Morgunblaðið - 28.06.2016, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Alfreð Júlíus-son, vélfræð-
ingur, fæddist í
Reykjavík 17. ágúst
1930. Hann lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eiri 15. júní
2016.
Foreldrar Al-
freðs voru María
Símonardóttir, f. 3.
sept. 1894 á
Bjarnastöðum í Ölf-
usi, d. 18. apríl 1983, og Júlíus
Gottskálk Loftsson, múrari, f.
25. júlí 1892 á Krossi í Ölfusi, d.
2. júní 1970. Systkini Alfreðs
voru Lovísa, f. 21. júlí 1916, d.
21. des. 1989, og Óskar Kristinn,
f. 20. febr. 1919, d. 18. júlí 2008.
Alfreð kvæntist Ernu Dóru
Marelsdóttur, hárgreiðslukonu,
8. febrúar 1952. Erna var fædd í
Reykjavík 3. janúar 1933, en
hún lést 26. ágúst 1997. Dætur
þeirra eru 1) Guðbjörg, f. 9. apr-
íl 1952. Eiginmaður hennar er
Ásmundur Karlsson. Sonur
þeirra er Axel Ásmundsson og
sonur hans og Brynju M. Dan
Gunnarsdóttur er Máni Snær. 2)
Ragnar Ríkharðsson og eiga
þau soninn Ríkharð Skorra.
Alfreð ólst fyrstu árin upp á
Bragagötu en lengst af á Sól-
vallagötu 7a. Hann útskrifaðist
frá Vélskóla Íslands sem vél-
fræðingur vorið 1953 og starf-
aði sem vélstjóri og yfirvélstjóri
á togurum BÚR, lengst af á
Hallveigu Fróðadóttur, til árs-
ins 1964. Þá tók hann við starfi
sem vélaeftirlitsmaður/vél-
fræðiráðunautur hjá BÚR, síðar
Granda, til ársins 1996. Árin
1971 til 1974 var Alfreð fenginn
til að sjá um ísetningu véla fjög-
urra nýrra skuttogara í San
Sebastian á Spáni og bjuggu þau
hjónin þar á meðan. Eftir lang-
an starfsaldur hjá BÚR og
Granda hóf Alfreð störf hjá Klifi
hf., en hann var hluthafi í því
fyrirtæki. Hann hætti að vinna
árið 2005, þá 75 ára.
Alfreð og Erna bjuggu fyrstu
hjúskaparár sín að Sólvallagötu
7a en reistu síðan hús með Ósk-
ari bróður Alfreðs að Álfheim-
um 7. Síðustu árin, eða frá 2010,
bjó Alfreð í þjónustuíbúð að
Fróðengi 11 eða þar til hann
flutti á hjúkrunarheimilið Eir.
Útför Alfreðs fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 28. júní
2016, og hefst athöfnin kl. 13.
María Júlía, f. 11.
sept. 1953. Eig-
inmaður hennar er
Símon Ólafsson.
Synir þeirra eru: a)
Jón, kvæntur Sig-
ríði Karen Joch-
umsdóttur Báru-
dóttur og eiga þau
soninn Daða. Sig-
ríður Karen á einn-
ig dótturina Sögu
með Erlingi Þór
Valssyni. b) Alfreð, á hann dótt-
urina Ágústu Maríu með Ás-
björgu Ísabellu Magnúsdóttur.
3) Ólöf, f. 30. júlí 1956. Eig-
inmaður hennar er Ágúst Vic-
torsson. Dætur þeirra eru: a)
Erna Dóra b) Laufey, sambýlis-
maður Úlfar Óli Sævarsson.
Dóttir þeirra er Victoría Anna
og einnig á Laufey tvö börn,
Margréti Ólöfu og Ágúst Ými,
með fyrrverandi eiginmanni,
Sigurði Aðalsteinssyni. c) Ás-
gerður Júlía, í sambúð með
Hlyni Jóhannssyni og eiga þau
dótturina Freyju Marín. 4)
Kristín Gróa, f. 17. desember
1966. Eiginmaður hennar er
Kær tengdafaðir minn, Alfreð
Júlíusson (Alli), hefur nú kvatt
þennan heim. Hann varð nærri 86
ára. Það eru 45 ár síðan ég kynnt-
ist honum fyrst. Þau hjónin Alli og
Erna tóku vel á móti mér þegar ég
fór að venja komur mínar í Álf-
heimana til að hitta elstu dóttur
þeirra, Guðbjörgu. Stuttu seinna
héldu þau til Spánar, þar sem Al-
freð hafði eftirlit með smíði svo-
kallaðra Spánarskuttogaranna
fjögurra á árunum 1971 til 1974.
