Morgunblaðið - 28.06.2016, Síða 12

Morgunblaðið - 28.06.2016, Síða 12
Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Stundum segir fólk aðþað eigi ekki orð tilað lýsa hrifningusinni – það sé hrein- lega orðlaust. Um Janina Ryszarda Szymkiewicz gegn- ir öðru máli. Hún á svo mörg orð, pólsk sem íslensk, yfir hrifningu sína á Íslandi að ferðabókin, Islandia jak z bajki, Ísland – ævintýrasaga, sem hún skrifaði á pólsku og gaf út fyrir fjórum árum, dugði ekki til. Nú hefur hún bætt um betur og sent frá sér aðra ferðabók, Reykja- vík4you, sem fæst bæði á pólsku og ensku og er byggð upp með allt öðr- um hætti en sú fyrri. Aukinheldur skrifar hún mánaðarlega greinar um Ísland í pólska ferðatímaritið Zew Pótnocy og hefur gert mörgum íslenskum náttúruperlum, bæjum og borg myndarleg skil á síðum þess og raun- ar í fleiri pólskum tímaritum. Efalítið hefur landkynning hennar átt þátt í að laða margan landa hennar til Íslands, en sjálf hef- ur hún verið búsett hér í nokkur ár. Trúði ekki eigin augum En hver er þessi pólska kona sem heillaðist svona af landi og þjóð? „Ég er fædd og uppalin á suð- austurhorni Póllands, sem er einn fegursti hluti landsins. Ég er með BS-gráðu í siglingafræði frá Mari- time-háskólanum í Szczecin og sigldi um flest heimsins höf í áratugi þegar ég vann á fragt- og olíuskipum,“ segir Janina og lætur þar við sitja um einkahagi sína. Síðar í spjallinu kemur þó fram að hún er á 3. ári í ís- lensku í Háskóla Íslands og býr með pólsk/ sænskum manni sínum í Reykjavík. Spurð hvort hann hafi líka verið spenntur fyrir að búa hér svarar hún snögg upp á lagið að hann hafi ekki haft neitt val. Stýrimað- ur til sjós og lands, hún Janina. „Ég kom fyrst til Íslands sem ferðamaður, ferðað- ist víða um landið og fannst náttúran svo fögur að ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Náttúran hefur alltaf leikið stórt hlutverk í lífi mínu. Þegar ég sneri heim var ég ákveðin að koma hingað aftur og skrifa bók.“ Af hverju? „Kannski bara vegna þess að ævintýrið og rómantíkin tóku stjórn- Eyja sem líkist ævintýramána 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 www.kemi.is - kemi@kemi.is • Almennur handhreinsir sem byggir á náttúru- legum efnum. • Virkar jafnt með vatni og án. • Engin jarðolíuefni eru notuð. • Inniheldur aloa vera, jojoba olíu og lanolin til að mýkja húðina. • Virkar vel á olíu, feiti, blek, jarðveg, epoxy og lím. • Inniheldur fín malaðan sand til að hreinsa betur. Gengur illa að þrífa smurolíuna af höndunum? Eru lófarnir þurrir og rispaðir? Mikill viðbúnaður hefur verið í Risapöndugarðinum á Coloane í Macau í Austur-Asíu frá því 14. júní, en síðan þá hefur garðurinn verið lokaður almenningi. Til þess- ara öryggisráðstafana var gripið til að fyrirbyggja að eitthvað færi úr- skeiðis þegar risapandan Xin Xin yrði léttari. Mikil eftirvænting og gleði ríkti þegar hún ól tvíbura- bræður í fyrradag. Krílin voru agn- arsmá, stærri húnninn vó 138 grömm og sá minni aðeins 53,8 grömm og voru þeir umsvifalaust fluttir í gjörgæslu til aðhlynningar. Xin Xin og maki hennar Kai Kai voru gjöf frá kínverskum stjórn- völdum og stigu þau á land á Co- loane árið 2014. Ef allt gengur vel eiga tvíburabræðurnir langa líf- daga fyrir höndum, eða allt að 30 ár ef þeim kippir í sitt bjarndýrakyn. „Dýrgripur kínversku þjóð- arinnar“ Risapandan hefur lengi verið tákn þeirra dýra sem eru í útrým- ingarhættu. