Morgunblaðið - 28.06.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.06.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016 ✝ Halla Þor-björnsdóttir barnageðlæknir fæddist í Reykjavík 30. október 1929. Hún lést á öldrunar- deild Vífilsstaða 21. júní 2016. Móðir hennar var Charlotta Stein- þórsdóttir, f. í Stykkishólmi 29. des. 1908, d. 1990. For.: Steinþór Magnússon, bóndi í Elliðaey á Breiðafirði, f. 1859, d. 1921, og k.h. Diljá Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1868, d. 1947. Faðir hennar var Þorbjörn Þórðarson málarameistari, f. í Reykjavík 14. maí 1907, d. 1976. For.: Þórður Guðmundsson, sjómaður í Reykjavík, f. 1876, d. 1948, og k.h. Halla Bjarnadóttir, hús- freyja, f. 1870, d. 1952. Halla átti tvö systkini sem bæði eru látin, en þau voru: 1). Steina Þóra Þor- björnsdóttir, f. 30. nóv. 1931, d. 3. mars 1996. 2) Hilmar Þorbjörns- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn, f. 23. okt. 1934, d. 29. jan. 1999. Halla varð stúdent frá MR 1949 og cand. med. frá HÍ 1. febr. 1961. Almennt læknaleyfi á Ís- landi fékk hún 8. mars 1963 og í Danmörku í des. 1970, þar sem stoðarlæknir á Landspítalanum, barnageðdeild frá 1980 til 1990, sérfræðingur þar frá 1983 til 1990. Staðgengill yfirlæknis (vik. överläkare) á Barn- och ung- domspsykiatriska kliniken, Läns- sjukhuset í Borås í Svíþjóð, frá 1990 til 1991. Sérfræðingur á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans frá 1991 til starfs- loka 1999. Halla ólst upp í foreldrahúsum á Spítalastíg 8 í Reykjavík og síð- ar á Þórsgötu 1. Árið 1961 giftist Halla, Einari Oddssyni, fyrrver- andi sýslumanni í Vík í Mýrdal, en hann lést árið 2005. Þau héldu heimili í Vík í Mýrdal þó svo að Halla starfaði mesta sína starfs- ævi í Reykjavík. Eftir að Einar missti heilsuna héldu þau heimili í Úthlíð 6 í Reykjavík. Synir Höllu og Einars eru: 1) Karl, bakari og sölumaður, f. 21.2. 1963, maki Kristín Braga- dóttir móttökuritari, f. 26.6. 1956. Karl á þrjú börn með fyrri konu sinni, Sólrúnu Viðarsdóttur: And- reu Ösp, f. 3.9. 1982, Berglindi Ýri, f. 31.5. 1989, maki Eiríkur Heiðar Nilsson, f. 5.6. 1986, sonur þeirra Alexander Orri Eiríksson, f. 26.6. 2014, og Birki Örn, f. 9.10. 1996. 2) Páll, búfræðingur og sálmeðferðarfræðingur, sjálf- stætt starfandi, f. 4.5. 1967, maki Linda Björk Jónsdóttir, f. 26.2. 1977. Þau eiga eina dóttur; Diljá Höllu Pálsdóttur, f. 2.11. 2012. Útför Höllu fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 28. júní 2016, klukkan 13. hún lauk sérnámi sínu í barnalækn- ingum. Halla fékk síðan sérfræðings- leyfi í barnasjúk- dómum á Íslandi ár- ið 1981 og í barnageðsjúkdóm- um 1983. Halla starfaði við Tilraunastöðina í meinafræðum á Keldum frá feb.