Skömmu eftir heimkomu þeirra
fluttum við Guðbjörg til Dan-
merkur til náms og starfa. Alli,
Erna og yngsta dóttir þeirra,
Kristín Gróa, heimsóttu okkur
þangað sumarið 1976 og fórum við
öll fimm í þriggja vikna Evrópu-
túr á gula Citroën-inum okkar.
Ferðin var mjög skemmtileg í alla
staði, sem við öll höfum oft minnst
síðan. Eftir að sonur okkar, Axel,
var orðinn um 7 ára fórum við
saman í margar veiðiferðir og
skemmtum okkur vel. Ein af sein-
ustu ferðunum, sem við hjónin
fórum með Alla, var til San Seb-
astian á Spáni , þar sem Alli og
Erna bjuggu í þrjú ár vegna smíði
skuttogaranna. Þar heimsóttum
við skipasmíðastöðina og þá staði
sem þau höfðu búið á. Alli var
mjög ánægður með þá ferð og
hafði gaman af að rifja upp þenn-
an tíma. Alli var að eðlisfari já-
kvæður og með glatt lundarfar.
Það gerði honum og okkur síðustu
æviár hans auðveldari. Hann vildi
okkar hag alltaf sem bestan og
hvatti okkur til allra gjörða og
ferða. Ég þakka honum samfylgd-
ina í gegnum árin og nú er hann
kominn til Ernu sinnar eins og
hann þráði undir það síðasta.
Ásmundur Karlsson.
Alfreð Júlíusson, tengdafaðir
minn, lést á Hjúkrunarheimilinu
Eiri 15 júní sl. Það er margs að
minnast frá þessum langa tíma
sem við áttum samleið. Alli reynd-
ist mér alltaf vel og var mér hjálp-
legur alla tíð. Þegar ég kynntist
Alla starfaði hann sem vélfræð-
ingur hjá BÚR, sem seinna varð
Grandi, og var hans aðalstarf að
vera vélaeftirlitsmaður með tog-
urum BÚR. Hann hafði verið vél-
stjóri á togurum BÚR áður en
hann kom í land og tók við starfi
eftirlitsmanns. Nokkru áður en
við kynntumst hafði hann búið á
Spáni í nokkur ár ásamt Ernu
Dóru, eiginkonu sinni, og yngstu
dótturinni þar sem hann var við
eftirlit á smíðum skuttogaranna
Bjarna Benediktssonar, Snorra
Sturlusonar og Ingólfs Arnarson-
ar. Oft gekk mikið á í vinnunni hjá
honum og gátu vinnudagarnir
verið langir og erilsamir. Hann
var alltaf á vaktinni og tilbúinn að
bregðast við ef á þurfti að halda.
Alli var verkmaður góður og hag-
ur bæði á járn og tré. Hann tók
ungur að árum, innan við tvítugt,
sveinspróf í járnsmíði áður en
hann fór í vélskólann. Fyrir ár-
angur sinn á sveinsprófinu fékk
hann sérstaka viðurkenningu.
Þessa verklagni nýtti hann sér
m.a. þegar hann og Erna byggðu
sér sumarbústað í Skorradal. Þær
voru margar ferðirnar sem við
Ólöf ásamt dætrum okkar fórum
með þeim upp í Skorradal. Gott
var að leita til hans með alla hluti
og hjálpaði hann mér oft með við-
gerðir á bílum og fleiru þegar ég
þurfti á því að halda. Fyrir það vil
ég þakka.
