Morgunblaðið - 28.06.2016, Qupperneq 18
EM Í FÓTBOLTA KARLA18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íraski herinn hef-ur náð stórborg-
inni Fallujah aftur
á sitt vald. Borgin
varð alræmd í
Íraksstríðinu fyrir
harða götubardaga
milli uppreisnarmanna og
Bandaríkjahers og komst aftur í
fréttirnar sem fyrsta borgin í
Írak sem Ríki íslams náðu á sitt
vald. Fall borgarinnar var á sín-
um tíma gríðarlegt áfall fyrir
írösk stjórnvöld þar sem
hryðjuverkasamtökin hafa not-
að Fallujah sem bækistöð fyrir
skæruárásir á höfuðborgina
Bagdad.
Frelsun borgarinnar er fagn-
aðarefni fyrir írösk stjórnvöld
og bandamenn þeirra á Vest-
urlöndum og var litið svo á að
orrustan um borgina yrði próf-
steinn á það hvort íraski herinn
gæti yfirbugað hinar harðsnúnu
vígasveitir Ríkis íslams. Með
dyggri aðstoð bandaríska flug-
hersins og annarra banda-
manna virðist íraski herinn loks
eiga möguleika á sigri.
Nú er einungis ein stór borg
eftir í höndum Ríkis íslams í
Írak. Mósúl, næststærsta borg
landsins, sem hefur gegnt hlut-
verki höfuðstöðva samtakanna í
landinu bíður nú þess að vera
frelsuð með áþekkum hætti.
Engin leið er að vita hversu
hröð sú sókn verður, en það tók
til að mynda rúman mánuð að
ná Fallujah á vald stjórnvalda.
Eins og staðan er orðin er
spurningin þó fremur hvenær
en hvort Mósúl
verður frelsuð og er
það óneitanlega já-
kvæð þróun.
En hvað felur
þetta í sér? Ljóst er
að Ríki íslams mun
ekki gefa sitt eftir án þess að
leggja allt í sölurnar til þess að
verja síðasta vígi sitt í Írak. Þá
verður að hafa í huga að sam-
tökin brugðust við falli Fallujah
með því að taka af lífi nokkra
blaðamenn á grimmilegan hátt
og dreifa upptökum af lífláti
þeirra á netinu. Gera má ráð
fyrir að grimmd samtakanna
muni aukast enn eftir því sem
endalokin í Írak færast nær.
Á sama tíma þurfa Vest-
urlönd og bandamenn þeirra að
tryggja að samtök á borð við
Ríki íslams geti ekki skotið rót-
um á ný í Írak. Því miður bendir
flest til þess að þeir flokka-
drættir á milli súnníta og sjía,
sem ýttu undir vöxt og viðgang
Ríkis íslams hafi frekar færst í
aukana en hitt. Ríkisstjórn
Íraks, sem nú er skipuð sjíum,
þarf að gæta að því að hygla
ekki um of einum trúarhópi á
kostnað annars.
Þá er björninn ekki unninn,
þó að loks hilli undir endalok
samtakanna í Írak. Ríki íslams
heldur enn stórum landsvæðum
í Sýrlandi, þó að sótt hafi verið
hart að „höfuðborg“ þeirra í
Raqqa. Því er hætta á að enn líði
langur tími, áður en veröldin
verður laus við þessi grimmi-
legu hryðjuverkasamtök.
Eftir langa og blóð-
uga baráttu hillir
loks undir endalok
Ríkis íslams í Írak}
Fallujah frelsuð
Íslenska karla-landsliðið áttistórleik gegn
Englandi á EM í
Frakklandi í gær
og vann verðskuldaðan sigur.
Veðbankar fóru illa út úr úr-
slitunum enda telst þessi sigur
Íslands meðal óvæntustu úr-
slita knattspyrnusögunnar.
Fyrirfram var allt sem benti til
sigurs Englands, allt nema öfl-
ug samstaða íslenska liðsins,
gott leikskipulag og heilbrigt
sjálfstraust, að ógleymdum
þúsundum stuðningsmanna
sem eiga engan sinn líka.
En jafn erfiðir andstæðingar
og Englendingar þóttu fyr-
irfram er óhætt að segja að
næsta verkefni verði ekki síður
krefjandi. Það er ekki heiglum
hent að mæta Frökkum á
heimavelli þeirra, Stade de
France í París á sunnudaginn
og víst er að Frakkar ætla ekki
að leyfa Íslendingum að henda
sér út úr mótinu. Það verður
því hart barist og ekki hlaupið
að því að sækja gull í greipar
gestgjafanna. Úrslit gærdags-
ins sýna aftur á mótiað ekkert
knattspyrnulið getur gert ráð
fyrir því fyrirfram
að leggja landslið
Íslands.
Árangur lands-
liðsins hefur verið
eftirtektarverður, og Ísland
hlotið mikið lof fyrir fram-
göngu sína, innan vallar og ut-
an. Liðið hefur staðið sig með
miklum sóma, og stuðnings-
menn vakið athygli fyrir prúð-
mannlega framkomu, skemmti-
legan og öflugan stuðning.
Óhætt er að segja að eftir leik-
inn í gær hafi ekki dregið úr at-
hyglinni sem Ísland fékk og
víst er að margir bíða spenntir
eftir að sjá hvort sigurgangan
heldur áfram.
Hvernig sem fer á sunnudag
hefur landsliðið þegar staðið
sig mun betur en nokkur gat
gert sér vonir um og verið landi
og þjóð til mikils sóma. Lands-
lið Íslands hefur aldrei náð jafn
langt og það hefur þegar náð á
EM í Frakklandi og í dag er
ástæða til að fagna þeim frá-
bæra árangri. Ef liðinu tekst
að spila jafn sannfærandi leik á
sunnudag og það gerði í gær
geta landsmenn svo búið sig
undir áframhaldandi ævintýri.
Ísland mætir Frökk-
um í 8-liða úrslitum}Stórleikur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Gleði Eggert Magnússon og Dorrit Moussaieff réðu sér ekki fyrir kæti og stigu dans úti á vellinum eftir leikinn.