Morgunblaðið - 28.06.2016, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er að færast meiri hraði í líf þitt
og þú munt því hafa nóg að gera bæði heima
við og í vinnunni. Þú syndir á móti straumn-
um enn og aftur og hefur ekkert fyrir því.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú hittir nýtt fólk. Gömul leyndarmál
skjóta upp kollinum en hafa misst gildi sitt.
Þér tekst vel upp í vinnunni og færð hrós
fyrir. Þú ert hæfileikaríkari en þú heldur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ykkur er nauðsynlegt að halda ykk-
ur til hlés um sinn til að íhuga ykkar gang og
endurnýja orkuna. Einbeittu þér að einu verk-
efni í einu og þá mun allt ganga upp hjá þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Heima er best en það þarf að fara út
á meðal manna, því maður er manns gaman.
Allir ættu að eiga vin eins og þig.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Eitt og annað hafið þið látið reka á reið-
anum en nú verðið þið að koma skikki á öll
mál. Þú færð svör við nokkrum spurnigum
sem hafa ásótt þig um tíma.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Allir þurfa hvatningu endrum og sinn-
um og nú er komið að þér. Þú færð heimboð
og ættir að taka því fagnandi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú gerir þér far um að vinna í einrúmi í
dag og kemur miklu í verk fyrir vikið. Lífið
verður betra um leið og það verður einfald-
ara. Fjármál þín eru í góðu lagi um þessar
mundir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er mikilvægt að vera í góðu
jafnvægi og því skaltu varast að taka vanda-
mál annarra inn á þig. Einhver er að reyna að
leyna þig einhverju.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú vekur líklega á þér athygli í
dag með einhverjum hætti. Njóttu þess bara
því allt sem þú hefur gert hingað til er til
fyrirmyndar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Haldið ykkar striki ótrauð þótt
ykkur finnist erfitt að starfa undir eftirliti
annarra. Þú færð góðar fréttir að utan sem
snerta fjölskyldumeðlim.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Varastu að láta draga þig inn í
deilur um algjör aukaatriði. Borgaðu reikn-
inga. Gefðu sköpunarkrafti þínum lausan
tauminn og njóttu þess sem þú ert að gera
og skapa.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert glaðlynd/ur og öll samskipti
ganga vel bæði í starfi og einkalífi. Þú ert
fylgjandi breytingum og gengur óhikað til
móts við þær.
Hér í Vísnahorni birtist í gær„Letingjabragur“ eftir Ólaf
Stefánsson um skáldin á Leir. Á
sunnudaginn þakkaði Fía á Sandi
Ólafi braginn, sagði „ég var að koma
heim úr ferðalagi um Færeyjar og
sit við að skrá það sem þar var ort.
Eini karlmaðurinn sem svaf einn í
herbergi á gistiheimilinu okkar lenti
í því að þrjár konur villtust inn til
hans, hver á fætur annarri um miðja
nótt og voru gerðar afturreka hið
snarasta. Þær kvörtuðu sárt daginn
eftir yfir móttökunum. Á færeysku
merkir orðið skattur ást. Vísan um
þetta er því svona.
Skenktu honum skömm í hattinn
skörulegar kellingar.
Að hann þáði ekki skattinn
er þeim mjög til hrellingar.
Síðan bætir Fía við að í ferðinni til
Færeyja var farið með brandara og
vísu eftir Hákon Aðalsteinsson og
kom þar fyrir nýyrðið inn-
anpíkubleikur. Eftir mikla leit fann
ég útsölu í Klakksvík með bleikum
peysum, en í of litlum númerum.
Útsalan reyndist fráleitt til fjár
þessi fita er enginn leikur.
En tískuliturinn einmitt í ár
er utan-kónga-bleikur.
Að síðustu er þriðja vísan úr ferð-
inni og er tilefnið það að um borð í
Norrænu týndist einn úr hópnum og
kona hans leitaði um allt skip. Á end-
anum fannst hann í fínni borðsalnum
í góðum félagsskap.
Margur ágirnist meira en þarf
maðurinn fannst, sem að áðan hvarf.
Oft eru óþörf hlaupin.
En hjá konunni uppúr sauð
af því maðurinn konum bauð
með sér í matarkaupin.
Um nýja forsetann skrifar Ólafur
Stefánsson á Leir:
„Oft er vitnað í vísu Bjarna Thor-
arensen um upphefðina, að hún sé
ekki svo eftirsóknarverð og gat
Bjarni þar trútt um talað, amtmað-
urinn sjálfur.
Ekki er hollt að hafa ból
hefðar upp’ á jökultindi,
af því þar er ekkert skjól
uppi fyrir frosti, snjó né vindi.
