Morgunblaðið - 11.07.2016, Side 15

Morgunblaðið - 11.07.2016, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016 ... um sterkar konur, æsileg ráðabrugg og ástarævintýri. „Mjög vel skrifuð, blæbrigðarík og flott saga, krydduð krassandi erótík og ástarþrá.“ Litteraturmagazinet „LESIÐ! LESIÐ! LESIÐ!“ Cosmopolitan Suður-Súdan er „aftur komið í stríð“, sagði tals- maður varaforseta landsins og leiðtoga uppreisnar- manna, Riek Machar, eftir að mikil átök brutust aftur út í Juba, höfuðborg Suður-Súdan, í gær en hermenn ríkisstjórnarinnar og uppreisnarmenn skiptast á skotum. Á föstudag varð skotbardagi milli stríðandi afla 150 manns að bana. Engar nákvæmar tölur hafa borist af mannfalli í átökunum í gær en talsmaður uppreisnarmanna sagði í samtali við BBC að „hundr- uð“ hermanna Machar hefðu látist í átökunum í gær. Upplýsingaráðherra landsins, Michael Makuei Lu- eth, sagði hins vegar fregnir af stríði vera „ósannar“. Herlið ríkisstjórnarinnar hefði aðeins verið að bregð- ast við áhlaupi uppreisnarmanna. „Staðan er eðlileg og við höfum fulla stjórn,“ bætti hann við. Skothríðin hefur dunið í nágrenni við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Juba en samkvæmt skrifstof- unni flúðu borgarbúar vettvang í þann mund sem skotið var af sprengjuvörpum en fjöldi fólks hefur leitað skjóls í búðum Sameinuðu þjóðanna í borginni. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sagði átökin sýna „skort á raunverulegri skuldbindingu“ Salva Kiir, forseta landsins, Machar og fylgismanna þeirra við friðarsamkomulagið frá árinu 2015. Öryggisráðið áætlaði að koma saman í gær til að ræða stöðuna í Suður-Súdan. Þá fordæmdi Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hið „tilgangs- lausa ofbeldi“. Ákall um frið fór út um þúfur Ofbeldið hófst daginn eftir að Suður-Súdan, yngsta ríki heims, fagnaði sjálfstæði sínu í fimmta sinn. Landsmenn Suður-Súdan hafa séð meiri átök en frið frá því landið öðlaðist sjálfstæði árið 2011 en borg- arastríð braust út árið 2013 í kjölfar þess að Kiir sak- aði Machar um að skipuleggja valdarán. Þá hittust þeir í forsetahöllinni á föstudag og kölluðu eftir ró í ríkinu sem fór svo út um þúfur í gær. Lýstu þeir átökunum sem „óheppilegum“. Sendiráð Bandaríkjanna í Júba leiðbeindi ríkis- borgurum sínum að halda sig innandyra. „Aðstæð- urnar í Juba hafa versnað til muna. Það eru alvarleg átök milli ríkisstjórnarinnar og uppreisnarmanna í nágrenni við flugvöllinn, UNMISS-svæði, Jebel og aðra staði í Juba,“ sagði í yfirlýsingu frá sendiráðinu eins og fram kemur í frétt AFP. Stríðandi öfl í Suður-Súdan skiptast á skotum  150 manns biðu bana á föstudag og eru átök hafin á ný AFP Átök Forseti Suður-Súdan, Salva Kiir, yfirgefur blaða- mannafund á föstudag en skotárásir hófust sama dag. „Þegar þeir sem hafa áhyggjur af sanngirni í réttarkerfinu ráðast á lögreglumenn eru þeir að gera málstaðnum grikk,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í gær vegna áframhaldandi mót- mæla fjölda Bandaríkjamanna í kjölfar dauðsfalla svartra manna af völdum lögreglu. Micah Johnson, árásarmað- urinn sem skaut fimm lög- reglumenn til bana á föstudag á miðri mótmælasamkomu, er sagður hafa áætlað fleiri árásir en sprengiefni fundust við leit á heimili hans. Þá reynir lög- reglan í Dallas að ráða í skila- boðin „RB“ sem hann skrifaði með blóði stuttu áður en hann lést í aðgerðum lög- reglu. Geri málstaðnum grikk ÁRÁSARMAÐUR SKILDI EFTIR SKILABOÐ Micah Johnson Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Þetta er fimmta kvöldið í röð þar sem mótmælt er í Baton Rouge en maður finnur ekki bara fyrir reiði heldur bræði,“ sagði Laura Bicker, fréttamaður hjá BBC, í frásögn sinni af ástandinu í borginni Baton Rouge í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum í gær þar sem dauðsföllum svartra af hendi lögreglu var mótmælt. Tveir svartir menn, Alton Sterling og Philando Castile, létust af völdum lögreglunnar í Minnesota og Loui- siana í síðustu viku og spruttu upp hörð mótmæli við framgangi lög- reglu gegn svörtu fólki í Bandaríkj- unum. Að minnsta kosti 123 svartir einstaklingar hafa verið skotnir það sem af er ári í Bandaríkjunum af lög- reglu, segir í gögnum frá Wash- ington Post. Á fjölmennri mótmælasamkomu í borginni Dallas á föstudag voru svo fimm lögreglumenn skotnir til bana af svörtum manni að nafni Micah Johnson sem lést svo í aðgerðum lög- reglu þegar