Það var árið 1985 sem Alli og
Erna buðu mér að koma í viku-
veiði með sér í Laxá í Þing. fyrir
landi Haganess í Mývatnssveit og
var þetta upphafið að mörgum
veiðiferðum sem við fórum í sam-
an. Hann naut þess að sitja við
ána, skoða og spá í undur náttúr-
unnar, það var nefnilega ekki að-
alatriði að fá sem flesta fiska held-
ur að njóta útiverunnar og
samveru með fjölskyldunni. Alli
hafði gaman af að segja sögur,
hann kunni þónokkuð af ljóðum
og vísum sem hann fór með fyrir
mig á góðum stundum. Hann
hafði skoðun á mönnum og mál-
efnum og gat verið fastur fyrir ef
því var að skipta. Hann var skap-
góður og hændust barnabörnin að
honum og sóttust eftir að fá að
fara með afa og ömmu í Skorra-
dal.
Árið 1996 hætti Alli störfum
hjá Granda og fór að vinna hjá
Klifi hf. en hann var meðeigandi í
því fyrirtæki. Hjá Klifi starfar
hann til 75 ára aldurs. Á þessum
árum fór Alli að stunda sund af
miklum krafti, mætti alla virka
morgna í Vesturbæjarsundlaug.
Þar kynnist hann sundfélaginu
Vinir Dóra og var með þeim í
nokkur ár sér til mikillar ánægju.
Í ágúst 1997 lést Erna Dóra,
eiginkona Alla, og var það honum
mikið áfall, en þau höfðu þá verið
gift í 45 ár. Alli og Erna voru sam-
rýnd hjón sem höfðu gaman af að
ferðast og vera í góðra vina hópi.
Það var gott að leita til þeirra og
voru þau alltaf til staðar þegar á
þurfti að halda. Alli bjó áfram í
Álfheimum 7 í nokkur ár eftir að
hann missir Ernu Dóru eða þang-
að til hann flytur í Eirborgir,
Fróðengi 7, árið 2010. Í desember
2014 fer hann á Hjúkrunarheim-
ilið Eir og er þar þangað til yfir
lýkur. Guð blessi minningu Al-
freðs Júlíussonar.
Ágúst Victorsson.
Í dag kveð ég tengdaföður
minn, Alfreð Júlíusson, sem lést á
hjúkrunarheimilinu Eiri eftir eins
og hálfs árs veru þar. Það eru rúm
45 ár síðan ég kynntist konu
minni, Maríu, en þá voru foreldrar
hennar búsettir á Spáni. Þar var
Alli um árabil í eftirliti með smíð-
um Spánartogaranna á árunum
1971 til 1974. Það er fyrir hans
hvatningu að ég fór í framhalds-
nám á sínum tíma og er ég honum
ævinlega þakklátur fyrir. Alli var
ljúfur maður og úrræðagóður og
var alltaf gott að leita til hans. Í
gegnum tíðina fór fjölskyldan
saman í veiðitúra og aðrar
skemmtiferðir um landið og var
alltaf gaman í þeim ferðum. Ég
þakka honum samveruna og kveð
hann með söknuði og þakklæti.
Blessuð sé minning hans.
Símon Ólafsson.
Í dag kveðjum við Alla afa, eins
og við kölluðum hann alltaf, með
söknuði, en við vitum að amma
Erna tekur á móti honum. Við
systurnar setjumst niður og rifj-
um upp allar minningar sem eru
endalausar, en hann var stór part-
ur í lífi okkar allra og fylgdist vel
með því sem við vorum að gera.
Þar sem aldursmunur er á milli
okkar systra deilum við ekki öll-
um sömu minningum um hann.
Laufey og Erna eiga minningar
um Skorradalinn þar sem var
mikið var brallað og hafði afi alltaf
nóg að gera. Við þrjár systur fór-
um í margar veiðiferðir með Alla
afa og Ernu ömmu sem eru okkur
minnisstæðar og m.a. fórum við í
mörg ár í Laxá í Þing. í Mývatns-
sveit og þegar Ása litla systir ekki
orðin eins árs fór hún að fara með
okkur. Afi var mikil veiðikló og
fékk hann marga væna fiska. Eft-
ir að Erna amma lést héldum við
áfram að fara í veiðiferðir, Alli afi
hélt áfram að lifa lífinu þrátt fyrir
að hafa misst ömmu. Hann fór oft
í utanlandsferðir og hélt sér mikið
uppteknum alveg þangað til hann
veiktist, þannig munum við mest
eftir afa, dugnaður í fyrirrúmi.