- des. 1961. Kandídat á Landspít- alanum og Slysavarðstofu Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur frá 1961 til 1963. Aðstoð- arlæknir á Landspítalanum, barnadeild, frá 1966 til 1967, á Borgarspítalanum, lyflækninga- deild, frá 1967 til 1968. Síðan lá leiðin til Danmerkur í áfram- haldandi sérnám í barnalækn- ingum á Frederiksborg Amts Centralsygehus (F.A.C.) í Hill- erød þar sem hún nam frá 1968 til 1970. Eftir heimkomu starfaði hún á Landspítalanum, barna- deild, frá 1970 til 1972, á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur, barna- deild, 1973, á Landspítalanum, barnageðdeild, frá 1973 til 1975, og á Kleppsspítala frá 1975 til 1976. Heilsugæslulæknir á Kirkjubæjarklaustri 1979. Að- Það var bjart yfir vorinu 1949 „þegar alls staðar sást til vega“ og við nýstúdentarnir gengum fagn- andi út í vorið. Við höfðum bundist traustum vinaböndum rúmlega fermdar og sumar enn fyrr. Við vorum í upphafi 14 talsins sem stofnuðum saumaklúbbinn CA- SPIR en það hefur fækkað í hópn- um og Halla er sú sjötta sem kveð- ur. Við áttum allar heima innan Hringbrautar, bærinn var lítill og við fórum fótgangandi flestra okk- ar ferða enda almennt ekki bílar til á heimilum. Æskuheimili Höllu stóð á efstu hæð á Þórsgötu 1 með útsýni til allra átta, það var gest- risið og viðmót allra minnisstætt. Faðir hennar reisti húsið sem var háhýsi á þeim tíma og þar kynnt- umst við elskulegum foreldrum hennar, Charlottu Steinþórsdótt- ur og Þorbirni Þórðarsyni, ömmu hennar og systkinum sem tóku okkur stelpunum opnum örmum. Snemma kom í ljós að Halla var gædd miklum mannkostum, ein- stakri rökhæfni og gagnrýninni hugsun og var eiginlega fordóma- laus. Þeir kostir settu mark sitt á hana alla tíð og arfur æskuheim- ilisins fylgdi henni til æviloka. Halla fetaði ekki hefðbundna slóð kvenna fyrr á tíð og lagði stund á læknisfræði þegar fáar konur lögðu þau fræði fyrir sig. Hún stundaði læknisstörf alla sína starfsævi og varð síðar sérfræð- ingur í barnageðlækningum. Margir af eðlislægum kostum hennar hafa nýst henni vel í vandasömu starfi, hún var kjark- mikil og óhrædd við að tileinka sér nýjungar á flestum sviðum og leggja góðum málum lið. Hún var meðal annars í hópi þeirra sem stofnuðu Barnaheill, Íslandsdeild alþjóðasamtakanna Save the children. Hún Halla hafði mjög góða nærveru og öllum leið vel og nutu sín í návist hennar. Hún lagði allt- af gott til mála og á hana var hlust- að. Eiginmaður hennar var Einar Oddsson, sýslumaður í Skafta- fellssýslum, og áttu þau áratuga hamingjuríka sambúð. Þegar vinnuviku hennar lauk í Reykjavík vílaði hún ekki fyrir sér að aka aðra hverja helgi austur til Víkur hvernig sem viðraði, en þau áttu lengst af tvö heimili, annað í Reykjavík og hitt í Vík í Mýrdal. Þau fóru í heimsreisur og héldu á fjarlægar söguslóðir og nutu þess að ferðast saman. Synir þeirra, þeir Karl og Páll, hafa sýnt henni einstaka umhyggju í veikindum hennar að undanförnu ásamt eig- inkonum þeirra og börnum. Fjöl- skyldan var Höllu afar kær og hún fylgdist náið með barnabörnum sínum í námi og starfi. Við höfum haldið hópinn ár- gangur ’49 og hittumst fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði og lét Halla sig ekki vanta á þær sam- komur. Við höfum ferðast mikið saman í bekkjarferðum innan- lands og utan í margar ógleyman- legar ferðir sem yndislegt er að minnast. Við vottum sonum Höllu og fjölskyldum þeirra innilegan sam- hug og minnumst með