Morgunblaðið - 28.06.2016, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.06.2016, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016 ✝ Guðborg BjörkSigtryggsdótt- ir fæddist í Gils- árteigi í Eiða- þinghá 28. júlí 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar 19. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru Páll Sig- tryggur Björnsson frá Gilsárteigi í Eiðaþinghá, f. 1902, d. 1991, og María Ólafsdóttir frá Hvassa- felli í Borgarfirði, f. 1905, d. 1979. Systkini Guðborgar eru Klemens Baldvin, f. 1935, d. 2012, Björn Jón, f. 1937, d. 2014, drengur andvana fæddur 1942, Kristinn Reynir, f. 1943, Arndís Sveinlaug, f. 1945, Sigurbjörn, f. 1948, d. 2010. Þann 7. júní 1953 giftist Guð- borg Gísla Sigurðssyni, d. 1991. ir þeirra eru þrír og eitt barna- barn. Fyrstu fjögur árin bjó Guð- borg, eða Dúlla eins og hún var kölluð, ásamt foreldrum sínum í Gilsárteigi, en þau fluttu síðan til Seyðisfjarðar. Þar hefur hún búið alla tíð síðan, nema þegar þau Gísli bjuggu fyrstu hjúskap- arárin í Hafnarfirði. Dúlla var í Barnaskóla Seyðisfjarðar og tók svo einn vetur í gagnfræðaskóla í Reykjavík. Eftir það vann hún hjá sýslumanninum á Seyðisfirði þangað til hún fór að sjá um uppeldi barna sinna og heimilis- störf. Hún vann við þrif í Tón- listarskóla Seyðisfjarðar í nokk- ur ár og á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar. Síðustu árin vann hún í þvottahúsi sömu stofnunar. Dúlla hafði gaman af alls konar tónlist, en kórsöngur og óperur voru í miklu uppáhaldi. Hún söng í Samkórnum Bjarma og Kirkjukór Seyðisfjarðar og veitti það henni mikla ánægju. Dúlla var stofnfélagi í Slysavarnadeildinni Rán. Guðborg verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 28. júní 2016, klukkan 14. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg, f. 9. maí 1952, sem á eina dóttur og tvö barnabörn, 2) Sig- urður Kristinn, f. 14. júní 1955, giftur Mörthu Finnsdótt- ur og eiga þau einn son, 3) Sigtryggur, f. 8. ágúst 1956, giftur Önnu G. Kristjánsdóttur og eiga þau sex börn og sex barna- börn, 4) Ólafía María, f. 9. febr- úar 1958, gift Guðjóni Egilssyni, þau eiga sex börn og fimm barnabörn, 5) Ragnheiður, f. 2. október 1965, sambýlismaður Sigurður Víðisson, börn þeirra eru þrjú og barnabörnin tvö, 6) Guðrún, f. 22. maí 1971, gift Klas Hjære Poulsen, synir þeirra eru þrír, 7) Sigurveig f. 13. maí 1973, gift Vilhjálmi, syn- Mamma mín, mamma mín, mikill var þinn kærleikur til mín. Þótt býsna oft ég ætíð brygðist þín, baðst þú þó fyrir mér. Elsku mamma mín. Mig langar að minnast þín í svo mörgum orðum og leyfa öll- um að heyra af öllum þínum góðu kostum og gildum sem ég vona að þér hafi tekist að innræta eitt- hvað í mig. Lítil grein í Morg- unblaðið nær hins vegar ekki að fanga þessar fögru lýsingar mín- ar um þig og því ákvað ég að nýta plássið fyrir kveðjuorð frá mér til þín af því ég efast ekki um að þú kíkir aðeins á minningargrein- arnar eins og alla aðra daga. Fyrstu nætur lífs míns áttum við saman á gamla sjúkrahúsinu hér á Seyðisfirði og síðustu næt- ur lífs þíns áttum við saman í „nýja“ sjúkrahúsinu sem er trú- lega lífsins gangur. Ég vona að ég hafi náð að gefa þér sömu ást, ör- yggi og umvafið þig á sama um- hyggjusama hátt þessar nætur sem við áttum saman eins og þú veittir mér fyrstu nætur lífs míns og ætíð síðan. Mér fannst það for- réttindi að fá að hvíla höfuð mitt á kodda við hlið þér þessar nætur en hefði svo sannarlega viljað að það væru ekki síðustu stundir okkar saman. Ástin og þakklætið sem þú sýndir mér alla tíð fær mig til að efast um að ég hafi gefið þér nóg til baka en ég vona samt að þú hafir vitað hversu mikill kærleik- ur minn var