Eins var Alli afi mikil sögumaður
og þegar við vorum í bílnum að
keyra um landið þá sagði hann
okkur sögur um marga staði og
atburði, t.d. frægu söguna þegar
hann týndi hjólinu sínu í Mela-
sveit þegar hann var lítill.
Það eru svo margar minningar
sem hrannast upp og við sjáum
hvað við erum lánsamar og
heppnar að hafa átt hann sem afa.
Alli afi var með mjög stórt hjarta
eins, hann eyddi t.d. hálfum degi á
Mývatni með andarunga, sem var
viðskila við mömmu sína, til að
finna hóp handa honum svo hann
gæti lifað af og það tókst.
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
góði, ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsins regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt,
ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt.
Ég er árblik dags um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér
gáðu ég dó ei ég lifi í þér.
(Þýð. Ásgerður Ingimarsd.)
Elsku afi, nú ertu búinn að fá
hvíldina þína og kominn til Ernu
ömmu.
Guð blessi minningu Alla afa,
Erna Dóra, Laufey og
Ásgerður Júlía
Alli var föðurbróðir minn og þó
faðir minn væri ellefu árum eldri
er óhætt að segja að samband
þeirra bræðra hafi verið einstak-
lega gott og náið. Þeir bjuggu í
sama húsi alla ævi, fyrst á Braga-
götu og síðan á Sólvallagötu.
Bræðurnir byggðu saman hús í
Álfheimum og bjuggu þar hvor á
sinni hæðinni í tæpa hálfa öld.
Einnig byggðu þeir hvor sinn bú-
stað í Skorradal og þar var einnig
stutt á milli fjölskyldnanna og oft
setið yfir kaffibolla og spjallað.
Alli frændi var einstaklega
þægilegur maður, alltaf létt yfir
honum og tilbúinn að leggja gott
til málanna og hjálpa.
Það eru margar minningarnar
sem ég á frá uppvextinum sem
tengjast Alla og því að fá að vera
með þeim bræðrum. Þeir unnu
saman við húsið og aldrei keyptu
þeir vinnu annarra eða fengu
hjálp. Þarna lærði maður að vinna
og bjarga sér sjálfur. Pabbi var
trésmíðameistari, Alli vélfræðing-
ur og þegar maður sem fullorðinn
stóð í einhverjum framkvæmdum
gat maður endalaust ausið úr
viskubrunnum þeirra bræðra.
Alli gaf sér tíma til að tala við
lítinn gutta og láta hann aðeins
finna til sín. Ég stóð löngum
stundum fyrir aftan stólinn hjá
honum í stofunni og hann sýndi
mér og skýrði út vísindi úr AB-
bókunum, sem margir muna eftir
á mínum aldri. Og þegar ég sem
unglingur eignaðist gamlan Wil-
lys-jeppa og var að bauka við
hann löngum stundum í bílskúrn-
um voru ómetanleg ráðin sem Alli
gaukaði að mér. Það er til marks
um samskipti bræðranna að bíl-
skúrnum var aldrei skipt.
Það eru forréttindi að alast upp
í fjölskylduhúsi þar sem alltaf var
opið milli hæða og maður naut fé-
lagsskapar og verndar sem barn
enda alltaf einhver heima í húsinu.
Það er því með virðingu og
söknuði sem ég kveð hann frænda
minn og samhryggist dætrum
hans og fjölskyldum þeirra.
Ingi Óskarsson.
Alfreð JúlíussonFjölskyldan var mömmu mik-ilvæg, hún var vakin og sofin yfir
velferð okkar, hún hafði mikla trú
á okkur og stoltið var aldrei langt
undan. Hún var kletturinn okkar
og við vorum kletturinn hennar.
Við vorum og erum samrýnd fjöl-
skylda.
