Morgunblaðið - 28.06.2016, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016
Heyrðu umskiptin
Fáðu heyrnartæki til reynslu
Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með
og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess
fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi
hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki
sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum
og öðrum löndum. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Heyrnartæki eruniðurgreidd afSjúkratryggingum
Íslands
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Landsmót hestamanna hófst í gær-
morgun á Hólum í Hjaltadal í fínasta
veðri, fyrirtaks keppnisveður eins og
margir orðuðu það, léttskýjað, sól og
skúrir inni á milli. Forkeppni í B-
flokki og barnaflokki lauk í gær og
einnig lauk kynbótasýningum í 7 og 6
vetra flokkum. Talið er að um tæp-
lega tvö þúsund manns hafi verið
mætt á svæðið á mánudeginum en þó-
nokkur fjöldi var þegar kominn um
helgina, flestir úr þeim hópi voru með
hross inni á Landsmóti. Talsverður
fjöldi var saman kominn í áhorf-
endabrekkurnar strax kl. 9 í gær-
morgunn en fjölgaði þegar leið á dag-
inn, sérstaklega þegar
barnaflokkurinn byrjaði eftir hádegi.
Það er mál manna að mótið fer vel
af stað, hestakosturinn er góður og
svæðið hélt áfram að taka á sig mynd
fram eftir degi, sölutjöld og veitinga-
staðir voru opnaðir hver á fætur öðr-
um.
„Að hleypa á stökk“
„Að hleypa á stökk,“ segja þau
bæði í kór, Heiður Karlsdóttir og
Haukur Ingi Hauksson, spurð hvað
þeim þyki skemmtilegast við að
keppa í barnaflokki. Blaðamaður náði
tali af þeim að lokinni keppni og voru
þau bæði alsæl með eigin frammi-
stöðu enda ekki annað hægt á svo
stóru móti. Þau stóðu sig bæði mjög
vel og komust áfram í milliriðla að
lokinni forkeppni.
Foreldrar þeirra stóðu á hliðarlín-
unni og mátti sjá ögn meiri spennu
hjá þeim en börnunum, keppend-
unum sjálfum. Heiður keppir fyrir
hestamannafélagið Fák og var á hest-
inum Hávarði frá Búðarhóli og Hauk-
ur Ingi fyrir hestamannafélagið
Sprett. Þau hafa bæði verið í hesta-
mennsku frá því þau voru enn yngri
en báðar fjölskyldur þeirra stunda
hestamennsku.
„Keppa, það er klárt mál. Ég væri
ekki í hestum nema af því það er
keppt í þessu, er Haukur Ingi snögg-
ur til svars,“ spurður hvað er
skemmtilegast í hestamennskunni.
Hann bætir fljótt við brosandi: „Al-
veg eins og mamma.“
Heiður hefur einnig gaman af því
að keppa en þykir samt skemmti-
legra að fara í skemmtireiðtúra, að
ríða út með fjölskyldunni í nátt-
úrunni, sérstaklega í fjörunni.
Efstur eftir forkeppni í barnaflokki
er Sjéns frá Bringu og Kristján Árni
Birgisson með 8,88 í einkunn. Næst á
eftir honum er Júlía Kristín Páls-
dóttir á Kjarval frá Blönduósi.
Loki efstur eftir forkeppni
Stóðhesturinn Loki frá Selfossi
stendur efstur eftir forkeppni í B-
flokki með 9,04 í einkunn. Knapinn er
Árni Björn Pálsson að þessu sinni en
Loki sigraði B-flokkinn á Lands-
mótinu á Hellu árið 2014 en þá var
knapinn Sigurður Sigurðarson. Fast á
hæla honum kemur Katla frá Ketils-
stöðum og Bergur Jónsson með 8,93.
Eftir keppni þurfa allir hestar að
mæta í fótaskoðun en strangar reglur
gilda um lengd á framhófum sem
hestar mega vera með í keppni.
