Morgunblaðið - 11.07.2016, Qupperneq 13
spurningunni: Hvað ef…?“ Og ég er
henni hjartanlega sammála.“
Karin hafði alltaf verið í krefj-
andi starfi og því fannst henni mestu
viðbrigðin eftir búferlaflutninginn
að hafa ekkert að gera. Að því leyt-
inu hundleiddist henni. „Jón kenndi
mér að skera út í tré, en það höfðaði
ekki til mín. Þar sem hann vissi að
ég hafði frá barnæsku verið heilluð
af glerlist og glermunum stakk hann
upp á að við færum saman á glerlist-
anámskeið í Hollandi og lærðum að
móta og blása gler. Ég hafði uppi á
gríðarlega flinkri glerlistakonu á
netinu og við drifum okkar á nám-
skeið hjá henni þar sem hún bjó í
pínulitlu þorpi nálægt Arnheim. Mér
fannst mjög gaman að vinna með
glerið og smám saman fór ég að
kaupa verkfæri til að geta prófað
mig áfram heima,“ segir Karin, sem
ekki var lengur í vandræðum með
hvað hún ætti af sér að gera á Ís-
landi.
Undanfarin ár hefur hún haft
ærinn starfa bæði við skart-
gripagerðina og annað allsendis
ólíkt. „Við eigum lítið hreingern-
ingafyrirtæki og þrífum stigaganga
og sameignir í
blokkum tvo daga í
viku. Listin er þó að-
alstarf okkar
beggja. Ég fór fljót-
lega að selja tölu-
vert, aðallega háls-
men. Fólk virtist
hrifið og hafði á orði
hversu sérstök þau
væru. Í skartgripina
nota ég eldfast gler
frá Þýskalandi, sem
er mjög sterkt og þeim eiginleikum
gætt að kælast fljótt. Glerið kemur í
mismunandi litum stöngum eða mol-
um, sem ég búta úr, bræði með eldi
og móta hvern hlut fyrir sig. Ég
byrjaði svolítið á að gera perlufestar
og -armbönd, en hætti því fljótlega,
því mér fannst allir vera að gera það
sama. Sérstaða mín felst helst í því
að ég nota íslenska hrafntinnu, eld-
fjallaösku eða sand og bræði glerið í
kringum þessi efni, eitt eða fleiri.“
Af hrafntinnu er nóg á vinnu-
stofu þeirra hjóna, enda efniviður
beggja. Þar hefur líka hrannast upp
sandur héðan og þaðan af landinu,
sem Karin setur í krukkur og merk-
ir hvaðan hann kemur. „Eftir gosið í
Eyjafjallajökli gerðum við okkur
sérstaka ferð austur til að safna
ösku og vinir okkar hafa verið dug-
legir að færa mér sand frá Heklu og
víðar að. Stundum vill fólk fá sand
frá ákveðnum stöðum í skartgripina
og þá er gott að hafa hann til taks,“
segir Karin. Það hvarflar ekki að
henni að fara bara út í garð og sækja
sér sand. Slík óheilindi segir hún al-
gjörlega á skjön við afstöðu sína til
lífsins og listarinnar.
Spurð hvort skartgripir hennar
búi kannski yfir orku, kveðst hún
trúa því að svo sé, orkunni frá nátt-
úru Íslands. Sjálf sé hún jákvæð
manneskja og vonist til að sá eig-
inleiki fylgi með í pakkanum.
Aska látinna ástvina
Karin segir bæði Íslendinga og
túrista kaupa glerskartgripina, en
þeir eru seldir í Fóu á Laugaveg-
inum, Víkingaheimum í Keflavík og í
verslun á jarðhitasýningu Orku
náttúrunnar í Hellisheiðarvirkjun.
Þessa dagana og út mánuðinn einnig
á sýningunni Þinn heimur í Perl-
unni, þar sem þau Jón Adolf sýna
verk sín ásamt þremur ólíkum lista-
mönnum.
„Stundum sel ég gripina sjálf
eða bý þá til eftir pöntun. Erlendir
ferðamenn, aðallega frá Bandaríkj-
unum, hafa til dæmis komið með
sand frá svæðum þar sem forfeður
þeirra og -mæður bjuggu og beðið
mig um að setja hann í hálsmen eða
eyrnalokka. Sé þess óskað geri ég
líka nokkuð sem hér á landi þykir al-
veg stórfurðulegt, en þekkist bæði í
Hollandi og Bandaríkjunum. Mjög,
mjög sérstakt og á rætur í sterkum
tilfinningum,“ segir Karin leynd-
ardómsfull á svip.