Í dag ætla ég ekki að vera reið,
ég ætla að syrgja móður mína og
gleðjast yfir minningum. Hún
skapaði mig og mótaði. Ég lærði
að takast á við hluti. Lífið gat ver-
ið erfitt þegar Bakkus fylgdi
henni, dásamlegt þegar ég gat
elskað hana skilyrðislaust. Al-
máttugur hvað ég gat verið
grimm við hana, ég vildi breyta
henni. Ég veit hún fyrirgaf mér
hvatvísina, orðin og framkomuna,
hún hafði skilning á líðan minni og
vandlætingu minni á Bakkusi og
hans afleiðingum.
Mamma var sú albesta sál sem
ég hef þekkt. Tilgerð var ekki til í
henni. Hún elskaði fólk og dýr án
allra skilyrða, allir voru jafnir.
Hún kenndi mér að meta lífið,
bæði í logni og stormi. Hún var
umfram allt móðir mín, ég var allt-
af lúsarlöppin hennar.
Mamma var næm á tilfinning-
ar, gat lesið í líðan fólks, tók þátt í
gleði og raunum þess. Hún gat
veitt ótrúlegan styrk. Ég sagði
henni oft hve mikils virði hún væri
mér. Ég finn fyrir nærveru henn-
ar og það veitir mér ró.
Mamma og pabbi voru ein
heild, það veit ég jafnvel og sólin
rís í austri og sest í vestri. Atburð-
ir 16. júní reynast pabba afar
þungbærir. Sendum honum styrk,
það hjálpar.
Í dag umvef ég mömmu kær-
leika. Eftir fremsta megni mun ég
finna sannleikann, það sver ég við
lífið sjálft. Sannleikurinn mun
kannski gera mig frjálsa.
Ég er mjög þakklát þeim að-
ilum sem veittu mömmu umönnun
við hæfi, hlýju og virðingu. Þeim
sendi ég mínar dýpstu þakkir. Ég
þakka einnig þeim sem veitt hafa
okkur stórfjölskyldunni styrk og
sýnt samúð í verki eða orðum.
Elín Ragna Þorsteinsdóttir.
Við fráfall mömmu reikar hug-
urinn aftur til uppvaxtaráranna.
Þegar ég fæddist, fyrsta barn for-
eldra minna, var á heimilinu, mér
til mikillar gæfu, þriggja ára
hnáta en foreldrar mínir höfðu
tekið hana í fóstur sem ungbarn.
Þessi elsta systir mín, Kristín, er
bróðurdóttir pabba. Foreldrar
mínir höfðu þá gengið í gegnum
miklar raunir við að eignast barn,
misst þrjú fóstur auk andvana
fædds drengs. Fyrstu árin bjugg-
um við í blokkinni að Höfðabraut
14, Akranesi. Þar fæddist systir
mín Elín og svo seinna þegar for-
eldrar mínir höfðu byggt sér ein-
býlishús að Garðabraut 19, fædd-
ist systir mín Lilja og tveimur
árum síðar bættist við bróðir, Elí-
as.
Mínar fyrstu minningar tengj-
ast hinni margfrægu „blokk“ á
Skaganum. Þar var mikið af börn-
um með tilheyrandi hávaða og
margt brallað. Ég held að þar hafi
ég fyrst gert mér grein fyrir
mannkostum mömmu. Hún var
einstaklega þolinmóð gagnvart
uppátækjum okkar. Á hennar
heimili mátti byggja sér ævintýra-
veröld í stofunni úr sófapullum og
gardínum og leggja undir sig það
pláss sem til þurfti. Ég minnist
fleiri mæðra í blokkinni sem voru
svona umburðarlyndar með þakk-
læti í huga.
Á Garðabrautinni var einnig
opið hjarta- og húsrými fyrir okk-
ur börnin ásamt vinum okkar. Þar
var iðulega hópur af börnum á öll-
um tímum dags og stundum næt-
ur líka. Mamma laðaði að sér unga
sem aldna með góðri nærveru og
hreinni sál . Það voru margir sem
áttu skjól hjá henni. Hún hugsaði
vel til allra og brýndi þau gildi fyr-
ir okkur börnunum sínum. Ef ég
fékk ákúrur frá mömmu þá var
það helst fyrir að gera eitthvað á
hlut annarra, meðvitað eða ómeð-
vitað, sem gætu haft afleiðingar.