líka til þín. Ég er þakklát, sérstaklega fyrir kveðj- ur okkar á kvöldin sem voru alltaf innilegar og það er mér dýrmætt að hafa fengið að finna svo mikið hlýju þína og þakklæti. Lang- samlega þakklátust er ég fyrir að þú skyldir fá að kynnast honum Albert Inga mínum og fá að fylgj- ast með hvað þið áttuð einstakt samband þessi fyrstu tæp tvö ár af hans ævi. Að sjá hvernig andlit hans ljómaði að sjá þig og sjá það speglast í þínu andliti gaf mér meira en orð geta lýst. Þakklát fyrir að hann skyldi kalla þig „mömmömmu“ síðustu daga þína og senda þér fingurkossa að skilnaði sem gladdi þig svo mikið. Við áttum svo margar stundir saman í sorg og gleði, í amstri hversdagsins sem og á hátíðar- stundu og allar eignast þær nú sérstakar minningarvistarverur. Tómarúmið sem verður eftir þig verður aldrei fyllt, það verður aldrei önnur mamma en ég mun reyna að lifa í þeim gildum sem þú hefur kennt mér og meta allt það góða sem lífið færir mér og reyna að opna hjarta mitt á sama hátt og þú gerðir. Ég er eilíflega þakklát sam- starfsfólki mínu hjá HSA á Seyð- isfirði fyrir þá einstöku vináttu, hlýju og ástúð sem þau sýndu þér síðustu æviár þín og hvernig ung- liðadeildin, krakkarnir þínir þar, opnuðu hjarta sitt fyrir þér og þú fékkst að vera áfram mamman eða amman á þessu stóra heimili eins og lífsstarf þitt var alla tíð. Ástarþakkir til ykkar allra. Ég trúi því að pabbi hafi tekið á móti þér og það verður huggun mín að vita að á afmælisdögum ykkar þetta árið þá dansið þið loksins saman rétt eins og fyrsta kvöldið ykkar í Oddfellowhúsinu. Minning þín er svo sannarlega ljós sem lifir hjá okkur um aldur og ævi, vertu sæl elsku mamma og takk fyrir allt. Litlan þín, Sigurveig. Elsku amma, mikið er ég þér þakklát fyrir allar þær góðu minningar sem að þú hefur gefið mér. Þakklát fyrir að eiga ömmu eins og þig. Þú varst svo hjartahlý, góð og lífsglöð kona. Síðustu daga hef ég verið að fletta í albúmum minninganna. Ég man eftir mér lítilli skottu að leik á Leirubakkanum við frænk- ur mínar, dætur þínar, allar á svipuðu reki. Það var mikið brall- að og leikið. Þú með brosið þitt blíða alltaf í eldhúsinu að útbúa eitthvað gott handa okkur í öll mál. Hugsa um okkur öll. Þú varst með stórt heimili, áttir sjö börn sem að þú elskaðir út af líf- inu. Sagðir það undir það síðasta, en ekki í fyrsta skiptið, hvað þú værir nú rík að eiga öll þessi ynd- islegu og fallegu börn, barnabörn og barnabarnabörn. Eftir að ég flutti burt frá Seyðisfirði var ég svo lánsöm að fá að koma til ykkar afa Gísla á sumrin og vera hjá ykkur í ein- hvern tíma. Þegar ég steig inn um dyrnar tókst þú svo vel á móti mér með kossunum þínum öllum og faðmi. Ég hugsaði síðar, eftir að hafa kynnst franskri menn- ingu, að þú hlytir að hafa verið frönsk í fyrra lífi. Þú varst alltaf svo áhugasöm um allt sem á mína daga hafði drifið og aldrei gleymdir þú afmælisdeginum mínum, hringdir alltaf í mig. Við ræddum oft um góðar bækur saman, höfðum sama smekk á þeim og vorum oft að lesa það sama. Þú hafðir gaman af lestri og ekki síður fannst þér gott eftir amstur dagsins að setjast niður og horfa á góða mynd eða þætti. Þú hafðir mikla ánægju af falleg- um fötum og fórst ekki út fyrir hússins dyr án varalitar. Leist alltaf vel út, elsku amma. Þú hafðir einnig mjög gaman af því að ferðast. Ferðaðist víða um æv- ina, bæði innanlands og erlendis. Þú varst svo dugleg að koma suð- ur og dvelja í einhvern tíma. Það er aðdáunarvert hve mikinn lífs- vilja og lífsgleði þú hafðir, alltaf að ferðast og koma og hitta vini og ættingja. Vera með í boðum fram á rauða nótt og njóta þess að vera innan um fólk. Lífið var þér ekki alltaf auðvelt en þú tókst á erfiðleikunum af miklu hug- rekki, æðruleysi og fallega bros- inu þínu. Elsku amma mín, takk fyrir allt sem þú varst mér og minni fjölskyldu. Þú varst ein- stök kona og minning þín mun lifa í hjarta mínu til æviloka. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka, amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig, elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu, góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili). Telma Sigtryggsdóttir. Nú er hún elsku Dúlla mín lát- in. Þessi elskulega kona var mjög tengd fjölskyldu minni. Hún var gift Gísla, móðurbróður mínum, og þegar þau komu í bæinn frá Seyðisfirði þá gistu þau alltaf hjá okkur. Íbúðin okkar var mjög lítil og því mikil þrengsli, en alltaf leið okkur vel saman. Mamma og Dúlla voru ekki bara mágkonur, á milli þeirra var einlægur og kær vinskapur alla tíð. Þær elskuðu báðar bækur og gátu talað enda- laust um þær, höfðu álíkan húm- or og þær voru trúnaðarvinir. Þegar ég fæddist, sem var áður en þau Gísli kynntust, þá var ég svo heppin að Gísli frændi tók ástfóstri við mig, litlu stelpuna hennar Millu, og hann hélt því alla tíð, þó hann eignaðist síðar sjö börn. Það var eins og ég ætti alltaf hólf í hjarta hans. Þannig var það líka með hana Dúllu, eftir að hún kom inn í fjölskylduna. Þegar ég fermdist fékk ég í ferm- ingargjöf flugferð til Seyðisfjarð- ar og sumardvöl hjá þeim hjá hjónum. Þetta var mikið ævintýri fyrir mig, 13 ára stelpuna, að fara í flugvél, fara í rútuferðalag frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar og ég sem hafði lítið sem ekkert ferðast. Ferðin til Seyðisfjarðar var því mikil ævintýraferð. Þar sem ég var að fara frá foreldrum mínum í fyrsta sinn í svo langan tíma var ég mjög spennt, en líka smá kvíðin, en um leið og ég var komin á leiðarenda var ég tekin inn í Gísla- og Dúllu-hópinn eins og ég væri ein af þeim og þannig hefur mér liðið alla tíð síðan. Dúlla var einstaklega barngóð kona og var í raun aldurslaus. Hún náði ótrúlega sterkum teng- ingum við börn sem og við full- orðið fólk, aldur skipti hana ekki máli, hún átti einhvern veginn svo auðvelt með að komast á sömu bylgjulengd og aðrir. Hún elskaði fjörðinn sinn fallega, börnin sín og afkomendur og helst hefði hún óskað að hafa allt fólkið sitt í kringum sig alltaf, en þar sem það var ekki hægt, þá naut hún þess algjörlega í botn í hvert sinn sem einhver kom í heimsókn í bæinn og ljómaði öll og brosti sínu fallega og yndis- lega brosi. Það hefur verið fallegt að fylgjast með, þó í fjarlægð sé, hvernig börnin hennar hafa hlúð að henni og hvatt hana hvert á sinn hátt af svo mikilli ástúð. Ég, mamma, Rúnar og Björt þökkum elsku Dúllu fyrir dásam- legar stundir og sendum hinum stóra og glæsilega afkomenda- hópi hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Brynja Guttormsdóttir. Ég kynntist Dúllu og hennar fjölskyldu haustið 1982 og þau kynni entust vel og lengi. Dúlla og Gísli tóku mér svo vel að ég á fá orð yfir það en þakklæti mitt er innilegt. Á heimili þeirra var gestkvæmt því þau hjónin voru með eindæmum gestristin og þægileg heim að sækja. Dúlla var sérstaklega barngóð og natin við sína nánustu. Hún var ósérhlífin, dugleg og áreiðanleg. Ekki man ég eftir mörgu sem við vorum ósammála um ef undan er skilin pólitík! Þar unnum við þó hvort öðru sinnar skoðunar eins og vera ber. Ég þakka Dúllu að leiðarlok- um góð kynni sem spanna meira en 30 ár. Sendi börnum, barna- börnum og aðstandendum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Minn- ing um góða kona lifir. Jónas Andrés Þór Jónsson. Þegar samferðafólk okkar á ævivegi kveður hinzta sinni verð- ur mörg minningin skýrari í muna, þó langt