Morgunblaðið - 28.06.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.06.2016, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016 titill og eiga betur við plötuna,“ segir Árni. Platan var tekin upp í Reykjavík að náttúruhljóðunum undanskildum og heita lögin öll eftir stöðum í Tálkna- firði, m.a. Stóra-Laugardal, Pollinum og Suðureyri. Árni telur upp öll lögin eftir minni og nefnir m.a. Þórsberg, þar sem hann starfaði við saltfisk- svinnslu, Móatún, sem er gatan sem hann ólst upp í og Innstu-Tungu þar sem hann var með bílskúr í láni með vinum sínum og samdi fyrstu lög sín. „Mér þykir nú vænt um allt sem ég hef samið en mér þykir rosalega vænt Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Öll svona vatnshljóð og hljóð- upptökur sem heyrast varla en eru samt úr náttúrunni eru tekin upp í Tálknafirði, heimabæ mínum,“ segir raftónlistarmaðurinn Árni Grétar Jóhannesson, sem kallar sig Future- grapher, um þriðju sólólplötu sína, Hrafnagil, sem kom út í apríl síðast- liðnum. Platan var hljóðrituð á ár- unum 2014-16 og er gefin út af Möller Records, sem Árni stofnaði ásamt fleirum. Spurður hvort tónlistin hafi breyst frá fyrri plötum hans, LP og Skyn- veru, segir Árni að á Hrafnagili megi finna mínímal- ískt teknó. „Ég er eiginlega bú- inn að hægja að- eins á tempóinu á sjálfum mér,“ segir hann. Hin- ar tvær plöt- urnar séu hrað- ari og öfgakenndari, sú nýja sé „notalegt teknó“. Árni gaf út sveimplötuna Eitt í samvinnu við Jón Ólafsson í fyrra og segir hann að Hrafnagil kallist á við hana. „Munurinn er sá að Jón Ólafs- son leikur á píanó á Eitt en á Hrafna- gili er ég með bassa- og trommuheila í staðinn fyrir píanóið. Þetta er svip- aður hljóðheimur nema að það er komið teknó í staðinn fyrir píanósveim frá Jóni.“ Draumadalur -Hvers vegna valdirðu þennan titil á plötuna, Hrafnagil? „Hrafnagil er dalur efst í Tálkna- firði þar sem ég lék mér með vinum mínum í æsku og hrafnar hafa fylgt mér allt mitt líf. Hrafnagil er á milli tveggja uppáhaldsfjallanna minna, Tungufells og Bæjarfjalls, og þegar ég hugsa vestur og heim er ég með sterka tengingu til þessa dals og mig dreymir hann stundum. Mér fannst titillinn henta, ég hafði hugsað mér að kalla einhverja plötu bara Tálkna- fjörður en mér fannst þetta fallegri um þessa plötu því hún hreyfir við mér, ég fyllist fortíðarþrá,“ segir Árni. -Það er ákveðinn söknuður á plöt- unni, ekki satt? „Það er alltaf söknuður og ég mun búa þarna einn daginn og eflaust verð ég grafinn í Tálknafirði, það verður a.m.k. bón mín til þeirra sem sjá um að jarða mig,“ segir Árni. Taktfjöldi festist í minni Í sviga aftan við lagaheitin er gefinn upp fjöldi slaga á mínútu, skamm- stafað bpm (e. beats per minute). Árni er spurður hvernig standi á því. „Þeg- ar ég var að gera plötuna var ég að semja svo marga grunna og sumum þeirra raðaði ég saman og þetta vist- aðist bara í hausnum á mér. Ég sá að ákveðinn grunnur var 118 bpm og hinn líka og ákvað að blanda þeim saman, setja trommur yfir það og það var eiginlega þannig sem það festist.“ -Það er s.s. ekki þannig að hjartað slái hraðast í Móatúni, 129 slög á mín- útu? Árni hlær og segir svo ekki vera. „Það má eiginlega segja það samt líka því að bestu vinir mínir bjuggu í Móatúni og ég ólst þar upp.“ Árni hefur verið önnum kafinn við tónleikahald undanfarið; kom í lok maí úr tónleikaferð um Pólland, lék þar áður á Norður-Írlandi og fram undan er Extreme Chill-hátíðin sem haldin verður fyrstu helgina í júlí í Vík í Mýr- dal. Á henni mun hann leika með Jóni Ólafssyni. „Í rauninni verð ég frekar slakur í sumar því við Jón erum byrj- aðir að vinna að plötu tvö,“ segir Árni, spurður út í tónleikahald sumarsins. Hann muni þó „detta í gigg“ hér og þar og m.a. þeyta skífum á Tálkna- fjöri, bæjarhátíð Tálknafjarðar, 21. júlí. Ljósmynd/Jaanus Jagomäg „Þykir rosalega vænt um þessa plötu“  Þriðja sólóplata Futuregrapher, Hrafnagil, er óður til æskuslóða hans á Tálknafirði  Notalegt og mínímalískt teknó  Dreymir stundum Hrafnagil  Kemur fram á Extreme Chill Festival Í Tallinn Futuregrapher á tónlistarhátíð í Tallinn, Tallinn Music Week, í Eistlandi í fyrra. Tónlistarmaðurinn Bernie Worrell er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést af völdum lungnakrabba- meins. Worrell, sem var hljóm- borðsleikari, átti stóran þátt í að móta hljóðheim hljómsveitanna Parliament og Funkadelic sem George Clinton fór fyrir og hafði mikil áhrif á flytjendur fönk-, rokk- og hipphopptónlistar. Fyrrnefndar hljómsveitir, Parli- ament og Funkadelic, nutu vin- sælda á áttunda og níunda ára- tugnum og höfðu áhrif á fönktónlistarmenn á borð við James Brown og hljómsveitina Sly and the Family Stone. Léku þær sk. P-fönk og gaf Funkadelic árið 1978 út eina bestu fönkskífu allra tíma, One Nation Under a Groove. Worrell var með fyrstu tónlistarmönnum sem nýttu sér Moog-hljóðgervilinn og var til- þrifum hans á gervilinn líkt við snilldarleik Jimi Hendrix á raf- magnsgítar. Þá þykir framlag hans í hljómborðsleik, lagasmíð- um og útsetningum fönktónlistar ekki síður merkilegt. Worrell lék með ýmsum tónlistarmönnum á ferlinum, m.a. Keith Richards, Manu Dibango og hljómsveitunum Talking Heads og Pretenders. AFP Allur Bernie Worrell á tónleikum í Vín fyrir sjö árum. Einn af frumkvöðlum fönksins fallinn frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.