Ég minnist tveggja skipta sem
hún snöggreiddist gagnvart
hegðun minni, þá hljóp hún á eftir
mér með blauta borðtuskuna
(sem ég hafði ímugust á) nokkra
hringi í kringum borðstofuborðið
þar til viðureign okkar lauk með
hlátrasköllum og sáttum.
Mamma hafði einn óvelkominn
samferðarsvein sem birtist öðru
hvoru á lífsleið hennar. Henni leið
ekki vel með það og átti í baráttu
við að losna úr þeim viðjum. Þeg-
ar sá skuggi lagðist yfir okkar
samrýmdu fjölskyldu þá leið eng-
um vel. Mamma var kjölfestan og
þessi óværa kom inn með bresti
sem erfitt var að takast á við.
Mamma átti eina systur, Auju
frænku eins og við kölluðum
hana, á þeim tímum sem mest
þurfti reyndist hún okkur ein-
staklega vel. Þær voru afar sam-
rýmdar systurnar en Auja
frænka lést árið 2012 og var það
mömmu og okkur hinum í fjöl-
skyldunni mikill missir. Þessar
tvær konur ásamt móður þeirra,
ömmu Jóhönnu, mótuðu mig mik-
ið. Allar þrjár miklir persónuleik-
ar hver á sinn hátt.
Að lokum vil ég minnast móður
minnar með þakklæti fyrir henn-
ar elsku og góðvild til drengjanna
minna þriggja og stuðning þeirra
pabba á erfiðum tímum í mínu lífi.
Þau hafa svo sannarlega sáð góð-
um fræjum sem er okkar að vinna
úr og hlúa að í framtíðinni.
Hvíldu vel, elsku mamma mín,
takk fyrir að vera besti vinur
minn, þú munt lifa í hjarta mínu
til æviloka. Hittumst fyrir hinum
megin.
Björk Þorsteinsdóttir.
Ástkær tengdamóðir mín,
Erna Elíasdóttir, andaðist
fimmtudaginn 16. júní síðastlið-
inn, rétt nýkomin heim eftir langa
sjúkrahúslegu.
Mér eru minnisstæð okkar
fyrstu kynni þegar ég fór að venja
komur mínar til Elínar dóttur
hennar. Hún tók mér opnum örm-
um og ávallt mætti mér hlýtt við-
mót og kærleikur.
Á okkar bestu og verstu stund-
um gátum við rætt málin.Við
Erna vorum hinir mestu sælkerar
og ekki var slæmt að koma í henn-
ar hús og fá kjötsúpu eða steiktan
fisk.
Um síðastliðna páska fóru þau
Erna og Steini til Spánar ásamt
börnum og barnabörnum og held
ég að Erna hafi notað síðustu
kraftana til að njóta samvista við
fólkið sitt í þeirri ferð.
Elsku Steini, börn, barnabörn
og langömmubarn, ykkur votta
ég mína dýpstu samúð.
Minning hennar lifir í hjörtum
okkar.
Hryggðar hrærist strengur,
hröð er liðin vaka,
ekki lifir lengur
ljós á þínum stjaka.
Skarð er fyrir skildi,
skyggir veröldina,
eftir harða hildi
horfin ertu, vina.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Ómar Rögnvaldsson.
Elsku amma mín, eftir öll þessi
13 ár sem þú varst hjá mér er
óraunverulegt að þú sért farin.
Eftir allt sem þú gerðir fyrir mig.
Amma, ég elska þig af öllu mínu
hjarta. Mín heitasta ósk væri að
fara aftur í tímann og knúsa þig
og segja hvað mér þyki vænt um
þig og hvað ég elskaði þig mikið.
Ég mun aldrei gleyma öllum
minningunum okkar saman. Ég
gæti aldrei þakkað ykkur afa nóg
hvað þið eruð búin að gera fyrir
mig. Þú studdir mig í hverju sem
ég gerði og varst alltaf tilbúin að
styrkja mig. Elsku amma mín, ég
gleymi aldrei hvað þú kenndir
mér og sagðir mér allt það góða.
Þín verður sárt saknað.
Hvíldu í friði.
Erna Björt Elíasdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Ernu Elíasdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.