Upp úr kafinu kemur að sé þess
óskað býr hún til skartgripi með
ösku látinna ástvina viðskiptavina
sinna brædda í glerið. Að sögn Kar-
in þekkist að gera sama við ösku
dauðra hunda, katta og annarra
gæludýra. Hún segist þó ekki hafa
fengið beiðni um slíkt, en sér væri
ekkert að vanbúnaði ef til þess
kæmi. „Ég er alltaf að prófa eitt-
hvað nýtt, nýjar litasamsetningar,
lögun og efnivið og læt aldrei frá
mér gripi sem ég er óánægð með,“
segir Karin, sem sökum anna við
gler og þrif hefur sjaldan tíma til að
spila World of Warcraft við sinn
heittelskaða.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016
HótelÖrk, Hveragerði / hotelork.is / 483 4700
Hvort sem þú kýst að gista eða njótamatar á fyrsta flokks
veitingastað, geturðu tekið hring á golfvellinum, prófað
fótboltagolf eða skellt þér í sundlaugina, heita pottinn, snyrti-
stofuna eða gufubaðið. Komdu í sveitasæluna!
Gerðu þér glaðan dag
við höfum ekki stjórn á. Ég get t.d
haft stjórn á því að æfa mig í að
halda bolta á lofti og sett mér það
markmið að ná að halda honum 50
sinnum en ég get ekki stjórnað því
að ég haldi honum mest á lofti af öll-
um í liðinu, ég hef enga
stjórn á því hversu mikið
liðsfélagarnir æfa sig eða
hversu færir þeir eru.
Sveigjanleiki – aðlög-
unarhæfni
Til að ná árangri er mik-
ilvægt að vera tilbúinn að
endurskoða markmiðin
reglulega, breyta af leið og
aðlaga sig breyttum að-
stæðum. Við getum fengið
nýja liðsfélaga og þjálfara
eða mætt óvæntum mót-
herjum. Því höfum við ekki
stjórn á en við höfum alltaf
stjórn á okkar viðbrögðum.
Að mæta hverri nýrri
áskorun með opnum og
vakandi huga þýðir að við
sjáum frekar tækifærin og
þá er bara að vera tilbúinn
að stökkva og svo hlúa að
sér og læra ef stökkið mis-
tókst, næst gæti það tekist.
Ég tel við hæfi að enda á
tilvitnun frá Micael Jordan
sem er einn af mínum uppá-
haldsíþróttamönnum:
„Ég hef geigað í meira en
9.000 skotum á ferli mín-
um. Ég hef tapað um 300
leikjum. Mér hefur verið
treyst fyrir úrslitaskotinu
og ekki hitt 26 sinnum. Mér
hefur margoft mistekist og
þess vegna hef ég náð árangri.“
Heilsustöðin, sálfræði- og ráðgjaf-
arstofa, Skeifunni 11a, Reykjavík.
www.heilsustodin.is
Reuters
Sá besti Michael Jordan þegar hann var upp á
sitt besta með Chicago Bulls árið 2001, en
hann er einn þekktasti körfuknattleiksmaður
allra tíma og trúlega sá besti.
Karin Esther og Jón Adolf hafa
veg og vanda af sýningunni
Þinn heimur sem opnuð var í
Perlunni í byrjun mánaðarins,
en þau hafa sl. fimm sumur
staðið þar fyrir sýningum ásamt
ýmsum félögum sínum. Auk
þeirra sýna að þessu sinni:
Finnbogi G. Kristinsson listmál-
ari, Karl Gústaf Davíðsson, gull-
og silfursmiður, og Jóhann Dal-
berg Sverrisson myndhöggvari.
Í fyrra tóku þau hjónin, ásamt
nokkrum íslenskum listamönn-
um, þátt í sýningu í Gouda í Hol-
landi þar sem markmiðið var að
kynna íslenska list og handverk.
Aukinheldur hefur Karin fylgt
Jóni Adolf á málþing, svokölluð
Art Symposium, víða um heim,
t.d. í Kína og Nepal, þar sem
listamennirnir hanna
og búa til listaverk
sem þeir skilja eftir í
viðkomandi landi.
Sýningin Þinn
heimur í Perlunni er
opin daglega kl. 10-18
til 31. júlí.
Heimurinn
þeirra
KARIN ESTHER
OG JÓN ADOLF
Verk Jón Adolf og
Esther Karin við
eitt verka Jóns.
Í vinnustofunni
Karin Esther vinnur
skartgripina við allt
að 1.300 gráðu opinn
eld og þarf því að
vera vel varin.
Litadýrð Karin Esther notar hrafntinnu, sand og ösku í skartgripina.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skúlptúr Íslenska hraunið tekur sig
vel út í glerskúlptúr eftir Karin.