Morgunblaðið - 28.06.2016, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016
Rússnesk stjórn-
völd segja Recep
Tayyip Erdogan
Tyrklands-
forseta hafa beð-
ist afsökunar á
því að Tyrkir
hafi skotið niður
rússneska orr-
ustuflugvél í Sýr-
landi á síðasta
ári. Tyrkir sögðu
rússnesku þotuna hafa flogið inn í
tyrkneska lofthelgi.
Rússar kröfðust opinberrar af-
sökunarbeiðni vegna atviksins sem
átti sér stað í nóvember árið 2015.
„Forseti Tyrklands vottaði fjöl-
skyldum rússneska flugmannsins
samúðar og baðst afsökunar,“ sagði
Dmitry Peskov, talsmaður rík-
isstjórnar Rússlands, í samtali við
fjölmiðla í gær. Þá var haft eftir Er-
dogan að hann vildi gera allt sem
hann gæti til að bæta tengslin milli
Tyrklands og Rússlands.
RÚSSLAND
Erdogan biður
Rússa afsökunar
Recep Tayyip
Erdogan
Leiðtogar Ísrael
og Tyrklands
fögnuðu í gær
samningi sem
náðist um
helgina. Samn-
ingurinn felur í
sér endurreisn á
sambandi
ríkjanna eftir sex
ára langt tímabil
heiftar eftir árás
Ísraelmanna á skipalest sem var á
leið til Gaza. Tíu Tyrkir biðu bana í
árásinni.
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra Ísraels, tók fram að
herkví Ísraelsmanna á Gaza héldist
óbreytt en Tyrkjum yrði heimilað
að sigla með nauðsynjar til Palest-
ínu á undanþágu.
Ísraelsk stjórnvöld samþykktu
þar að auki að greiða Tyrkjum 20
milljónir Bandaríkjadala í bætur
fyrir árásina árið 2010 gegn því að
allar ákærur gegn ísraelsku her-
mönnunum yrðu felldar niður.
MIÐ-AUSTURLÖND
Ísraelsmenn og
Tyrkir ná sáttum
Benjamin
Netanyahu
BAKSVIÐ
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Heimsbyggðin fylgist grannt með
gangi mála í Bretlandi þar sem
framtíðin hefur ekki verið eins óljós
síðan í seinni heimstyrjöldinni.
Markaðir eru óstöðugir, breska
pundið hefur ekki verið eins veikt
síðan um miðjan níunda áratug síð-
ustu aldar, forysta stærstu stjórn-
málaflokkanna; Íhaldsflokksins og
Verkamannaflokksins er löskuð og
Skotar kalla eftir því að kosið verði
aftur um sjálfstæði frá Bretlandi.
Boris Johnson eða Theresa May
Íhaldsflokkurinn kom saman í
gær til þess að ákveða hvenær eft-
irmaður Davids Cameron, forsætis-
ráðherra Bretlands, tæki við af hon-
um en Cameron tilkynnti
fyrirhugaða afsögn sína á föstudag
eftir ósigurinn í atkvæðagreiðslunni.
Sagðist hann ætla að láta það eftir
eftirmanni sínum að leiða úrsögn
Breta úr Evrópusambandinu.
Ákveðið var að eftirmaður Came-
rons taki við eigi síðar en 2. sept-
ember næstkomandi en tveir kandí-
datar þykja líklegastir til að taka við
af Cameron. Annars vegar er það
Boris Johnson, fyrrverandi borgar-
stjóri Lundúna og forystumaður úr-
sagnarfylkingarinnar Brexit, og
hins vegar Theresa May, innanrík-
isráðherra landsins, sem studdi
áframhaldandi veru Breta í ESB en
er talin geta sameinað ólíkar fylk-
ingar.
Áhugasamir gefa kost á sér til að
taka við embættum Camerons og
velja þingmenn Íhaldsflokksins tvo
úr hópi þeirra sem 150 þúsund
flokksmenn Íhaldsflokksins kjósa á
milli í bréfkosningu.
Hitnar undir Jeremy Corbyn
Verkamannflokkur Bretlands,
helsti stjórnarandstöðuflokkur
landsins, hefur ekki farið varhluta af
niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, hefur sætt harðri
gagnrýni fyrir veika framgöngu sína
í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar og krefjast margir flokks-
manna hans afsagnar. Þá hefur
rúmur helmingur ráðherra í skugga-
ráðuneyti Corbyns sagt af sér. Tom
Watson, varaformaður Verka-
mannaflokksins, fundaði með Cor-
byn í gær og sagði hann rúinn
trausti þingflokksins.
Bretar geta einir hafið úrsögn
Aðeins Bretland getur hafið úr-
sagnarferlið með því að virkja fimm-
tugustu grein Lissabon-sáttmálans.
Bresk stjórnvöld hafa hamrað á
þessu með það fyrir augum að koma
böndum á óróleikann á fjármála-
markaði. George Osborne, fjármála-
ráðherra Bretlands, sagði í gær að
Bretar ætluðu sér ekki að fara úr
sambandinu í neinu óðagoti og bæði
þýsk og bandarísk stjórnvöld hvöttu
til stillingar vegna úrsagnarinnar.
„Ég fullvissa bresku þjóðina, og
alþjóðasamfélagið, um að Bretland
er reiðubúið að takast á við hvað
sem framtíðir ber í skauti sér með
núverandi styrk okkar,“ sagði hann í
gær í frysta fjölmiðlaviðtali sínu eft-
ir atkvæðagreiðslu fimmtudagsins.
Hann sagði að ekki ætti að virkja
fimmtugustu grein Lissabon-sátt-
málans fyrr en það lægi ljóst fyrir
hvers lags samkomulagi Bretar ætl-
uðu sér að ná við Evrópusambandið.
Leiðtogar Evrópusambandsins og
Evrópusambandsríkja hafa aftur á
móti farið fram á það við Breta að
þeir hefji úrsagnarferlið þegar í stað
og tilkynni um það á leiðtogafundi
Evrópusambandsríkjanna sem hefst
í dag.
Á grundvelli fimmtugustu greinar
Lissabon-sáttmálans er það í hönd-
um hinna 27 ríkja Evrópusambands-
ins að samþykkja skilmálana fyrir
úrsögn Bretlands úr sambandinu.
Tveggja ára tímarammi er á úrsagn-
arferlinu en heimild er fyrir því að
framlengja tímann.
Mesta óvissa frá seinna stríði
Hlutabréf tóku góða dýfu í kauphöllinni í Lundúnum Forysta Íhalds- og
Verkamannaflokks er löskuð Sterlingspundið hefur ekki verið veikara í 30 ár
AFP
Lundúnir Vikan fór af stað með miklum látum í kauphöllinni í Lundúnum en mikil óvissa ríkir vegna ESB-úrsagnar.
Brexit
» Mikill óróleiki er á breskum
mörkuðum vegna fyrirhug-
aðrar úrsagnar.
» Bretar hamra á því að þeir
séu ekki að flýta sér úr sam-
bandinu í óðagoti.
» Nýr forsætisráðherra tekur
við fyrir 2. september nk.
» Boris Johnson er talinn lík-
legur eftirmaður Camerons.
Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í
gær úr gildi löggjöf í Texas sem
takmarkaði aðgang kvenna að fóst-
ureyðingum. Löggjöfin var sam-
þykkt árið 2013. Fylgjendur fóstur-
eyðinga og andstæðingar þeirra
mótmæltu á tröppum Hæstaréttar í
Washington-borg í gær.
Umdeild löggjöf felld úr gildi
AFP
Réttur kvenna til fóstur-
eyðinga aukinn í Texas