Morgunblaðið - 28.06.2016, Síða 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016
Útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tækið er nú með tæplega hundrað
manns í vinnu, er stærsta fyrirtækið
í byggðarlaginu, gerir nú út tvo tog-
báta, frystihús og netaverkstæði.
Auk þess á fyrirtækið tæpan helm-
ing í Fiskmarkaði Íslands og hluti í
ýmsum fyrirtækjum í Grundarfirði
sem tengjast sjávarútvegi.“
Þess má geta að Unnsteinn er
mikill völundarsmiður og hannaði
m.a. sporðskurðarvél sem fékk verð-
laun fyrir framúrstefnuhugmynd
sjávarútvegssýningarinnar 2014.
Hann hefur stofnað fyrirtæki um
vélina sem heitir 4 Fish og hefur
heimasíðuna 4 Fish.is.
Þegar kemur að áhugamálum er
Unnsteinn mikill áhugamaður um
stangveiði, skotveiðar og ferðalög og
útivist almennt. María hefur hins
vegar starfað mikið að félagsmálum
í plássinu, hefur verið virk í kven-
félaginu Gleym mér ei, í Grund-
arfirði og hefur verið virk í sam-
skiptum Grundarfjarðar við vinabæ
sinn, Pinpol í Frakklandi..
Fjölskyldur
Eiginkona Unnsteins er Mandy
Nachbar, f. 5.4. 1977, starfsmaður
hjá ferðaskrifstofunni Terra Nova.
Börn Unnsteins og fyrri konu
hans, Alexöndru Arnardóttur, eru
Örn Ingi, f. 6.5. 1989, tónlistarnemi í
Þýskalandi, en kona hans er Sigrún
Sævarsdóttir tónlistarnemi; Rúna
Ösp, f. 20.4. 1996, nemi á Egils-
stöðum, og Lydía Rós, f. 7.1. 2001,
grunnskólanemi í Grundarfirði.
Börn Unnsteins og Mandyjar eru
Ari, f. 28.7. 2012, og Tinna, f. 23.6.
2014.
Eiginmaður Maríu Magðalenu er
Eiður Björnsson, f. 20.7. 1953, húsa-
smíðameistari í Grundarfirði.
Börn Maríu og Eiðs eru Karítas, f.
21.1. 1988, kennari í Reykjavík, en
maður hennar er Arnar Guð-
laugsson rafeindavirki; Ingibjörg
Stefanía, f. 7.4. 1990, geislafræð-
ingur í Reykjavík, en maður hennar
er Andri Axelsson og er sonur þeirra
Eiður Axel, f. 2015, og Monika, f.
24.6. 1997, nemi í Grundarfirði.
Stjúpdætur Maríu eru María
Helen, f. 7.6. 1977, kennari, en mað-
ur hennar er Jón Magnús Krist-
jánsson læknir og eru börn hennar
Elfa Dís Hlynsdóttir, f. 2000, og
Matthildur Mía Jónsdóttir, f. 2015.
Systkini Unnsteins og Maríu eru
Runólfur, f. 12.5. 1948, fyrrv. skip-
stjóri og starfsmaður G.Run. hf.;
Kristján, f. 13.2. 1950, vélstjóri hjá
G.Run. hf.; Páll Guðfinnur, f. 27.7.
1952, netagerðarmaður hjá G.Run.
hf.; Ingi Þór, f. 9.5. 1955, netagerð-
armaður hjá G.Run. hf.; Guðmundur
Smári, f. 18.2. 1957, framkvæmda-
stjóri G.Run. hf., og Svanur, f. 3.11.
1959, framkvæmdastjóri í Reykja-
vík.
Foreldrar Unnsteins og Maríu
voru Ingibjörg S. Kristjánsdóttir, f.
3.3. 1922, d. 9.10. 2008, húsfreyja í
Grundarfirði, og Guðmundur Run-
ólfsson, f. 9.10. 1920, d. 1.2. 2011,
útgerðarmaður og skipstjóri.
Fjölskyldan Unnsteinn og María
með foreldrum og systkinum.
Úr frændgarði Unnsteins og Maríu Guðmundsbarna
María og
Unnsteinn
Guðmundsbörn
Ingibjörg Illugadóttir
húsfr. í Litla-Langadal
Kristján Daníelsson
b. í Litla-Langadal á
Skógarströnd
Guðmundur Daníelsson
b. á Dröngum í Helga-
fellssveit (varð 106 ára)
María Magðalena
Kristjánsdóttir
húsfr. á Þingvöllum
Kristján Jóhannsson
b. á Þingvöllum í
Helgafellssveit
Ingibjörg S. Kristjánsdóttir
húsfr. í Grundarfirði
Ingibjörg B.
