Morgunblaðið - 28.06.2016, Page 6

Morgunblaðið - 28.06.2016, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016 Tvær til þrjár vísur slæddust í kjörkassana í Suður- kjördæmi en Karl segir þær hafa verið heldur illa kveðnar og ekkert til að fara með. „Í kosningum til Al- þingis koma yfirleitt tíu til fimmtán vísur og nokkrar ansi góðar. Vísurnar eru yfirleitt skrifaðar á sér miða sem er laumað með kjörseðlinum ofan í kassann,“ segir Karl. Algengustu teikningarnar á kjörseðlunum virðast vera blóm, broskarlar, hjörtu og kórónur en Karl segir að sumir virðist fyllast yfirmáta lotningu í kjörklef- anum og teikna kórónu við sinn mann. Þá segir Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík- urkjördæmi norður, að sumir skrifi nafn frambjóðand- ans fullum fetum á kjörseðilinn og stundum aftan á seðilinn. Vildu leggja embættið niður Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norð- austurkjördæmi, segir að þar hafi komið nokkrir seðlar sem á var ritað: „Það á að leggja þetta embætti niður“. „Það voru fjórir eða fimm sem fóru á kjörstað til að koma þeim skilaboðum á framfæri,“ segir Gestur og bætir við að annars hafi það verið krass eða auðkenni á seðlinum sem varð oftast til ógildingar. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi forseti, og Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, fengu nokkur atkvæði í nýafstöðnum forsetakosningum. Það ógilti að sjálfsögðu kjörseðilinn að skrifa nafn þeirra á hann en kjósendum virtist vera sama, þeir komu skoð- unum sínum á því hver ætti að gegna embætti forseta Íslands á framfæri. Hátt í þúsund kjörseðlar voru dæmdir ógildir í for- setakosningunum og oftast var það út af einhverju kroti á þá, samkvæmt upplýsingum frá formönnum yf- irkjörstjórna í landinu. Ótal ástæður fyrir ógildingu „Það var svo sem ekkert eitt umfram annað sem ógilti seðlana. Það var mjög algengt að fólk væri að krota eitthvað, teikna myndir eða strika yfir ákveðin nöfn. Þá var það svolítið í utankjörfundaratkvæðunum að fylgiblaðið væri ekki rétt útfyllt, að það vantaði und- irskriftir annaðhvort kjósandans sjálfs eða undirskrift þess aðila sem kosið var hjá sem væri þá sýslumaður eða starfsmaður sendiráðs. Það geta verið ótal ástæður fyrir ógildingu á kjörseðli en það er yfirleitt meðferðin á kjörseðlinum sjálfum, það má ekkert hrófla við hon- um,“ segir Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, en Lars Lagerbäck fékk allt að tíu atkvæði í því kjördæmi að sögn Sveins. Illa kveðnar vísur flutu með Nokkuð mikið var um það á ógildu seðlunum að kjós- endur væru að merkja við sinn frambjóðanda og strika um leið yfir eitt eða fleiri nöfn annarra frambjóðanda. „Menn eru að tjá óánægju sína með einhverja á meðan þeir kjósa einn. Það er heimilt í alþingiskosningum að strika yfir fólk á listanum sem þú kýst en yfirstrikanir ógilda kjörseðilinn í forsetakosningum,“ segir Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suður- kjördæmi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kosinn forseti Sem betur fer var lítill hluti atkvæða ógildur. Guðni Th. Jóhannesson fékk 39,1% gildra atkvæða. Blóm, broskarlar, hjörtu og kórónur  Teikningar ógilda kjörseðla  Lagerbäck fékk atkvæði AFP Kóróna Sumir kjósendur virtust vilja breyta Íslandi í konungsríki og teiknuðu kórónu við sinn mann. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Átta manns starfa hjá skrifstofu forseta Íslands, níu ef sjálfur for- setinn er talinn með. Starfs- mannafjöldinn hefur haldist óbreyttur í marga áratugi en allir þeir sem starfa núna fyrir embættið hófu störf í forsetatíð Ólafs Ragn- ars Grímssonar. Ólafur Ragnar læt- ur af embætti 1. ágúst þegar Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti forseta Íslands. Hingað til hafa ekki orðið neinar breytingar á starfsliði forsetaembættisins við forsetaskipti en á móti kemur að af- ar sjaldan hefur verið skipt um for- seta. Fjórir starfsmenn hafa aðsetur á skrifstofu forseta Íslands á Staða- stað við Sóleyjargötu í Reykjavík. Það