mikilli virð- ingu og söknuði ævivinkonu okk- ar, Höllu Þorbjörnsdóttur. Anna Sigríður Gunnarsdóttir, Bergljót Ingólfsdóttir, Ellen Åberg Snorrason, Helga Gröndal, Signý Sen, Sigríður Th. Erlendsdóttir, Sólveig Pálmadóttir, Vigdís Finnbogadóttir. Halla Þorbjörnsdóttir  Fleiri minningargreinar um Höllu Þorbjörnsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. ✝ Jóhanna Mar-grét Einars- dóttir fæddist í Hraunprýði á Hell- issandi 21. mars 1934. Hún lést á Sólvöllum á Eyr- arbakka 18. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru Einar Ög- mundsson vélstjóri, f. 26. febrúar 1899 á Hellu í Beruvík, d. 3. mars 1974, og Sigríður Sesselja Haf- liðadóttir, f. 17. júní 1908 í Berg- holtskoti í Staðarsveit, d. 1. ágúst 1984. Einar var sonur Ög- mundar Andréssonar frá Einarslóni á Snæfellsnesi og Sól- veigar Guðmundsdóttur frá Purkey á Breiðafirði. Sigríður var dóttir Hafliða Þorsteinsson- ar frá Grenjum í Miklaholts- hreppi og Steinunnar Kristjáns- dóttur, en Kristján var Elíasson og bóndi á Lágafelli. Jóhanna Margrét var því Snæfellingur í báðar ættir. Systkini Jóhönnu eru Hrefna, f. 20. júní 1931, d. þar sem þau bjuggu þar til þau fluttu í hús sitt við Sléttuveg 3 á Selfossi. Þar bjuggu þau síðan allan sinn búskap ásamt börnum sínum. Börn Jóhönnu og Odds eru: 1) Sigríður Kolbrún, flug- freyja, f. 26. desember 1951, gift Magnúsi Kjartanssyni hljómlist- armanni, börn þeirra eru Davíð Vignir, Oddur Snær og Margrét Gauja; 2) Sveinbjörn, framleiðslustjóri, f. 21. janúar 1956, börn hans eru Daði Hrafn og Steinar; 3) Gunnar, f. 24. jan- úar 1966, giftur Dorthe Odds- son, börn hans eru Helgi og Kor- mákur Darri, en með Dorthe á hann Nönnu, Eddu og Ásbjörn; 4) Einar Valur, varðstjóri, f. 12. júní 1968, sambýliskona Stein- unn Jónsdóttir forstöðuþroska- þjálfi. Börn þeirra eru Atli Hjörvar og Jóhanna Margrét. Jóhanna ólst upp í Hraun- prýði á Hellissandi til fimm ára aldurs, en þá flutti hún með for- eldrum og systkinum til Njarð- víkur þar sem hún stundaði skyldunám og nám við Iðnskól- ann í Keflavík. Jóhanna hefur auk húsmóðurstarfa unnið utan heimilisins við sauma og verslunarstörf. Útför Jóhönnu verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 28. júní 2016, og hefst athöfnin klukkan 14. 17. desember 2004; Hafsteinn, byggingameistari, f. 4. júlí 1932, d. 11. desember 1987; Trausti, múrara- meistari, f. 1. sept- ember 1935, og tví- burabróðir hans Tryggvi, d. 4. júlí 1936; Sólmundur Tryggvi, fiskifræð- ingur, f. 24. desem- ber 1941; Erna Sigríður, snyrti- fræðingur, f. 24. maí 1944; Sæmundur Þorsteinn, rafvirkja- meistari, f. 18. maí 1945. Jóhanna Margrét giftist 13. október 1956, Oddi Gunnari Sveinbjörnssyni frá Snæfoks- stöðum í Grímsnesi, kennara, f. 3. ágúst 1924, d. 5. desember 2004. Oddur var sonur Svein- björns Jónssonar og Jónínu Guð- mundsdóttur. Jóhanna og Odd- ur hófu sambúð sína í Ytri-- Njarðvík og byggðu sér fljótlega hús á Reykjanesvegi 2. Þar bjuggu þau til ársins 1968 er þau fluttu á Bankaveg 3 á Selfossi Í dag er til moldar borin systir mín Jóhanna Margrét eftir erfiða sjúkralegu