Morgunblaðið - 28.06.2016, Side 8

Morgunblaðið - 28.06.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016 Eftir síðustu borgarstjórn-arkosningar var stofnað svo- kallað stjórnkerfis- og lýðræðisráð í Reykjavík. Nú, þegar kjör- tímabilið er hálfnað, er ástæða til að velta því upp hverju þetta nýja ráð hefur skilað.    Svarið við því ereinfalt: Engu.    Stjórnkerfis- oglýðræðisráð borgarinnar var sett á fót til að tryggja fimmta hjólið undir nýja R-listann.    Samfylkinginvildi ekki láta nægja að Björt framtíð og VG hjálpuðu flokknum við að halda völdum í borginni, hún vildi tryggja óskoruð völd sín með því að hafa rúman meirihluta.    Það var gert með því að Dagur B.Eggertsson lokkaði píratann Halldór Auðar Svansson til sam- starfsins með því að setja hann í forsvar fyrir nýtt ráð.    Látið var eins og ráðið lýsti lýð-ræðisást meirihlutans en í ljós hefur komið að stofnun þess hafði ekkert með lýðræði að gera.    En Halldór fékk formannstitil ogþað dugði.    Væri einhver áhugi á aukinni að-komu borgarbúa að stjórn borgarinnar hefði Halldór til dæm- is samþykkt tillögu Framsóknar og flugvallarvina um íbúakosningu samhliða forsetakosningunum.    Þá tillögu svæfði píratinn í sam-ráði við borgarstjóra. Dagur B. Eggertsson Lýðræðisástin svæfð í nefnd STAKSTEINAR Halldór Auðar Svansson Veður víða um heim 27.6., kl. 18.00 Reykjavík 13 rigning Bolungarvík 12 léttskýjað Akureyri 12 skýjað Nuuk 6 heiðskírt Þórshöfn 11 skýjað Ósló 17 skúrir Kaupmannahöfn 19 skýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 14 súld Lúxemborg 16 skýjað Brussel 18 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 14 skýjað London 21 heiðskírt París 21 skýjað Amsterdam 18 léttskýjað Hamborg 19 skýjað Berlín 24 heiðskírt Vín 18 skýjað Moskva 24 léttskýjað Algarve 25 heiðskírt Madríd 32 léttskýjað Barcelona 24 rigning Mallorca 27 léttskýjað Róm 25 heiðskírt Aþena 31 léttskýjað Winnipeg 16 skýjað Montreal 22 rigning New York 26 skýjað Chicago 29 léttskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:02 24:01 ÍSAFJÖRÐUR 1:37 25:37 SIGLUFJÖRÐUR 1:20 25:20 DJÚPIVOGUR 2:18 23:45 Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri fjallar um viðhorf til starfa lögreglunnar í nýútgefinni ársskýrslu Ríkislögreglustjóra fyrir árið 2015. Í inngangi skýrslunnar segir Haraldur að hið neikvæða við- horf hafi ekki breyst gegnum árin og hvetur lögreglumenn til að láta ekki umræðuna draga starfið niður. „Í stað þess að einblína á hið nei- kvæða og leyfa neikvæðninni að ráða för þá skulum við leggja áherslu á faglega umræðu og jákvæða sýn á starfið. Stöðug neikvæð umræða frá lögreglunni er hennar helsti óvinur.“ Hann leggur til að brugðist verði við vandamálinu. „Lögreglumenn og stjórnendur og ekki hvað síst stéttarfélag lög- reglumanna eiga að setja fram áætl- un um hvernig hinu neikvæða við- horfi verður breytt í hið jákvæða.“ Hraðakstur stóreykst Nýtt tölvukerfi var tekið til notk- unar á síðasta ári. Það er svokallað DVI-kerfi, Disaster Victim Identi- fication System, sem notað er til að skrá upplýsingar um slasaða og týnda einstaklinga og auðvelda auð- kenningu á þeim. Þá er þess getið að tjón á lögregluökutækjum vegna umferðarmannvirkja á höfuðborg- arsvæðinu hafi aukist. Ástæðuna má meðal annars rekja til hraðahindr- ana þar sem skemmdir verða á und- irvagni, og annarra hindrana. Sér- staka athygli vekur að hraðaksturs- brotum fjölgar ört milli ára. Skráðum hraðakstursbrotum fjölg- aði úr 18.887 árið 2011 í í 33.678 árið 2015. Það jafngildir því að með- alfjöldi brota á dag aukist úr 52 í 92. tfh@mbl.is Hvatt til jákvæðari umræðu  Ríkislögreglustjóri segir neikvæða umræðu helsta óvin lögreglunnar Íslensku stór- meistararnir í landsliði Íslands í skák, 50 ára og eldri, áttu ekki í vandræðum með að leggja þýska liðið SV Eiche Reichenbrand í 2. umferð HM skákliða 50 ára og eldri í Dresden í Þýskalandi, með 3 vinningum gegn 1 í gærkvöldi. Íslenska gullaldarliðið hóf leik á mótinu á sunnudag þar sem það sigraði þýska Dettmann- skákklúbbinn í 1. umferð. Gullald- arliðið er skipað stórmeisturunum Jóhanni Hjartarsyni, Helga Ólafs- syni, Jóni L. Árnasyni og Friðriki Ólafssyni. 59 lið taka þátt í mótinu og eru Englendingar og Þjóðverjar efstir með fullt hús eftir tvær umferðir, en Ísland er í 4. sæti ásamt fleirum. Í 3. umferð teflir Gullaldarliðið við þýska félagið Thüringen, sem meðal annars státar af tveimur stórmeist- urum. Peter Enders (2448) sem varð þýskur meistari 1994, leiðir liðið, en varamaður þeirra er Lutz Espig, sem er einn stigalægsti stórmeistari heims með 2263 stig. Jóhann Hjartarson stórmeistari Sigur stór- meistara  Gullaldarliðið fer vel af stað á HM 19.490 Verð Verkfærasalan - Síðumúla 11 - 560-8888 - www.vfs.is 2.990 Verð WERA Skrúfjárnasett 6 stk Mínus skrúfjárn frá 3.0 - 6.5mm og plús PH1 pg PH2. WERA 031280 Topplyklasett 171stk Vandað topplyklasett frá BATO með skröllum í stærðum 1/2", 3/8" og 1/4". Fjöldi hluta er 171 stk. BT 1171 Frábær verð!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.