Morgunblaðið - 11.07.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016
Ástandið á fasteignamarkaði ervarhugavert. Þar er þensla
og lítið útlit fyrir annað en hún
haldi áfram, eins og fram kom í
úttekt Viðskiptamoggans á
fimmtudag. Þetta ástand er ekki
einfalt við að
eiga því að auk
aðstæðna hjá
landsmönnum
sjálfum eru
áhrif ferða-
manna á mark-
aðinn veruleg.
Stjórnmálamenn koma sumirauga á vandann en forðast að
ræða raunverulegar lausnir.
Meðal þeirra sem gætu átt rík-an þátt í lausninni eru
borgaryfirvöld í Reykjavík. Þau
hafa fylgt þeirri stefnu, leynt og
ljóst, að hamla byggingu nýrra
íbúða og gera það í nafni þess að
þétta byggð.
Á sama tíma, allt frá því vinstrimeirihlutinn tók við í borg-
inni, hefur verið unnið gegn því
að byggja upp ný hverfi, sem þó
er nauðsynlegt til að hægt sé að
anna eftirspurn. Þetta skapar
þenslu.
Íbúðaverði hefur einnig veriðhaldið uppi með ofvaxinni
byggingareglugerð. Vilji hefur
verið til þess að undanförnu að
skera helstu vankantana af, en
betur má ef duga skal.
Sennilega er óhjákvæmilegt aðumrót sé á fasteignamarkaði
við núverandi aðstæður. En það
er hægt að grípa til aðgerða til að
draga úr vandanum.
Eigi það að takast þarf aðbreyta um stefnu, ekki síst í
Reykjavík þar sem lappirnar hafa
verið dregnar allt of lengi.
Lappirnar dregnar
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 10.7., kl. 18.00
Reykjavík 15 skúrir
Bolungarvík 8 alskýjað
Akureyri 12 alskýjað
Nuuk 7 skýjað
Þórshöfn 13 alskýjað
Ósló 17 rigning
Kaupmannahöfn 21 skýjað
Stokkhólmur 21 léttskýjað
Helsinki 15 skúrir
Lúxemborg 30 léttskýjað
Brussel 28 heiðskírt
Dublin 18 skúrir
Glasgow 16 skúrir
London 22 léttskýjað
París 29 heiðskírt
Amsterdam 24 rigning
Hamborg 26 skýjað
Berlín 31 heiðskírt
Vín 29 heiðskírt
Moskva 20 léttskýjað
Algarve 29 heiðskírt
Madríd 37 heiðskírt
Barcelona 31 heiðskírt
Mallorca 30 heiðskírt
Róm 28 léttskýjað
Aþena 31 léttskýjað
Winnipeg 21 alskýjað
Montreal 16 alskýjað
New York 25 skýjað
Chicago 25 skýjað
Orlando 32 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
11. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:32 23:36
ÍSAFJÖRÐUR 2:52 24:26
SIGLUFJÖRÐUR 2:32 24:11
DJÚPIVOGUR 2:51 23:15
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann.
Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
ÞRÓTTUR R.-FYLKIR
Á ÞRÓTTARAVELLI 11. JÚLÍ KL. 19:15
Fyrstu 50 áskrifendurnir fá tvo miða á leikinn.
Mættu á völlinn og framvísaðu Moggaklúbbskortinu við innganginn til að fá miða.
MOGGAKLÚBBURINN
BÝÐUR ÁVÖLLINN!
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á
EÐA Í SÍMA
Viðbúnaður og
varnir í Evrópu,
samskiptin við
Rússland og
áskoranir úr
suðri voru meðal
umræðuefna á
leiðtogafundi
Atlantshafs-
bandalagsins í
Varsjá í fyrradag.
„Þetta voru afar
góðir fundir og ánægjulegt að leið-
togar frá Svíþjóð og Finnlandi sóttu
þá einnig. Góð samstaða var um að
treysta starfsemi Atlantshafs-
bandalagsins með það fyrir augum
að efla öryggi og auka stöðugleika,“
sagði Sigurður Ingi Jóhannsson for-
sætisráðherra eftir fundinn en Lilja
Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sat
fundinn einnig.
Ákveðið var á fundinum að treysta
viðbúnað bandalagsins í sessi, m.a. í
Eystrasaltsríkjunum og Póllandi, og
viðhalda jafnframt samtali við Rúss-
land til að draga úr spennu. Þá sam-
þykktu bandalagsríkin beiðni stjórn-
valda í Írak um að þjálfa öryggis-
sveitir þar í landi og veita ráðgjöf við
uppbyggingu varnar- og öryggis-
mála.
Leggja til aðgerða gegn ISIS
Alls eru 66 ríki og stofnanir í
bandalagi þeirra sem leggja til að-
gerða gegn Ríki íslams og eru þar
með talin öll ríki Atlantshafs-
bandalagsins. Einnig var ákveðið að
beita ratsjárvélum bandalagsins við
eftirlit og upplýsingamiðlun til að-
stoðar fjölþjóðabandalaginu gegn
Ríki íslams.
Leiðtogar aðildarríkja funduðu
jafnframt með leiðtogum Finnlands,
Svíþjóðar og Evrópusambandsins
um samskiptin við Rússland og
framlög ríkja til þjálfunarverkefna í
Afganistan. Þá var ákveðið að halda
áfram stuðningi við afgönsk stjórn-
völd fram eftir næsta ári. Næsti
fundur verður í Brussel að ári.
Leiðtogar
NATO
samstiga
Mikilvægt að efla
öryggi og stöðugleika
Sigurður Ingi
Jóhannsson