sé um liðið. Þá rifjast upp orð og atvik sem mað- ur hélt að væru týnd og töpuð, enda langt um liðið frá því ég var í þjónustu við hið ágæta fólk eystra sem veitti mér trúnað sinn. Hugarhlý er minninga- myndin um hana Guðborgu, þessa einlægu hugsjónakonu, þessa ljómandi greindu og dug- miklu konu sem var svo gott að vita af í hópi stuðningsfólksins eystra, þar sem atfylgið aldrei brást. Guðborg var af því góða fólki komin sem átti drauminn um réttlátt samfélag og þann draum átti hún einnig í ríkum mæli. Hlýtt var handtakið, gef- andi voru bros hennar og viðmót allt, hógvær og einörð um leið. Hún Guðborg var svo vel að sér um svo margt, greind kona og gjörhugul. Hún gaf góð ráð á sinn hlýja hátt og gott á að hlýða hversu henni þótti vel ráðið um gjörðir mínar og ekki var síðra að heyra hana segja frá því sem bet- ur hefði mátt fara. Kaffispjall að loknum fundum með þeim Gísla var sannarlega gefandi, þar lögðu þau hjón margt til mála sem reyndist hið bezta umhugsunar- efni á heimleiðinni. Þau hjónin voru sósíalistar af trúrri sann- færingu og eðlislægri og í for- ystusveit á sínum heimastað. Þetta skulu aðeins nokkur fá- tækleg þakkarorð fyrir sam- fylgdina kæru og gjöfulu, það var mannbætandi að eiga fund með henni Guðborgu. Hlýjar skulu samúðarkveðjur til barna hennar og þeirra fólks. Minningin um Guðborgu yljar sannarlega öldnu hjarta. Ljós og kær er sú minning í muna. Helgi Seljan. Guðborg Björk Sigtryggsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, ÁSGEIRS EINARS FLORENTSSONAR, sem lést 29. maí á heimili sínu, Dona Pepa, á Spáni. . Sigurrós B. Eðvarðsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUNNÞÓRA SIGURBJÖRG KRISTMUNDSDÓTTIR, sem lést 10. júní 2016 á hjúkrunarheimilinu Ísafold, verður jarðsungin frá Langholtskirkju í Reykjavík fimmtudaginn 30. júní klukkan 15. . Þorkell Helgason, Henrietta Griebel, Þorsteinn Helgason, Þorlákur Helgi Helgason, Kristjana Sigmundsdóttir, Þorvaldur Karl Helgason, Þóra Kristinsdóttir, Þorgeir S. Helgason, Laufey Tryggvadóttir, Þóra Elín Helgadóttir, Einar Bragi Indriðason og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn og faðir, AXEL ÞORBERG INGVARSSON, Heiðarholti 7, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum 24. júní 2016. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, . Elsa Björk Kjaransdóttir, Þorgeir Axelsson, Guðjón Magnús Axelsson, Soffía Inga Axelsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN M. BALDURSSON, landfræðingur og leiðsögumaður, Kúrlandi 27, Reykjavík, varð bráðkvaddur föstudaginn 24. júní. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. júlí klukkan 13. . Elín Ýrr Halldórsdóttir, Anna Rut Kristjánsdóttir, Ásta Ýrr Kristjánsdóttir, Kári Logason, Herdís Kristjánsdóttir, Pétur Andri Dam, Halldór Kristjánsson, Ásdís Nína Magnúsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SUMARLIÐA KRISTMUNDSSONAR, Hábrekku 8, Ólafsvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar Landspítalans. . Kristín G. Jóhannsdóttir, Kristmundur Sumarliðason, Hermína Lárusdóttir, Ingibjörg Sumarliðadóttir, Einar Hjörleifsson, Þorkatla K. Sumarliðadóttir, Baldur Á. Sigþórsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HAFDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Klukkuholti 22, Álftanesi, lést á Landspítalanum v/ Hringbraut 24. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 6. júlí klukkan 13. . Þorsteinn Svörfuður Kjartansson, Kristinn Þorsteinsson, Sigríður Olga Magnúsdóttir, Gestur Örn Ákason, Eyrún Valþórsdóttir, Andri Þorsteinsson, Mary Joy Repato, Klara Lind Þorsteinsdóttir, Arnar Gísli Hinriksson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.