undir lokin. Við systk- inin vorum alls átta og eru aðeins fjögur þeirra nú á lífi. Sá tími er við dvöldum í foreldrahúsum var okkur einlægur og nutum við mikils trausts og ástúðar foreldra og systkina okkar í millum. For- eldrar okkar komu frá Snæfells- nesi og höfðu reynt ýmsa erfið- leika á yngri árum, en komist yfir það með dugnaði og orku. Þegar hugleidd er saga foreldranna fyll- ist maður stolti og spyr hvernig var hægt að lifa sómasamlegu lífi miðað við aðstæður og kjör fólks- ins í þessu landi áður fyrr, en til þess krafðist dugnaður, kjarkur, áræðni, vinskapur og þekking. Ég minnist þess að þegar ætt- ingjar og vinir komu í heimsókn frá Snæfellsnesi voru sagðar sög- ur fyrri tíma og við krakkarnir sátum sem negldir niður hlust- andi og við munum sögurnar enn. Strax í uppvextinum var Hanna, eins og við kölluðum hana ætíð, glöð og fjörug stúlka, allra eftirlæti og þó einkum föður síns. Hún sýndi fljótt listræna hæfi- leika og var afar vandvirk í nær öllu er hún tók sér fyrir hendur. Hún festi snemma ráð sitt er hún giftist Oddi Gunnari Sveinbjörns- syni kennara, ættuðum frá Snæ- foksstöðum í Grímsnesi og eign- uðust þau fjögur mannvænleg börn. Hanna og Oddur bjuggu fyrst um sinn í Njarðvík, síðan í Sandgerði og svo fluttust þau til Selfoss þar sem Oddur lést árið 2004, 80 ára að aldri. Þau hjónin ferðuðust mikið um Ísland með börnin sín og Hanna skráði og tók myndir af nær öllu sem hún taldi áhugavert. Þau fóru einnig til útlanda og meðal annars til Ástralíu þar sem sonur þeirra Sveinbjörn vann um tíma. Hanna naut sín vel í þessum ferðalögum enda mikill náttúru- unnandi og hafði næmt auga fyrir fegurð landsins og litadýrð. Bæði voru þau mikið hagleiksfólk í sköpun hluta, mynda, teikninga, málverka og nánast flestu sem hægt var að forma. Þegar komið var í heimsókn þar á bæ kom maður aldrei að tómum kofunum, enda var Hanna frábær kokkur og hver unaðslegri rétturinn á fætur öðrum borinn fram með orðunum: „Viltu ekki bragða á þessu líka“. Það var ætíð kært á milli okkar Hönnu og góður var hún hlust- andi, en það sem sagt var okkar í millum var ekki annarra. Hún var fögur kona og jafnvel þegar aldurinn færðist yfir átti hún sinn yndisþokka og mikla næmni fyrir klæðum, útliti og umhverfi. Eftir að Oddur lést bjó hún ein í sínu fallega húsi, sem var öllum opið er þangað komu og einnig átti hún sumarbústað í landi Snæ- foksstaða. Nú er komið að kveðjustund- inni og er hún staðreynd því allt sem fæðist deyr þegar tíminn er kominn. Lífið okkar er samt dásamlegur tími sem hægt er að njóta með ættingjum og vinum. Og verk þín öll þú vannst með ró og snilld. Því voru orðin kærleiksrík og mild. Þú lést það vera verk þín æ hvert sinn að vernda og styðja barnahópinn þinn. (Sigurlaug Cýrusdóttir.) Kæru börn, tengdabörn, ætt- ingjar og vinir Hönnu. Við send- um ykkur hjartnæmar samúðar- kveðjur vegna fráfalls Hönnu. Blessuð sé minning hennar. Sólmundur og Astrid Einarsson. Jóhanna Margrét Einarsdóttir ✝ Erna Elíasdótt-ir fæddist á Þingeyri við Dýra- fjörð 8. júlí 1939. Hún lést á heimili sínu 16. júní 2016. Erna