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til eyðingar bamb- usskóga í Kína sem voru helstu heimkynni hennar auk þess sem stundaðar voru stjórnlausar veiðar á henni fram eftir 20. öldinni. Síð- asta áratug aldarinnar efldu stjórn- völd í Kína verndunarstarf og er ri- sapandan stundum kölluð „dýrgripur kínversku þjóð- arinnar“. Verndunarsvæði hafa verið stækkuð og viðurlög við veið- um á risapöndum í Kína er nú dauðadómur. Á www.visindavefur.is kemur fram að niðurstöður rannsókna á fjölda villtra panda sumarið 2004 bendi til að þeim hafi fjölgað tölu- vert. Talið er að villtar pöndur séu um 1.590 auk 120 dýra sem eru í dýragörðum víðsvegar í Kína og 15-20 dýra sem eru í dýragörðum annars staðar í heiminum, aðallega í Bandaríkjunum. Fullorðin panda vegur á bilinu 80 til 120 kíló og er um 150 til 180 cm á hæð. Tvíburasynir þeirra Xin Xin og Kai Kai eiga því eftir að marg- falda þyngd sína. Risapöndurnar Xin Xin og Kai Kai eignast afkvæmi AFP Móðurást Risapandan Xin Xin hlúir að öðrum tvíburasyni sínum. Nýfæddir tvíburar í gjörgæslu Litli bróðir Minni húnninn vó aðeins 53.8 grömm við fæðingu. Í aðdraganda for- setakosninganna 2016 setti Borg- arskjalasafn Reykjavíkur upp sýninguna Horft til Bessastaða, sem tengist kosningum til embættis for- seta Íslands í gegn- um tíðina. Sýningin stendur enn og þótt hún sé ekki stór í sniðum kennir þar margra grasa, enda hefur Borgar- skjalasafnið safnað og varðveitt alla kosningabæklinga og annað kynningarefni sem gefið hefur verið út fyrir kosningar til embættis forseta Íslands í áranna rás. Að nýafstöð- unum forsetakosn- ingum kann mörgum að þykja áhugavert að skoða efni sem tengdist forseta- kosningunum á árunum áður og sjá hvernig það speglar tíðarandann að mörgu leyti. Sýningin er opin alla virka daga kl. 10-16 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Safnið er í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 3. hæð. Borgarskjalasafn Reykjavíkur vill gjarnan fá til varðveislu efni sem forseta- frambjóðendurnir í ár gáfu út, þar með taldar ljósmyndir á stafrænu formi og einnig ef fólk hefur undir höndum eldra kosningaefni. Lítil sýning Borgarskjalasafns Reykjavíkur Horft til Bessastaða – kosn- ingabaráttan á árum áður Forsetaefni unga fólksins Kosningabæklingur Kristjáns Eldjárns árið 1968. Landkynning Janina skrifar mánaðarlega greinar um Ísland í pólska ferðatímaritið Zew Pótnocy og fleiri pólsk tímarit. Janina Ryszarda Szymkiewicz er svo hugfangin af landi og þjóð að hún ekki aðeins fluttist hingað búferlum frá Póllandi heldur hefur hún gefið út tvær ferðabækur um Ísland. Auk þess skrifar hún reglulega greinar um landið í pólsk ferðatímarit. Nýja bókin hennar, Reykjavík4you, er bæði á pólsku og ensku og hefur að geyma viðtöl við átján valinkunna Reykvíkinga sem lýsa því sem þeir helst vildu sýna erlendum vinum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.