Morgunblaðið - 28.06.2016, Side 10
FRÉTTASKÝRING
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
tfh@mbl.is
Notkun hreyfiseðla hefurstóraukist á síðustuþremur árum. Í tilkynn-ingu frá velferðarráðu-
neytinu kemur fram að með innleið-
ingu hreyfiseðla á göngudeildum
Landspítalans sé lokaáfanganum
náð. Verkefnið hófst árið 2011 sem
tilraunaverkefni á fimm heilsu-
gæslustöðvum. Tveimur árum síðar
var ákveðið að innleiða hreyfiseðla
um allt land og lauk innleiðingunni í
maí síðastliðnum.
Rafræn eftirfylgni
Hreyfiseðlum er ætlað að koma
til viðbótar við önnur úrræði. Ferlið
er þannig að eftir samráð við lækni
fer sjúklingurinn til hreyfistjóra
sem útbýr einstaklingsbundna
hreyfingaráætlun. Fólk sem glímir
t.d. við þunglyndi eða kvíða þarf að
hreyfa sig með öðrum hætti hvað
varðar tíðni, tíma og ákefð heldur
en fólk sem hefur of háan blóð-
þrýsting. Sjúklingurinn skráir
hreyfingu sína með rafrænum hætti
inn á vefsíðuna hreyfisedill.is, en
einnig er hægt að nota síma og
þannig getur hreyfistjórinn fylgst
með framgöngunni og haft samband
ef ástundun hreyfingar er undir
áætlun.
Auður Ólafsdóttir er verkefnis-
stjóri innleiðingar hreyfiseðla á Ís-
landi. Hún segir að sjúklingar séu
móttækilegir fyrir úrræðinu.
„Fólk vill gjarnan hafa áhrif með
eigin atorku og taka þannig beinan
þátt í því að hafa áhrif á sjúkdóms-
einkennin.“
Til að kerfið nái fótfestu er mikil-
vægt að læknar séu meðvitaðir um
að úrræðið standi til boða og virkir í
leggja það til við sjúklinga. Að sögn
Auðar felst þrautin m.a. í því að
koma úrræðinu ofarlega í huga
lækna.
„Langflestir hafa tekið vel í þetta
góða úrræði. Það var gerð rannsókn
á því hvers vegna læknar nýta það
ekki í meiri mæli og niðurstaðan var
sú að ástæðan er ekki mótþrói held-
ur snýst þetta fyrst og fremst um
að muna eftir því.“
Seðlarnir rjúka út
Í takt við útbreiðslu verkefnisins
hefur ávísunum hreyfiseðla farið
fjölgandi. Ávísanir jukust um 130%
milli áranna 2013 og 2014 og 60%
frá 2014-2015. Í kjölfar innleiðingar
á Landspítalanum má búast við enn
frekari fjölgun á þessu ári. Í töl-
fræðinni sem velferðarráðuneytið
gefur út má greina talsverðan mun
milli kynjanna. Að meðaltali hefur
skiptingin verið þannig að 65,2%
heyfiseðla er ávísað til kvenna á
móti 34,8% sem er ávísað til karla.
Tækifæri til rannsókna
Þriggja manna verkefnisstjórn
var skipuð árið 2013 af velferðar-
ráðuneytinu til að hafa umsjón með
innleiðingunni. Henni voru veittar
50 milljónir króna á ári og mun hún
starfa út árið 2016. Jón Steinar
Jónsson, læknir á heilsugæslunni í
Garðabæ og lektor við læknadeild,
telur að halda þurfi utan um verk-
efnið áfram til að festa það betur í
sessi.
„Ég tel að það sé mikilvægt að
halda utan um verkefnið með ein-
hverjum hætti eftir að innleiðingar-
ferli lýkur í lok árs 2016. Sérstak-
lega er mikilvægt að hreyfi-
stjórahópurinn haldi áfram að þróa
vinnubrögð sín og þau verði áfram
samræmd,“ segir Jón, sem er bjart-
sýnn á að tækifæri til rannsókna
leiði af verkefninu.
„Við erum í kjörstöðu vegna þess
að þetta er samræmt og kostnaðar-
lítið kerfi sem nær yfir alla lands-
hluta. Það getur skapað spennandi
tækifæri til rannsókna á hreyfingu
og heilsu,“ segir Jón enn fremur.
Hreyfing styðji við önnur úrræði
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Heilsa Hreyfing getur verkað á sjúkdóma eins og þunglyndi og háþrýsting. Læknar segja að stundum sé meiri hjálp í hreyfingu en lyfjagjöf.
Fjöldi ávísaðra hreyfiseðla eftir kyni
2013 2014 2015
Talsverðri kynjaskekkju gætir í tölfræði hreyfiseðlanna.
Meðalhlutfall kvenna er 65,2%
í samanburði við 34,8% hjá körlum
0
2000
1000
800
Karlar
Konur
600
10
17
67
6
38
3
60
6
17
82
64
400
200
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár
DAGUR
ÍSLENSKRAR
NÁTTÚRU
Tilnefningar óskast til
viðurkenninga umhverfis-
og auðlindaráðuneytis
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir
tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent
verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september
næstkomandi.
Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytisins verða veitt fjölmiðli, ritstjórn,
blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki
eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með
umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina
koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um
íslenska náttúru.
Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í
Brattholti verður veitt einstaklingi sem hefur
unnið markvert starf á sviði náttúruverndar.
Tilnefningar ásamt rökstuðningi skal senda í
síðasta lagi 14. ágúst 2016 á umhverfis- og
auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík,
eða á netfangið postur@uar.is