var dóttir hjónanna Jóhönnu Þorbergsdóttur, húsmóður, og Elías- ar Kristjáns Jóns- sonar, skrifstofu- manns á Þingeyri. Systir Ernu var Auður Elías- dóttir, maki Kjartan H. Guð- mundsson. Erna lauk barnaskóla á Þing- eyri. Hún fluttist unglingur til systur sinnar og mágs í Reykja- vík, hóf störf í sælgætisgerðinni Freyju og vann þar uns hún hóf nám í Hússtjórnarskóla Reykja- víkur og útskrifaðist þaðan vor- ið 1958. Erna vann í fyrstu við fiskvinnslu og síðar við af- greiðslu hjá Sláturfélagi Suður- lands á Akranesi. Starfsvett- vangur Ernu færðist inn á heim- ili þeirra hjóna, við heimilisstörf og barnauppeldi. Eftir að börn þeirra Ernu og Þorsteins fluttu úr heimahúsum vann hún til ársins 2005 í Fjöliðj- unni á Akranesi. Þær systur settust að á Akra- nesi haustið 1958 ásamt eig- inmönnum sínum og bjuggu þar báðar ævina á enda. Erna giftist Þorsteini Ragnarssyni, sem lærði til blikksmíði hjá svila sín- um og vann í því fagi þar til hann hóf störf við gerð Búrfells- virkjunar. Þegar henni lauk gerðist hann framkvæmdastjóri Skagaprjóns hf. Eftir það hóf hann störf hjá Íslenska járn- blendifélaginu og lauk þar starfsævinni haustið 2003. Þau hjón tóku í fóstur bróðurdóttur Þorsteins, Kristínu Þorgerði Reynis- dóttur. Maki: Yves Deferne, þau hjón búa í Sviss. Börn þeirra eru a) Sandra Deferne, b) Gísli De- ferne c) Nicolas Þorsteinn Deferne. Þau Erna og Þorsteinn eign- uðust fjögur börn sem eru. 1) Björk Þorsteinsdóttir. Maki 1: Kristinn Friðriksson. Þeirra syn- ir a) Friðþór Örn Kristinsson, sonur hans með Ingu Sif Ingv- arsdóttur er Elías Ibsen. b) Bjarki Freyr Kristinsson. Maki 2: Gunnlaugur Kristinsson, með honum eignaðist Björk a) Kor- mák Breka Gunnlaugsson. 2) El- ín Ragna Þorsteinsdóttir. Maki: Ómar Rögnvaldsson, þeirra synir eru a) Máni Steinn Ómarsson, b) Ernir Valdi Ómarsson. 3) Lilja Þorsteinsdóttir. Maki 1: Lárus Hermannsson þeirra börn a) Líf Lárusdóttir, b) Snorri Már Lár- usson. Maki 2: Valdimar K. Sig- urðsson, þeirra börn: a) Vigný Lea Valdimarsdóttir, b) Víkingur Þórar Valdimarsson. Dóttir Valdimars af fyrra sambandi er Viktoría Venus. 4) Elías Kristján Þorsteinsson. Maki: Marta Vals- dóttir. Þeirra börn eru a) Erna Björt Elíasdóttir, b) Elía Valdís Elíasdóttir, c) Nadía Steinunn Elíasdóttir. Sonur Mörtu af fyrra sambandi er Kristján Valur Jóhannsson. Útför Ernu fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 28. júní 2016, kl. 13. Ég gerði mér snemma ljóst að mamma mín var sérstök kona. Hún átti kannski ekki frama eða frægðarsól en hún átti blítt hjarta og djúpan gæskubrunn. Það kom enginn að lokuðum dyrum hjá henni og sérstaklega ekki ef við- komandi var hjálparþurfi. Þetta átti ætíð við hjá henni, bæði um dýr og menn. Hún reis alltaf upp fyrir þeim sem voru minnimáttar. Hún bar höfuðið hátt en lét aðra ganga fyrir, það var hennar stíll. Þegar mamma átti erfitt í sínu lífi leitaði hún ekki til annarra eft- ir styrk heldur hallaði hún höfði sínu að Bakkusi sem þrátt fyrir að veita henni huggun var hennar versti óvinur. Ég þakka henni að þegar mest á reyndi í mínu lífi stóð