Þorseinsdóttir
húsfr. í Drápuhlíð
Jóhann Magnússon
b. í Drápuhlíð í
Helgafellssveit
Daði Kristjánsson
b. á Hólmlátri á Skógarströnd
Sigfús Daðason
skáld
Geirmundur
Guðmunds-
son starfsm.
SÍS
Móses
Geirmunds-
son
hluthafi í
G.Run. hf.
Lilja Mósesdóttir
fyrrv. alþm.
Katrín Helgadóttir
húsfr. á Vatnabúðum
Gísli Guðmundsson
útvegsb. á Vatnabúðum í
Eyrarsveit
Sesselja S.
Gísladóttir
vinnukona
á Spjör
Runólfur
Jónatansson
hreppstj. á Spjör í
Eyrarsveit
Guðmundur Runólfsson
útgerðarm. og skipstj. í
Grundarfirði
Halldóra Daníelsdóttir
húsfr. á Mýrum
Jónatan
Jónsson
b. á Mýrum í
Eyrarsveit
Zoffanías
Cecilsson
útgerðarm. í
Grundarfirði
Kristín
Ceilsdóttir
húsfr. í
Stykkishólmi
Cecil
Haraldsson
fyrrv.
fríkirkju-
prestur í
Rvík og pr. á
Seyðisfirði
Kristín
Runólfsdóttir
Valdimar Jóhannsson fæddist28. júní 1915 að Skriðulandi íArnarneshreppi í Eyjafirði.
Foreldrar hans voru Jóhann Pál
Jónsson bóndi, lengst af á Skriðu-
landi, og kennari og k.h. Anna Jó-
hannesdóttir húsfreyja.
Foreldrar Jóhanns Páls voru Jón
bóndi á Hjaltastöðum og Sælu í
Svarfaðardal Halldórsson bónda á
Klaufabrekkum í Svarfaðardal Hall-
dórssonar, og k.h. Sigríður Ingveld-
ur Ólafsdóttir bónda á Miðlandi í
Öxnadal, Bjarnasonar. Foreldrar
Önnu voru Jóhannes Larsen stýri-
maður frá Noregi, og Guðrún Guð-
mundsdóttir hreppstjóra í Stóra-
Dunhaga í Hörgárdal Halldórssonar.
Valdimar lauk kennaraprófi frá
Kennaraskóla Íslands árið 1937 og
starfaði sem kennari við Samvinnu-
skólann næstu þrjú árin, en jafn-
framt blaðamaður á Nýja dag-
blaðinu. Hann var ritstjóri
tímaritsins Vöku frá 1938-39 og tók
við starfi ritstjóra vikublaðsins Þjóð-
ólfs árið 1940. Árið 1943-44 var hann
blaðamaður við Alþýðublaðið og árið
1945 stofnaði hann bókaútgáfuna Ið-
unni sem síðar varð stærsta útgáfu-
fyrirtæki landsins undir hans stjórn.
Var hann forstjóri Iðunnar frá 1945-
1988.
Valdimar var formaður Félags ís-
lenskra bókaútgefenda um margra
ára bil. Hann var einnig formaður
Þjóðvarnarflokksins þegar hann var
stofnaður árið 1953 og gegndi því
embætti til 1960. Auk þess átti hann
sæti í Fræðsluráði Reykjavíkur frá
1954-58.
Gylfi Gröndal skráði endurminn-
ingar Valdimars og komu þær út árið
1997.
Eiginkona Valdimars var Ingunn
Ásgeirsdóttir, f. 23.5. 1922, d. 16.5.
2010, en foreldrar hennar voru Ás-
geir Theodór Daníelsson, gjaldkeri í
Keflavík, og k.h. Ólafía Jónsdóttir.
Valdimars og Ingunn eignuðust þrjú
börn: Ásgeir, f. 1942. d. 2015, prent-
ari og útgefandi á Egilsstöðum, síð-
ast sölumaður hjá Forlaginu, Anna,
f. 1948, sálfræðingur og Jóhann Páll,
f. 1952, bókaútgefandi hjá
Forlaginu.
Valdimar lést 27.1. 1999.
