Morgunblaðið - 28.06.2016, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
tfh@mbl.is
Þeir sem skráðir eru á tölvupóstlista
hjá ferðaskrifstofum hafa líklega
tekið eftir fjölda auglýsinga á sólar-
landaferðum á undanförnum dögum.
Ýmsir áfangastaðir voru auglýstir
með skömmum fyrirvara í kringum
leik Íslands og Englands. Bókanir í
júní hafa staðið í stað þrátt fyrir
væntingar um vöxt milli ára og á síð-
ustu dögum hafa ferðatilboð hrann-
ast upp í tölvupósthólfum. Leiða má
líkur að því að margir bíði með bók-
anir þangað til endanleg staða lands-
liðsins sé ljós og að sumir afbóki sól-
arlandaferðina til að fara til
Frakklands.
Búist við vexti í júlí og ágúst
„Evrópumótið hefur óneitanlega
sett strik í reikninginn og ferðaskrif-
stofur hafa dregið úr framboði að
undanförnu. Salan hefur verið á
svipuðum nótum og í fyrra en við
bjuggumst við einhverri aukningu
vegna þess að landið er að rétta úr
kútnum og fjölskyldur eru að ferðast
í auknum mæli,“ segir Tómas J.
Gestsson, framkvæmdastjóri
Heimsferða. Hann bætir við að júlí
og ágúst séu í takt við væntingar.
Þórunn Reynisdóttir, framkvæmda-
stjóri Ferðaskrifstofu Íslands, tekur
í sama streng.
„Það dró aðeins úr sölunni meðan
fólk fylgdist með framgöngu lands-
liðsins en nú er aftur kominn kippur í
hana.“ Spurð hvort offramboð sé á
markaði vegna Evrópumótsins segir
Þórunn að líklega hafi það ekki haft
áhrif á fjölda ferða.
„Ekkert okkar gat séð fram á
þennan ótrúlega árangur en það
hefði að öllum líkindum ekki haft
áhrif á framboð okkar í sumar,“ seg-
ir Þórunn.
Ekki teljanleg áhrif
Ekki hafa allar ferðaskrifstofur
sömu sögu að segja. Það kom Guð-
rúnu Sigurgeirsdóttur, framleiðslu-
stjóra hjá VITA, nokkuð á óvart
hversu vel gekk að selja ferðir í júní.
„Við veltum fyrir okkur að ef þús-
undir Íslendinga væru í Frakklandi
myndi eftirspurn minnka. Í ljós kom
að þetta hafði mun minni áhrif en við
gerðum ráð fyrir. Þegar upp er stað-
ið er uppselt í flestar vélarnar í júní.“
Að sögn Guðrúnar hefur sumarsalan
verið jöfn milli ára en mikil spreng-
ing sé í bókunum á ferðum um vet-
urinn.
Laust í kringum leikdag
Tilboðin sem ferðaskrifstofurnar
senda eru af svipuðum meiði. Þau
innihalda sólarlandaferðir í lok júní
og eru flest stíluð á dagsetninguna
27. júní, leikdag Íslands og Englands
í 16 liða úrslitum.
Jafnframt eru tilboð fyrir ferðir í
byrjun júlí en ætla má að sumir
aðdáendur íslenska landsliðsins séu
bjartsýnir á að ferðinni sé ekki lokið.
Mörg tilboð hafa komið frá Úrvali-
Útsýn. Í tilboðum frá 25. og 27. júní
eru fjölmargir áfangastaðir auglýst-
ir með skömmum fyrirvara, þar á
meðal Mallorca, Benidorm, Kanar-
íeyjar, Barcelona og Almería. Þá
auglýstu VITA og Heimsferðir einn-
ig sólarlandaferðir með skömmum
fyrirvara í kringum leikdag.
Ferðatilboð hrannast upp
Ferðaskrifstofur stóðu í tölvupóstsherferðum til að selja ferðir í lok júní Árangur landsliðsins setur
strik í ferðaplön Íslendinga Sala staðnar eða minnkar í júnímánuði frá því á sama tíma í fyrra
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sólarlönd Í júnímánuði fóru Íslendingar ekki jafnmikið til sólarlanda og ferðaskrifstofur höfðu búist við. Þegar ís-
lenska landsliðið komst upp úr riðlinum á Evrópumótinu má ætla að sumir hafi frestað sólbaðsáætlunum sínum.
Markaðs-
misnotkunarmál
Kaupþings verð-
ur dómtekið í
Hæstarétti hinn
9. september nk.,
en dómur í hér-
aðsdómi var
kveðinn upp í
málinu fyrir
rúmlega ári. Mál-
ið var umfangs-
mikið og málsvarnarlaun voru þau
hæstu sem sést hafa, en sjö fyrrver-
andi starfsmenn Kaupþings banka
voru fundnir sekir um markaðs-
misnotkun og umboðssvik og tveir
fyrrverandi starfsmenn sýknaðir
eða máli gegn þeim vísað frá dómi.
Öllum dómunum var áfrýjað til
Hæstaréttar.
Kaupþingsmál dóm-
tekið 9. september
Hæstiréttur Dóm-
unum var áfrýjað.
Nefnd hefur ver-
ið skipuð til að
vinna aðgerða-
áætlun á sviði
samfélags- og at-
vinnuþróunar
fyrir Vestfirði.
Vinnan er undir
forystu forsæt-
isráðuneytisins
en mun fara
fram í nánu sam-
starfi við þau ráðuneyti sem við
eiga og í samráði við stýrihóp ráðu-
neytanna um byggðamál. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
forsætisráðuneytinu. Nefndin skal
skila tillögum fyrir 31. ágúst nk.
Vinna aðgerðaáætl-
un fyrir Vestfirði
Fjörður Suðureyri
við Súgandafjörð.
Tilboðsverð kr. 109.990,-
Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál
og svunta
Fullt verð kr. 137.489,-
Vitamix TNC er
stórkostlegur.
Mylur alla ávexti,
grænmeti, klaka og
nánast hvað sem er.
Býr til heita súpu og ís.
Til í fjórum litum,
svörtum, hvítum
rauðum og stáli.
Besti vinurinn í
eldhúsinu
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Vertu upplýstur!
blattafram.is
FELST
AÐGERÐALEYSI ÞITT
Í AÐ SAMÞYKKJA
KYNFERÐISOFBELDI?
Vatnskæld
kælitæki
Einstaklega hljóðlát
tæki fyrir t.d. kerfis-
loft eða á vegg
hitataekni.is
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is
Hraunbergi 4, 111 Reykjavík, sími 530 9500
• Frí heimsending lyfja
• Góð kjör fyrir eldri
borgara og öryrkja
• Gerðu verðsamanburð
• Lyfjaskömmtun á góðu verði
góð þjónusta
ogPersónuleg
Opið alla virka daga kl. 8:30-18:00
Heilbrigð skynsemi
Heilsugæsla
efra Breiðholts
Gerðuberg
Lyf á lægra verði