hún við hlið mér eins og klettur. Þegar hún dró sig í hlé tók við bið, von og ósk um að allt færi vel. Alltaf kom hún aftur og þá var þráðurinn tekinn upp enn á ný. Þá var spjallað, nánast hvern einasta dag var spjallað. Hún var svo næm og nú finn ég vel hversu mikla ró hún veitti mér, hún var jafnvægið sem ég treysti á. Ég lít upp úr amstri dagsins og bíð eftir að mamma hringi, hún vissi sínu viti. Ég vildi að ég gæti sagt henni núna hvað ég elskaði hana og hversu mikilvæg hún er mér og mínum. Sárast er að hugsa til þess sem mamma sagði við mig þegar hún lá á sjúkrahúsinu. Hún sagði: Ekkert vera að heimsækja mig, Lilja mín, því það er nóg annað að gera hjá þér, settu fjölskylduna þína í forgang. Ég kom oft en stundum var ég með hugann ann- ars staðar. Ég vildi að ég hefði hlustað betur og talað um annað og mikilvægara. Ég vildi að ég hefði sagt henni hvað mér þætti vænt um hana og hvað hún hefði kennt mér margt. Ég vildi svo gjarnan að ég hefði kvatt hana með kossi og faðmlagi síðasta skiptið sem ég hitti hana, daginn sem ég vissi að hún væri á heim- leið. Mamma lést á afmælisdaginn minn, sama dag og hún útskrif- aðist af spítalanum. Ég var viss um að við ættum eftir að eiga lengri tíma saman. Ég ætlaði að segja henni svo margt, fara með hana ísrúnt, aka um Hvalfjörðinn, hlæja að einhverri vitleysu og ým- islegt fleira. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, það á svo sannarlega við nú. Mér finnst að mamma hefði ekki átt að deyja þennan dag, en ég hugga mig við að hún sé sameinuð börnunum sem hún missti í móðurkviði og systur sinni ástkærri. Ég sé hana í anda dilla sér við tónlist og hlæja sínum ljúfa hlátri – falleg og góð. Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Hinsta kveðja, þín dóttir, Lilja. Sextánda júní sl. vaknaði ég með gleði og tilhlökkun í hjarta, þetta var fallegur dagur. Mamma var að koma heim eftir rúmlega tveggja mánaða dvöl á spítala. Við vissum að tími hennar í þessu lífi var farinn að styttast, því skyldi hann nýttur vel og tryggja þyrfti ýmis úrræði fyrir útskrift sem sneri að bættum lífs- gæðum og léttu pabba umönnun hennar. Þetta var oft erfiður tími á spítalanum, stundum voru þrumur í fjarska en sólin var samt skammt undan, í dag átti hún að skína. Þegar leið á morguninn var ljóst að ýmislegt var að fara úr- skeiðis, óveðursskýin hrönnuðust upp. Mamma komst heim til pabba, í ástandi sem enginn á að vera útskrifaður í. Rúmum tveim- ur tímum seinna lést hún í fangi hans. Þvílík þruma úr heiðskíru lofti. Ég get ekki lýst tilfinningunni sem ég upplifði, stjórnlausri sorg, vantrú, vanmætti, reiði, svo hrikalega mikil reiði. Ég sturlað- ist um tíma. Þetta var ekki skrifað í skýin, ekki þessi dagur. Mamma var ótrúlega æðrulaus í veikindum sínum, óvænt atvik urðu oftar en einu sinni í hennar sjúkrahúslegu, þvílíkur töggur í einni konu. Hún sýndi og sannaði hugrekki sitt, dug og þor. Þrátt fyrir að vera úr lið á vinstri öxl og sú hægri léleg þá gat hún gengið með grind, heim skyldi hún kom- ast. Erna Elíasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.