Hvað Guðna Th., nýkjörinn for-
seta, varðar mætti snúa þessu við og
segja sem svo að hann hefði verið úti
í nokkrum næðingi og pusi í kosn-
ingabaráttunni, en nú biði skjól fyrir
öllum veðrum á Bessastöðum.
Nú þarf ekki’ að norpa lengur,
úr næðingi er kominn inn.
Guðni hann er gæðadrengur,
og gott ef ekki frændi minn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Úr Færeyjaför hefðar upp
á jökultind
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
...
GAA! AÐ VAKNA ER LEIÐINLEGLEIÐ TIL ÞESS AÐ HEFJADAGINN
VIÐ ERUM VÍKINGAR!
GERIR ÞAÐ OKKUR AÐ
HRÆÐILEGUM
MANNVERUM?
NEI! VIÐ VÖLDUM
MÓTLÆTI, SEM NEYÐIR
FÓLK TIL ÞESS AÐ FINNA
SINN INNRI STYRK!
VIÐ BYGGJUM
KARAKTER HVERT
SEM VIÐ FÖRUM!
ÉG KANN VEL VIÐ
HUGSUNARHÁTT
ÞINN!
ÉG KANN
VEL VIÐ
HUGSUNARHÁTT
ÞINN!
ÞESSIR LÁNARDROTTNAR, HUGSAÐI
BRYNJAR. ÉG FATTA ALDREI HVORT ÞEIM
ER ALVARA – EÐA HVORT ÞEIR ÆTLI AÐ
LÁTA ALLT GOSSA.
„HEFURÐU VERIÐ HÉRNA LENGI, GAMLI?“
Ást er... þið og
engir aðrir.
Þær geta verið skrýtnar, tilvilj-anirnar í þessu lífi. Víkverji
flaug frá Mílanó til Lundúna fyrr í
þessum mánuði og lenti í smá töf á
Malpensa-flugvellinum.
Meðan hann beið veitti hann at-
hygli þremur ítölskum pörum á
besta aldri í biðsalnum. Í fyrsta lagi
áttu mennirnir í hrókasamræðum og
í annan stað lentu konurnar í vand-
ræðum með sjálfsala fyrir framan
nefið á Víkverja. Þær settu eitt kort-
ið af öðru inn í hann en ekkert gerð-
ist. Tóku því raunar af stóískri ró.
Pörin þrjú reyndust einnig á leið
til Lundúna og fengu sæti hinum
megin við ganginn í flugvélinni. Þeg-
ar komið var á Gatwick-flugvöllinn
fylgdist Víkverji með þessu ágæta
fólk hverfa inn í mannhafið og gerði
ekki ráð fyrir að sjá það nokkurn
tíma aftur. Eins og gengur.
Víkverji tók Gatwick-hraðlestina
inn í miðborg Lundúna og hoppaði
svo upp í leigubíl fyrir utan Victoria-
lestarstöðina sem skutlaði honum á
ónefnt hótel í Kensington. Og hvaða
fólk beið þá eftir afgreiðslu í mót-
tökunni? Ítölsku pörin þrjú. Af öll-
um hótelum í Lundúnum áttu þau
sum sé bókað herbergi á því sama og
Víkverji. Tekið skal fram að um
fremur lítið hótel var að ræða. Dátt
var hlegið þegar Víkverji gekk í sal-
inn. Að vonum.
Hverjar eru líkurnar á þessu?
x x x
Víkverji lenti í annarri undarlegriuppákomu á leiðinni heim frá
Lundúnum. Á Gatwick-flugvellinum.
Víkverji mátti vera með eina stóra
ferðatösku í fluginu og aðra smærri í
handfarangri og þegar hann var að
tékka sig inn kom í ljós að litla task-
an var aðeins of þung. Stóra taskan á
hinn bóginn undir þyngdarmörkum.
Samtals voru töskurnar undir
heildarþyngdarmörkum. „Þú verður
að færa eitthvað úr litlu töskunni
yfir í þá stóru ellegar greiða sekt,“
sagði starfsmaðurinn á vellinum.
Sektin nam tæpum fimm þúsund
krónum.
Víkverja þótti óþarfi að greiða
það, úr því hann var ekki yfir leyfi-
legum mörkum, og færði fyrir vikið
ofurlítið úr annarri töskuna í hina.
Sama þyngd fór þó inn í vélina!
víkverji@mbl.is
Víkverji
Því að af náð eruð þið hólpin orðin
fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka.
Það er Guðs gjöf.
(Efesusbréfið 2:8)
...með nútíma
svalalokunum
og sólstofum
Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is
Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16
• Svalalokanir
• Glerveggir
• Gler
• Felliveggir
• Garðskálar
• Handrið
Við færumþér logn & blíðu