Morgunblaðið - 28.06.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
„Þetta var mjög góður fundur og það
var lögð mikil áhersla á að EFTA-
ríkin myndu vinna sameiginlega að
þessum málum,“ segir Lilja Alfreðs-
dóttir utanríkisráðherra um ráð-
herranefndarfund EFTA-ríkjanna
þar sem m.a. útganga Bretlands úr
Evrópusambandinu var rædd. „Um-
ræðurnar voru mjög góðar og hrein-
skiptar og það er samstaða um það á
meðal okkar að eiga náið samstarf til
þess að halda þessum nánu efnahags-
legu og viðskiptalegu tengslum sem
EFTA-ríkin hafa við Bretland,“ segir
Lilja. Hún nefnir að miklir hagsmun-
ir séu í húfi enda er mikill útflutn-
ingur sem fer frá öllum EFTA-ríkj-
unum og til Bretlands og einnig
innflutningur þaðan. „Það var lögð
áhersla á að EFTA-ríkin myndu við-
halda þessum samskiptum við Bret-
land,“ segir Lilja.
Hagsmunamat fyrir EFTA
Á fundinum lagði Lilja mikla
áherslu á að EFTA myndi fara í um-
fangsmikið hagsmunamat fyrir aðild-
arríki sín og skoða þá möguleika sem
henta ríkjunum best. „Þannig að við
værum tilbúin til viðræðna við bresk
stjórnvöld þegar að því kemur. Það
tóku allir undir þetta,“ segir Lilja.
Útganga Breta úr Evrópusam-
bandinu verður til umræðu á sameig-
inlegum EES-fundi sem EFTA-ríkin
eiga með Evrópusambandinu þann 8.
júlí nk. Ísland hefur formennsku
sameiginlegu EES-nefndarinnar á
hendi en mun jafnframt taka við for-
mennsku hjá EFTA þann 1. júlí nk.
Lilja segir að staðan sé góð fyrir Ís-
land vegna þessa. „Hún býr til ákveð-
in tækifæri á þessum vettvangi fyrir
okkur.“
Ótímabært að fá Breta í EFTA
Lilja segir að utanríkisráðuneytið
hafi undirbúið vel þann möguleika,
sem síðar varð, að Bretar myndu
kjósa að ganga úr Evrópusamband-
inu. Á fundinum fór Lilja yfir þá
möguleika sem eru nú í stöðunni fyrir
EFTA-ríkin eftir atkvæðagreiðslu
Breta. „Allir voru sammála um að
það væri ekki tímabært að bjóða
Bretum aðild að EFTA því að það er
svo mikil pólitísk óvissa. Ríkin vilja
frekar gefa þeim ákveðið rými til að
átta sig á þeirri stöðu sem upp er
komin. Ég lagði mikla áherslu á að
við myndum strax fara að vinna alla
þessa heimavinnu þannig að við
myndum ekki byrja á því eftir hálft
ár heldur bara strax eftir þennan
fund. Þetta er algjört forgangsmál
hjá EFTA,“ útskýrir Lilja og bætir
við að allir utanríkisráðherrar
EFTA-ríkjanna séu sammála um að
framkvæma umfangsmikið hags-
munamat á möguleikum EFTA-
ríkjanna og Bretlands á samvinnu
þeirra á milli í framtíðinni.
Áfram náið samstarf við Bretland
Fyrsti ráðherrafundur EFTA-ríkjanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu Ísland vel
undirbúið fyrir niðurstöður kosninganna Umfangsmikið hagsmunamat fer fram hjá EFTA-ríkjunum
Morgunblaðið/Eggert
EFTA Lilja Alfreðsdóttir utanríkis-
ráðherra sat fundinn.
Með mjög ólíkum hætti var staðið
að ákvarðanatöku, undirbúningi og
framkvæmd flutninga fimm rík-
isstofnana á milli landshluta á ár-
unum 1999-2007. Þetta kemur fram
í skýrslu Ríkisendurskoðunar um
flutning ríkisstarfsemi milli lands-
hluta sem kom út í gær. Ásamt því
að kanna flutning fimm stofnana
milli landshluta var einnig litið til
flutnings höfuðstöðva Fiskistofu
sem enn stendur yfir.
Ríkisendurskoðun telur að stofn-
un Landbúnaðarstofnunar (síðar
Matvælastofnunar) á Selfossi og
Innheimtumiðstöðvar sekta og
sakakostnaðar á Blönduósi séu
dæmi um vel heppnaðar breyt-
ingar. Ríkisendurskoðun beinir því
þó til forsætisráðuneytisins að leiða
innleiðingu á samræmdu verklagi
innan Stjórnarráðs Íslands vegna
undirbúnings og framkvæmda
ákvarðana um flutning ríkisstarf-
semi milli landshluta.