Hestur má vera með níu senti-
metra langan framhóf ef hann er und-
ir 140 sentimetrum á hæð á herða-
kamb en 9,5 sentimetra ef hann er
hærri. Flestir eru innan þessara
marka en í B-flokki var einn hestur
með of langa framhófa og hlaut því
ekki einkunn. „Það eru mjög margir
hestar sem eru nálægt þeim mörkum
sem við setjum. Menn nota það svig-
rúm sem þeir hafa en það er mikil list
að lenda ekki yfir. Ekki síst ef hest-
urinn hefur verið járnaður og mældur
nokkrum vikum fyrir keppni þarf að
reikna með einhverjum vexti,“ segir
Þorgrímur Sigmundsson, einn af
nokkrum fótaskoðunarmönnum sem
starfa á Landsmótinu, en Félag járn-
ingamanna sér um fótaskoðun á
mótinu.
Góður hestakostur í fínu veðri
„Að hleypa á stökk“ þykir þeim Heiði og Hauki Inga skemmtilegast við að keppa í barnaflokki
Loki frá Selfossi leiðir firnasterkan B-flokk en Loki sigraði í sama flokki á síðasta Landsmóti
Morgunblaðið/Þórunn
Glöð Haukur Ingi Hauksson og Heiður Karlsdóttir voru glöð eftir forkeppni í barnaflokki á Landsmótinu.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra
undirritaði í gær fyrir hönd Íslands
fríverslunarsamning milli EFTA-
ríkjanna og lýðveldisins Georgíu.
Undirritunin fór fram á ráðherra-
fundi EFTA sem haldinn er í Bern í
Sviss. Girogi Kvirikashvili, forsætis-
ráðherra Georgíu, og Dimitry Kums-
ishvili, varaforsætis- og efnahagsráð-
herra landsins, undirrituðu samning-
inn fyrir hönd Georgíu.
Í fréttatilkynningu frá utanríkis-
ráðuneytinu segir að samningurinn
taki til vöruviðskipta, þjónustustarf-
semi, fjárfestinga og opinberra inn-
kaupa. Þá felur hann í sér gagn-
kvæma niðurfellingu tolla á
iðnaðarvörum sem og aukin tollfríð-
indi fyrir tilteknar landbúnaðarvör-
ur.
Einnig var fríverslunarviðræðum
við Ekvador ýtt úr vör á fundinum,
auk þess sem til stendur að taka upp
að nýju viðræður við Indland eftir
rúmlega tveggja ára hlé. Þá var einn-
ig farið yfir stöðuna í fríverslunarvið-
ræðum EFTA við Malasíu, Indónesíu
og Víetnam og rætt var um endur-
skoðun samninga við Síle, Kanada,
Mexíkó og Tyrkland. Líklegt er að
fríverslunarviðræður hefjist á næst-
unni við fleiri ríki í S-Ameríku.
Ljósmynd/utanríkisráðuneytið
Undirritun Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra undirritar fríversl-
unarsamninginn á milli EFTA-ríkjanna og lýðveldisins Georgíu.
Fríverslunarsamn-
ingur við Georgíu
Ráðherrafundur Efta-ríkjanna í Bern
Ekki var gert hlé á dagskrá
mótsins þrátt fyrir leik Íslands
og Englands á EM. Mótsstjórn
skoðaði möguleika á að fresta
dagskránni en gat þó ekki orðið
við þeirri ósk. Það voru því
knapar í ungmennaflokki og
knapar sem sýndu 5. vetra
hryssur til kynbótadóms sem
sáu ekki allan landsleikinn.
Sýnt var frá leiknum á tveim-
ur stöðum á stórum skjá á
svæðinu. Auð sætin stóðu ekki
lengi auð enda fáir sem vilja
láta þetta fram hjá sér fara.
Troðfullt var af trylltum hesta-
mönnum sem héldu uppi góðri
stemningu eins og þeirra er von
og vísa.
Allir trylltir að
horfa á EM
FÓTBOLTI
Morgunblaðið/Þórunn
Ánægð Guðný Dís Jónsdóttir og Roði frá Margrétarhofi voru í 5. sæti.
Landsmót hestamanna 2016