Merkir Íslendingar
Valdimar
Jóhannsson
95 ára
Þorgerður Hermannsdóttir
90 ára
Sigurður Sigvaldason
85 ára
Jakob Jakobsson
Jón Ósmann Magnússon
Kristín Árnadóttir
Skúli Jónsson
Soffía Jóhannsdóttir
80 ára
Birna Guðrún Einarsdóttir
Hans W. Haraldsson
Hrefna Hagbarðsdóttir
Kristín Bára Ólafsdóttir
Oddný Alda Ólafsdóttir
75 ára
Ástdís Valdemarsdóttir
Guðrún Elín Bjarnadóttir
Ingibjörg Hauksdóttir
Jenný Marelsdóttir
Magnús Kr. Herjólfsson
Þóra Ingólfsdóttir
70 ára
Anna Rodita Rufina
Guðmundur F. Sigurðsson
Guðmundur Sveinsson
Jinquan Hou
Margrét Kolbeinsdóttir
Nína Gautadóttir
Vilborg Ólafsdóttir
60 ára
Ármann Óskar Gunnarsson
Ástrós Sighvatsdóttir
Bjarni Reynir Bergsson
Elísabet Kristín Jakobsd.
Guðlaugur G. Grétarsson
Gunnar Leifur Stefánsson
Jóhann B. Kormáksson
Jón Björn H. Arason
Jón Guðmundsson
Jónína Sigmundsdóttir
Páll Pálmar Daníelsson
50 ára
Agnes Viðarsdóttir
Arnar Guðnason
Erla Sigurðardóttir
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Eysteinn Traustason
Goran Valdimar Nikolic
Jóhanna Kristjánsdóttir
María M. Guðmundsd.
Sólrún W. Kamban
Unnsteinn Guðmundsson
Þorleifur Ágústsson
40 ára
Aneta Joanna Cwiklinska
Dagný Gísladóttir
Edda Björk Andradóttir
Elfa Íshólm Ólafsdóttir
Elvar Atli Konráðsson
Guðmundur Björnsson
Helga Björg Garðarsdóttir
Ívar Freyr Finnbogason
Katrín Vala Arjona
Kristinn Ingvar Pálsson
Magnús Elfar Thorlacius
Sólrún Guðfinna Rafnsd.
Stefán P. Pétursson
Tómas Eric Woodard
Unnur Dóra Einarsdóttir
Þórdís Halldórsdóttir
30 ára
Alexandra Þórisdóttir
Andrea Rós Solayao Bation
Arnrún Sveina Kevinsdóttir
Atli Þór Ægisson
Daði Rúnar Skúlason
Erna Svanhvít Sveinsdóttir
Eva Huong Ottósdóttir
Kári Skúlason
O. Óðinn Anuforo
Ólafur Tryggvason
Ragnheiður Sigurðard. B.
Sonja Petra Stefánsdóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Katrín er Reykvík-
ingur og er viðskiptafr. hjá
Rýni endurskoðun.
Maki: Ingólfur Jóhann-
esson, f. 1976, bygginga-
tæknifr. hjá Vektor.
Börn: Hilmir, f. 2001,
Róbert, f. 2006, og Tinna,
f. 2013.
Foreldrar: Manuel Arjona
Cejudo, f. 1948, d. 2014,
hamskeri, og Anna Sóley
Sveinsdóttir, f. 1953, út-
boðsfulltrúi hjá Ríkis-
kaupum.
Katrín Vala
Arjona
40 ára Magnús er Pat-
reksfirðingur en býr í
Reykjavík, og er sjómaður
á Önnu EA hjá Samherja.
Maki: Helena Rós Ró-
bertsdóttir, f. 1981, gull-
smiður.
Börn: Kamilla Dís, f.
2015.
Foreldrar: Karl Skafti
Thorlacius, f. 1951, d.,
1999, vörubílstjóri, og
Sólveig Sigríður Magn-
úsdóttir, f. 1954, nuddari,
bús. í Reykjanesbæ.
Magnús Elfar
Thorlacius
30 ára Ólafur er Drangs-
nesingur en býr í Reykjavík
og vinnur á þjónustuverk-
stæði Eimskips.
Maki: Elva Hjálmarsdóttir,
f. 1986, forstöðumaður á
Heimilinu Erluási í Hafnarf.
Börn: Fannar Hólm, f.
2012, og Tindur Orri, f.
2015.
Foreldrar: Tryggvi Ólafs-
son, f. 1954, rútubílstjóri,
og Ragnhildur Rún Elías-
dóttir, f. 1959, deildarstj.
Kaupf. Steingrímsfjarðar.
Ólafur
Tryggvason