eru forsetaritari, skrif- stofustjóri og tveir deildarstjórar. Forsetaritari er Örnólfur Thorsson og er hann skipaður til fimm ára í senn, ráðningasamningur hans end- urnýjaðist síðast 1. janúar í ár. Örn- ólfur hefur gegnt starfi forsetarit- ara frá 1. janúar 2006 en hann var ráðinn sérfræðingur á skrifstofu forsetans árið 1999 og var skrif- stofustjóri frá 2003 til 2006. Á Bessastöðum eru aðrir fjórir starfsmenn; staðarhaldari, umsjón- armaður fasteigna, ráðsmaður og bílstjóri forsetans. Ráðsmaðurinn hefur einnig umsjón með Bessa- staðakirkju. Tuttugu ára íbúðarhús Á Bessastöðum er íbúðarhús sem var tekið í notkun árið 1996 og stendur á bak við Bessastaðastofu og tengdar byggingar. Á sama stað stóð áður hús sem var kennt við ráðsmanninn, í því bjó starfsfólk embættisins en forsetinn og fjöl- skylda hans bjuggu á efri hæð Bessastaðastofu. Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eld- járn bjuggu í Bessastaðastofu og Vigdís að hluta en þá var húsið orð- ið það illa farið að ákveðið var að fara í miklar endurbætur á því. Endurbótunum lauk um það leyti sem Ólafur Ragnar tók við embætti 1996, hann var fyrsti íbúinn í nýja íbúðarhúsinu á Bessastöðum sem hefur útlit ráðsmannshússins sem stóð þar áður fyrr. Óbreyttur starfs- mannafjöldi hjá forsetaembættinu  Átta starfa á skrifstofu forseta Ís- lands  Ekki breytt við forsetaskipti Morgunblaðið/Eggert Bessastaðir Eftirsóttur staður. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Fjöldi fyrirtækja á landinu hefur boðið upp á EM-tilboð á sínum vörum. Einföld leit sýnir að hægt er að fá allt frá flatböku og upp í ís- skáp á sérstöku EM-tilboði og nán- ast allt þar á milli. Morgunblaðið er með sérstakt EM-áskriftartilboð í gangi, Byko auglýsti útileguvörur á EM-afslætti, KFC hefur sína EM- fötu og Dominos og Saffran eru með bökur á EM-tilboði. Þá voru skór á tilboði hjá skór.is og ef not- aður er sérstakur EM-kóði hjá Úr- val Útsýn er hægt að komast í sól- ina á lægra verði, séu dæmi tekin. Konráð S. Guðjónsson hjá Grein- ingardeild Arion banka segir að bankinn hafi ekki fylgst sérstak- lega með EM-tilboðum til grein- ingar en hann bendir á að nýjar verðbólgutölur komi út í dag og spurning hvort spáin verði undir væntingum vegna allra EM-tilboð- anna. Olíufélögin hafa boðið við- skiptavinum sínum tilboð vegna leikja Íslands á EM og mörkin hafa ráðið afslættinum. „Við höfum fundið að leikdagur hefur verið ró- legur þar sem fólk hefur greinilega mikla trú á liðinu. Margir nutu svo góðs af því að vera með 23 króna afslátt af lítranum eftir sigurinn á Austurríki,“ segir Hugi Hreiðars- son hjá Atlantsolíu. Sjónvörpin ruku út Atlantsolía var eitt þeirra fyr- irtækja sem var lokað snemma sl. miðvikudag til að hleypa starfsfólki sínu heim að horfa á landsleik Ís- lands og Austurríkis, enda voru fá- ir sem hreinlega gátu unnið á leik- dag. „Stemningin minnti mig á aðfangadag. Þjóðfélagið vildi kom- ast heim til að horfa á leikinn,“ segir hann. Örn Beck Eiríksson, sölumaður hjá Samsung-setrinu, segir að EM- tilboð fyrirtækisins hafi gengið vel en Samsung-setrið heyrir undir Ormsson. „Það varð sprenging í sölu á sjónvörpum fyrir EM hjá okkur. Salan tók mikinn kipp bæði í sjónvörpum og hátölurum því fólk var líka að kaupa svokallað Sound- bar. Í öðru hefur verið ágæt hreyf- ing.“ EM gæti haft áhrif á verðbólguna  Fjölmörg fyrirtæki hafa boðið vörur á EM-afslætti  Sjónvörp hafa rokið út  Viðskiptavinir olíufé- laganna dæla minna á leikdegi og bíða eftir afslættinum  Ný verðbólguspá í dag undir áhrifum EM? Sala á áfengi » Áfengissala á leikdegi gegn Portúgal var 107% meiri en á meðalþriðjudegi. » Áfengissala á leikdegi gegn Ungverjum var 28,5% meiri en á meðallaugardegi. » Áfengissala á leikdegi gegn Austurríki var 21% meiri en á meðalmiðvikudegi. Einnig úrval af pappadiskum, glösum og servéttum Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari FLOTTU AFMÆLISTERTURNAR FÁST HJÁ OKKUR Skoðið úrvalið á okkarbakari.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.