í smíðum.
„Þar sem var vegur keyrði ég, einu
gilti í hvaða ástandi hann var. Allar
þessar ferðir voru töfrandi og
ógleymanlegar,“ segir hún og á erfitt
með að gera upp á milli þegar hún er
spurð um eftirlætisstaði sína á Ís-
landi. Eftir nokkra umhugsun er
svarið þó býsna nákvæmt: „Ég held
ég nefni veginn F905 - F910 - F902
frá Möðrudal til Sigurðarskála og
Kverkfjalla og við Herðubreið-
arlindir til baka sem er vegurinn
F88,“ segir hún. „Ég fór þessa leið
fjórum sinnum og var alltaf jafn heill-
uð. Landslagið og þögnin voru slík að
mér fannst eins og ég væri stödd á
annarri plánetu.“
Janina er rifin upp úr hugrenn-
ingum sínum um náttúrufegurðina
úti á landi. Reykjavík er næst á dag-
skrá. Reykjavík4you nánar til tekið.
Hvernig kviknaði hugmyndin að
þeirri bók?
„Mér datt í hug að það væri bara
frábært að skrifa um Reykjavík á
annan hátt en aðrir. Í þessari bók sjá
lesendur borgina með augum Reyk-
víkinga sjálfra en ekki ferðamanna.
Átján Reykvíkingar, sem ég bæði
þekki persónulega eða var bent á,
svara tveimur spurningum: „Á hvaða
áhugaverða staði í Reykjavík myndir
þú bjóða ferðamönnum, erlendum
vinum þínum eða kunningjum sem
ætla að heimsækja þessa töfrandi
borg?“ og „Hvað finnst þér áhuga-
verðast fyrir þá að sjá?““
Reykjavík í öðru ljósi
Tókstu viðtölin á íslensku og
þýddir síðan á pólsku og ensku?
„Auðvitað tók ég viðtölin á ís-
lensku,“ svarar Janina alveg hneyksl-
uð. „Ég þýddi síðan viðtölin á pólsku
en Melanie J. Adams þýddi úr ís-
lensku á ensku. Hún er kanadísk en
hefur búið á Íslandi lengi og talar
virkilega góða íslensku. Þótt Reykja-
vík4you sé viðtalsbók er hún jafn-
framt leiðsögubók sem sýnir borgina
í öðru ljósi en alla jafna tíðkast í bók-
um af þessu tagi. Bókin er framlag
mitt til að kynna borgina fyrir þeim
fjölmörgu Pólverjum sem búa í
Reykjavík sem og ferðamönnum af
öllum þjóðernum. Vonandi verður
hún sem flestum til gagns og gleði.“
Janina segist líta á það sem sér-
stakt verkefni sitt að halda áfram að
kynna íslenska menningu og arfleifð
fyrir samlöndum sínum – og fleirum.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016
Fitulítil og
próteinrík . . .
…og passar með öllu
www.ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í
fókus á Íslandi, Alþjóðamálastofnun
Háskóla Íslands og Kjarninn boða til
opins fundar um aðgerðir gegn
skattaundanskotum kl. 10-12 í dag,
þriðjudag 28. júní, í Norræna húsinu
Aðalgestur fundarins er Torsten
Fensby. Hann hefur háð áralanga bar-
áttu gegn skattaundanskotum og
leiddi sameiginlegt verkefni norrænu
ríkisstjórnanna um gerð upplýsinga-
skiptasamninga á sviði skattamála
við aflandssvæði og er því verkefni
nýlokið.
Torsten Fensby ræðir við Þórð Snæ
Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, um bar-
áttu sína, meðal annars í ljósi nýlegra
afhjúpana úr Panamaskjölunum.
Að loknu spjalli Torstens og Þórðar
er boðið upp á pallborðsumræður.
Þátttakendur eru Bryndís Kristjáns-
dóttir skattrannsóknarstjóri, Brynjar
Níelsson, 1. varaformaður efnahags-
og viðskiptanefndar Alþingis og
Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi
ríkisskattstjóri.
Fundarstjóri: Þórður Snær Júl-
íusson. Fundurinn fer fram á ensku
og er opinn öllum.
Nánari upplýsingar: www.nordic-
house.is og www.ams.hi.is.
Opin fundur í Norræna húsinu
Ljósmynd/Wikipedia
Barátta Torstein Fensby hefur háð
baráttu gegn skattaundanskotum.
Aðgerðir gegn
skattaund-
anskotum
Janina byggir bókina Reykjavík4you á við-
tölum sem hún tók við átján valinkunna
Reykvíkinga. Hún bað þá um að lýsa borginni
sinni og svara spurningunni hvaða áhuga-
verðu staði í Reykjavík þeir myndu vildu
bjóða erlendum vinum sínum að sjá.
Viðmælendur hennar eru úr ýmsum
starfsstéttum, t.d. framkvæmdastjóri, mat-
reiðslumaður, rithöfundar, kennari, leið-
sögumaður, ljósmyndari, gullsmiður og
læknir. Bókina prýðir fjöldi mynda af viðmæl-
endum sem og stöðum sem þeim eru kærir.
Einnig eru í henni ljósmyndir sem tengjast
starfi eða áhugasvið viðmælenda; hönnun,
hestar, matur og gleðigangan svo dæmi séu
tekin.
Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, skrifar formála þar
sem hann stiklar á stóru í sögu Reykjavíkur.
Ó borg, mín borg
REYKJAVÍK4YOU
Ísland æv-
intýrasaga
er fyrsta
bókin sem
gefin hefur
verið út á
pólsku um
Ísland.
Fyrir sumarfríið er
gráupplagt að
birgja sig upp af
skemmtilegum
bókum, geisla-
diskum og DVD-
diskum. Sér-
staklega ef ekki
þarf að kosta
miklu til. Á mark-
aðstorgi Borgarbókasafnsins í Gróf-
inni má gera sannkölluð reyfarakaup
á afþreyingarefni af því taginu til 22.
júlí. Ein bók kostar aðeins 100 krónur
og heilt kíló 200 krónur.
Endilega …
… gerðu
reyfarakaup