hún reyndi að stöðva hann. Sjö aðrir særðust í skotrárás- inni. Nöfn lögreglumannanna fimm hafa verið birt en þeir voru Brent Thompson, 43 ára, Patrick Zamar- ripa, 32 ára, Michael Krol, 40 ára, Michael Smith, 55 ára, og Lorne Ahrens, 48 ára. „Við erum í sárum. Starfsgrein okkar er í sárum. Lög- regluþjónar Dallas eru í sárum. Við erum miður okkar,“ sagði David Brown, lögreglustjórinn í Dallas í kjölfar árásarinnar. „Hvít þögn kostar líf“ Mótmælin héldu áfram um helgina og voru flestar samkomurn- ar friðsamlegar og margir sem syrgðu dauðsföll lögreglumannanna fimm. Því var þó ekki fyrir að fara alls staðar en vopnaðir meðlimir Nýju svörtu pardusanna (e. New Black Panthers) fóru gegn lögregl- unni í Louisiana ásamt því að umferð var stöðvuð og flugeldum, sprengj- um, flöskum og grjóti kastað að lög- reglunni í borginni St. Paul í Minne- sota. Lögreglan beitti reyksprengjum og piparúða til að dreifa mannfjöld- anum en fimm lögreglumenn særð- ust í átökunum. Óljóst er enn hve margir voru handteknir en að sögn heimildarmanns AFP innan fangels- is þar í borg voru það 60-80 manns. Hreyfingin „Svört líf skipta máli“ hefur leitt mótmælin en einn forystu manna hennar, DeRay Mckesson, var handtekinn í gær. „Þetta ásækir mig, ég er mjög leið og bara reið að lík svartra manna haldi áfram að hlaðast upp,“ sagði Lorena Ambrosio mótmælandi við fréttamiðilinn Reuters. Mótmælt var í San Francisco, Fresno, West Palm Beach, Fort Lauderdale, Miami, Philadelphia, Nashville, Indianapol- is, Washington DC og í New York í gær en þar voru tuttugu manns handteknir. Þetta kemur fram í frétt BBC. Þá komu nokkur hundruð manna saman í London í Bretlandi á laugardag til að styðja málstað hreyfingarinnar Svört líf skipta máli. Bar fólkið skilti með slagorðunum „Hættið að drepa okkur“ og „Hvít þögn kostar líf“. Ræðir eftirlit með skotvopnum „Ég trúi því staðfastlega að Bandaríkin séu ekki eins klofin og sumir hafa látið í veðri vaka,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, á blaðamannafundi í Varsjá á laugardag. Lýsti hann árásamannin- um sem myrti fimm lögreglumenn í Dallas fyrir helgi sem geðveikum og að hann væri ekki dæmigerður fyrir blökkumenn í Bandaríkjunum frek- ar en morðinginn sem drap blökku- menn í kirkju í Charleston í Suður- Karolínu í fyrra væri dæmigerður fyrir hvítt fólk. „Það er sorg, það er reiði, það er uppnám en það er eining. Þetta er ekki það sem við viljum vera sem Bandaríkjamenn,“ sagði forsetinn jafnframt hét því að halda áfram að ræða um kynþáttamál og eftirlit með skotvopnum þrátt fyrir miklar deilur sem málefnin sköpuðu. Forsetinn stytti för sína um Evrópu og mun heimsækja Dallas á þriðjudag. Fylkja eigi liði gegn mismunun „Sem Bandaríkjamenn þá erum við öll særð eftir öll þessi dauðsföll,“ sagði Joe Biden, varaforseti Banda- ríkjanna, í útvarpsávarpi á laugar- dag en hann lofaði jafnframt lög- reglumennina sem létust í skotárásinni og hvatti Bandaríkja- menn til að fylkja liði gegn mismun- un í bandaríska réttarkerfinu. „Á meðan á okkur reynir, þá meg- um við ekki sundrast. Við erum Bandaríkin, með órjúfanleg tengsl okkar á milli. Við þraukum, við látum ekki deigan síga, við sigrumst á hlut- unum, við stöndum saman.“ Eining í uppnámi Bandaríkjamanna  Mótmæli geisa enn víða um Bandaríkin  Fjöldi handtekinn  Nöfn látinna lögreglumanna gerð opinber  „Bandaríkin ekki eins klofin og sumir hafa látið í veðri vaka“ Biden hvetur til samstöðu AFP Óeirðir Í borginni Baton Rouge í Bandaríkjunum mótmælti fólk annað kvöldið í röð á laugardag en lögreglan brást við með því að klæðast óeirðabúnaði og handtók einnig fjölda fólks. Mótmælt var í fleiri borgum um helgina. Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, fór í sögulega heim- sókn til Ísraels til að bjóða fram aðstoð Egyptalands við að endur- lífga friðarviðræður við Palest- ínumenn. Er hann fyrsti utanrík- isráðherrann í níu ár til að heimsækja Ísrael. Sagði hann nú- verandi ástand hvorki vera „stöð- ugt né varanlegt“. Þá kallaði hann eftir tveggja ríkja lausn en sagði að möguleiki þess að ná sam- komulagi færi minnkandi. Heimsóknin varpar ljósi á sterk- ara samband landanna tveggja sem deila miklum áhyggjum af óróanum sem geisar á svæðinu. Forsætisráðherra Ísraels, Ben- jamin Netanyahu, sagðist fagna viðleitni Egypta. Ástandið hvorki stöðugt né varanlegt EGYPTALAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.