Morgunblaðið - 28.06.2016, Qupperneq 4
EM Í FÓTBOLTA KARLA4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2016
Fjöldi farþega á Keflavíkurflugvelli
varð fyrir töluverðum töfum þegar
þeir biðu eftir að farangur þeirra
skilaði sér í komusal aðfaranótt
mánudags. Framkvæmdir sem miða
að því að auka afkastagetu salarins
ollu töfunum. Vandræðin hófust í
kringum miðnætti, en fjöldi véla
lendir á flugvellinum á skömmum
tíma um það leyti. Sextán flugvélar
lentu á tímabilinu frá miðnætti til um
klukkan 3, og lenti rúmlega helm-
ingur þeirra á um klukkutíma tíma-
bili.
Gunnar K. Sigurðsson, markaðs-
stjóri Isavia, segir að tafirnar hafi
orðið vegna innleiðingar á nýju far-
angurkerfi og stækkunar komusal-
arins. Farangursflokkunarkerfið sé
komið í fulla notkun fyrir brottfar-
arfarangur en verið sé að tengja
nýju kerfin inn á farangursböndin í
komusal. Af þeim sökum séu tvö af
þremur farangursböndum í notkun
þessa dagana. Hann segist ekki vita
nákvæmlega hversu lengi farþegar
hafi þurft að bíða eftir farangri sín-
um, en „töluverðar tafir“ hafi orðið á
þjónustunni.
Nauðsynlegt hafi verið að innleiða
nýtt kerfi eftir að Icelandair og Wow
air tilkynntu um kaup á stærri flug-
vélum sem notuðu svokallaða far-
angursgáma, en reisa hefur þurft
nýtt húsnæði utan um kerfin bæði
komu- og brottfararmegin og setja
ný kerfi upp.
Má búast við töfum áfram
Kvöldin eru orðin einn erilsamasti
komutími á flugvellinum vegna auk-
ins miðnæturflugs, að sögn Gunnars.
Flest þeirra eru á sunnudagskvöld-
um. Öll farangursböndin í komusaln-
um eiga að vera komin í gagnið aftur
7. júlí og segir Gunnar að Isavia
vinni með rekstraraðilum á flugvell-
inum til þess að reyna að lágmarka
tafir vegna þeirra. Samt sem áður
megi búast við einhverjum töfum
fram að því. kjartan@mbl.is
Tafir á farangri í Keflavík
Framkvæmdir
sem auka afkasta-
getu ástæða tafa
Morgunblaðið/Eggert
Farangur Tafir urðu í Keflavík.
Volvo Penta á Íslandi | Brimborg • Bíldshöfða 6 • Sími 515 7070 • volvopenta.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUM HÖNDUM
hjá volvo penta á íslandi
Öflug Volvo Penta þjónusta
Hjá Volvo Penta á Íslandi | Brimborg starfar framúrskarandi
teymi sem samanstendur af öflugum fagmönnum
Brimborgar og samstarfsaðilum um land allt.
Komdu í dag og ræddu við ráðgjafa.
HAFÐU SAMBAND Í DAG
• Sími: 515 7070
• Netfang: volvopenta@brimborg.is
• Ný heimasíða: volvopenta.is
Kauptu bestu varahlutina
Volvo Penta á Íslandi | Brimborg er með gott úrval varahluta
á lager og á mjög hagstæðu verði. Varahlutasérfræðingar
okkar veita þér fyrirtaksþjónustu og ráðgjöf við kaup.
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Arnarhóll breyttist í nýjan þjóð-
arleikvang, eða að minnsta kosti
þjóðarstúku í gærkvöldi þegar leik-
ur Íslands og Englands í 16-liða úr-
slitum á Evrópumeistaramótinu í
knattspyrnu karla var sýndur á 300
tommu skjá við hólinn. Allir leikir
íslenska liðsins hingað til voru
sýndir á Ingólfstorgi en ákveðið var
að sýna leik Íslands og Englands á
Arnarhóli. Þegar blaðamaður
steypti sér í mannhafið í upphafi
seinni hálfleiks tók rödd Gumma
Ben á móti henni og var líðanin eins
og að vera komin heim. Lögreglan
áætlar að rúmlega 10.000 manns
hafi verið saman komin í brekkunni
og höfðu áhorfendur orð á því að
útsýnið væri mun betra en á Ing-
ólfstorgi. Íslensku stuðningsmenn-
irnir stóðu þétt saman, allir voru
sannfærðir um að verja 2-1-stöðuna
sem strákunum okkar tókst á ótrú-
legan hátt að skapa í fyrri hálfleik.
Sólin braust fram úr skýjunum og
stuttu seinna flautaði dómarinn til
leiksloka. Hið ótrúlega gerðist, Ís-
land sigraði England og er komið í
8-liða úrslit á EM. Á sunnudag mæt-
ir Ísland heimamönnum í París. En
fyrst við gátum sigrað Englend-
inga, getum við þá ekki sigrað
Frakka?
Morgunblaðið/Eggert
Íslenskur sigur Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út meðal þúsunda stuðningsmanna á Arnarhóli þegar ljóst var að Ísland sigraði England, 2-1, í 16 liða úrslitum á EM í knattspyrnu karla.
Morgunblaðið/Þórður Arnar
Sigurvíma Harpa Ósk Björnsdóttir (lengst t.h.) bakaði kanilsnúða fyrir leikinn og fagnaði íslenskum sigri ásamt
vinkonum sínum. „Vítið gaf okkur eldmóð til að halda áfram. Það er möguleiki á að við getum unnið Frakka.“
EM-ævintýri
Íslands hvergi
nærri lokið
Yfir 10.000 áhorfendur á Arnarhóli