Forsætisráðuneytið hefur brugð-
ist við ábendingu Ríkisendurskoð-
unar og vísar ráðuneytið í nýtt
ákvæði í lögum um Stjórnarráð Ís-
lands sem tók gildi árið 2015 þar
sem segir að viðkomandi ráðherra
gefi Alþingi skýrslu um fyrirhug-
aðan flutning áður en endanleg
ákvörðun er tekin. Ekki hefur
reynt á lagaákvæðið. „Það er von
forsætisráðuneytisins að skýrslu-
gjöf ráðherra á grundvelli ákvæð-
isins muni tryggja enn frekar vand-
aða ákvarðanatöku um flutning
ríkisstarfsemi,“ segir í svari ráðu-
neytisins.
Óvandaðir stjórnsýsluhættir
við flutning Fiskistofu
Þegar kemur að flutningi Fiski-
stofu til Akureyrar telur Ríkisend-
urskoðun að ekki sé tímabært að
meta framkvæmd, ávinning og ár-
angur af flutningnum þar sem und-
irbúningur að opnun nýrra höf-
uðstöðva stendur enn yfir. Áhrif
fyrstu skrefanna eru þó að ein-
hverju leyti komin fram. Í skýrslu
Ríkisendurskoðunar kemur meðal
annars fram að eftir að umboðs-
manni Alþingis bárust kvartanir
frá starfsmönnum stofnunarinnar
tók hann málið til umfjöllunar. „Af
áliti hans má meðal annars draga
þá ályktun að litlum tíma hafi verið
varið til undirbúnings sem var að
ýmsu leyti ábótavant,“ segir í
skýrslunni. Þá kemur einnig fram í
skýrslunni að upplýsingagjöf til
starfsmanna hafi ekki verið í sam-
ræmi við vandaða stjórnsýsluhætti.
erla@mbl.is
Þörf er á bættu verklagi
Morgunblaðið/Jim Smart
Skýrsla Þörf er á samræmdu verk-
lagi Stjórnarráðsins vegna flutnings
ríkisstarfsemi milli landshluta.
Flutningur Fiski-
stofu gagnrýndur af
Ríkisendurskoðun
Búast má við góðri berjasprettu í
sumar að mati Sveins Rúnars
Haukssonar, læknis og áhugamanns
um berjatínslu. Sveinn nefnir hitann
í maí sem meginástæðu bjartsýn-
innar. „Þetta lítur afskaplega vel út.
Ekki bara á Suðvesturlandi heldur
hefur vorið líka verið gott fyrir
norðan og austan og það sést víða á
berjasprettunni. Ég hef oft vísað í
Bjarna Guðmundsson sem var pró-
fessor á Hvammseyri varðandi
rannsókn sem hann gerði á berja-
sprettu sem náði yfir 25 ára tímabil.
Niðurstaða hans var sú að meðalhiti
í maí væri einn af ákvarðandi þátt-
unum,“ segir Sveinn og bætir við að
ummerkin séu bersýnileg.
„Ef við skoðum lyngið, til dæmis í
Borgarfirði, þá er komið mikið af
sætukoppum. Síðan eru grænjaxl-
arnir ekki aðeins farnir að sýna sig í
júnímánuði heldur einnig farnir að
dökkna.“ Spurður um mun milli ára
segir Sveinn að berjaárið í fyrra
hafi verið rýrt, sérstaklega fyrir
norðan og austan. Berin þurfi tíma
til að vaxa og sumarið í fyrra hafi
verið of stutt. Hinsvegar sé ekkert
öruggt og næturfrost geti bundið
skjótan enda á berjatínsluna.
tfh@mbl.is
Stefnir í
frábært
berjaár
Farið með svarið í ferðalagið
Vegahandbókin • Sundaborg 9 • Sími 562 2600
• Vegakort
• Þéttbýliskort
• Ítarlegur hálendiskafli
• 24 síðna kortabók
• Vegahandbókar App
• Þjóðsögur
• Heitar laugar o.fl. o.fl.
NÝ OG ENDURBÆTT ÚTGÁFA
1.500 kr. afsláttur ef þú
kemur með gömlu bókina
Þótt Reykjavík sé ekki stór borg í augum heima-
manna getur reynst þrautin þyngri að rata fyrir
erlenda ferðamenn. Á meðan margir láta vél-
kennda rödd leiða sig áfram í snjalltækjum eru
aðrir sem nýta sér gömlu góðu kortin, líkt og
þessir ferðalangar gerðu í Lækjargötu í vikunni.
Gamli góði vegvísirinn kemur til góða
Morgunblaðið/Eggert
Á flakki um Reykjavíkurborg